Fylgiskjal.
FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2022/158
frá 4. febrúar 2022
um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/1641 um innflutning á lifandi, kældum, frystum eða
unnum samlokum, skrápdýrum, möttuldýrum og sæsniglum til manneldis frá Bandaríkjunum
(Texti sem varðar EES)
FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins,
með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 frá 15. mars 2017 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi sem miðar að því að tryggja að lögum um matvæli og fóður og reglum um heilbrigði og velferð dýra, plöntuheilbrigði og plöntuverndarvörur sé beitt og um breytingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001, (EB) nr. 396/2005, (EB) nr. 1069/2009, (EB) nr. 1107/2009, (ESB) nr. 1151/2012, (ESB) nr. 652/2014, (ESB) 2016/429 og (ESB) 2016/2031, reglugerðum ráðsins (EB) nr. 1/2005 og (EB) nr. 1099/2009 og tilskipunum ráðsins 98/58/EB, 1999/74/EB, 2007/43/EB, 2008/119/EB og 2008/120/EB og um niðurfellingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 854/2004 og (EB) nr. 882/2004, tilskipunum ráðsins 89/608/EBE, 89/662/EBE, 90/425/EBE, 91/496/EBE, 96/23/EB, 96/93/EB og 97/78/EB og ákvörðun ráðsins 92/438/EBE (reglugerð um opinbert eftirlit) (1), einkum 1. mgr. 129. gr., með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 frá 9. mars 2016 um smitandi dýrasjúkdóma og um breytingu og niðurfellingu á tilteknum gerðum á sviði dýraheilbrigðis (lög um dýraheilbrigði) (2), einkum 3. mgr. 238. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Í reglugerð (ESB) 2017/625 er mælt fyrir um almennar reglur um framkvæmd opinbers eftirlits til að sannreyna að farið sé að reglum sem miða að því að koma í veg fyrir, eyða eða minnka áhættu sem menn og dýr eru berskjölduð fyrir, annaðhvort beint eða frá umhverfinu, svo að hún verði viðunandi.
2) Einkum er í reglugerð (ESB) 2017/625 mælt fyrir um almenn skilyrði vegna komu dýra og vara frá þriðju löndum eða svæða þeirra inn í Sambandið, þ.m.t. matvæli sem eru ætluð til manneldis. Með 129. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625 er framkvæmdastjórninni veitt vald til að viðurkenna að ráðstafanir, sem þriðju lönd eða svæði þeirra beita, séu jafngildar kröfunum sem mælt er fyrir um í tilteknum reglum sem um getur í 2. mgr. 1. gr. þeirrar reglugerðar, ef þriðju löndin veita hlutlæga staðfestingu í þessu tilliti. Með henni er framkvæmdastjórninni einnig veitt vald til að setja fram skilyrði sem gilda um komu slíkra dýra og vara frá slíkum þriðju löndum eða svæðum þeirra inn í Sambandið, einkum að því er varðar eðli og innihald opinberra vottorða eða vottana sem eiga að fylgja þessum vörum.
3) Í samræmi við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1641 (3) eru ráðstafanirnar sem beitt er í ríkjunum Massachusetts og Washington í Bandaríkjunum til að vernda lýðheilsu í tengslum við framleiðslu lifandi, kældra, frystra eða unninna samloka, skrápdýra, möttuldýra og sæsnigla, sem eru ætluð til manneldis, og við setningu þeirra á markað jafngildar kröfunum sem mælt er fyrir um í reglunum um matvælaöryggi sem um getur í a-lið 2. mgr. 1. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625.
4) Með framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/1641 er komið á fyrirmynd að opinberu vottorði vegna innflutnings á lifandi, kældum, frystum eða unnum samlokum, skrápdýrum, möttuldýrum og sæsniglum, sem eru ætluð til manneldis, frá Bandaríkjunum. Í fyrirmyndinni að opinbera vottorðinu er þess krafist að opinber skoðunarmaður votti að ráðstafanirnar sem beitt er við framleiðslu og setningu þessara vara á markað séu jafngildar kröfunum sem mælt er fyrir um í reglunum um matvælaöryggi sem um getur í a-lið 2. mgr. 1. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625.
5) Í samræmi við ráðstafanirnar sem deild Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna, sem ber ábyrgð á útflutningi lifandi, kældra, frystra eða unninna samloka, skrápdýra, möttuldýra og sæsnigla, sem eru ætluð til manneldis, til Sambandsins, samþykkti, ætti að aðlaga fyrirmyndina að opinbera vottorðinu, sem komið var á í framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/1641, að viðeigandi sniði fyrir útflutning á þessum vörum til Sambandsins. Einkum ætti brottfarardagsetning sendinganna að koma fram í fyrirmyndinni að opinbera vottorðinu. Ennfremur ætti að veita upplýsingar um hvort vörurnar eru vottaðar til manneldis eða til lokaneytenda.
6) Til viðbótar við lýðheilsukröfurnar í fyrirmyndinni að opinbera vottorðinu sem komið var á með framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/1641 ættu lifandi samlokur af þeim tegundum sem eru tilgreindar í framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1882 (4), sem eru ætlaðar til manneldis, og afurðir úr þessum samlokum, sem eru ætlaðar til frekari vinnslu í Sambandinu áður en þær eru notaðar til manneldis, einungis að koma inn í Sambandið ef þeim fylgir opinbert vottorð sem inniheldur viðeigandi dýraheilbrigðisvottanir. Af þessum sökum, til að uppfylla dýraheilbrigðiskröfur sem veita jafngildar ábyrgðir og þær sem kveðið er á um í löggjöf Sambandsins, ætti fyrirmyndin að opinbera vottorðinu að innihalda almennar dýraheilbrigðiskröfur vegna komu inn í Sambandið, eins og sett er fram í 6. gr. (a- og b-liður 1. mgr.), 6. gr. (2. mgr.), 7. gr. (1. mgr.) og 8. gr. framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/692 (5), og sértækar dýraheilbrigðiskröfur vegna komu þessara vara inn í Sambandið eins og sett er fram í a-lið, ii. og iii. lið c-liðar og d-lið 167. gr. og 1. og 2. mgr. 169. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2020/692.
7) Því ætti að breyta framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/1641 til samræmis við það.
8) Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari reglugerð, eru í samræmi við álit fastanefndarinnar um plöntur, dýr, matvæli
og fóður.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr.
Í stað viðaukans við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/1641 kemur textinn í viðaukanum við þessa reglugerð.
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 4. febrúar 2022.
Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar,
Ursula VON DER LEYEN
forseti.
(1) Stjtíð. ESB L 95, 7.4.2017, bls. 1.
(2) Stjtíð. ESB 84, 31.3.2016, bls. 1.
(3) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1641 frá 5. nóvember 2020 um innflutning á lifandi, kældum, frystum eða unnum samlokum, skrápdýrum, möttuldýrum og sæsniglum til manneldis frá Bandaríkjunum (Stjtíð. ESB L 370, 6.11.2020, bls. 4).
(4) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1882 frá 3. desember 2018 um beitingu tiltekinna reglna um forvarnir og varnir gegn sjúkdómum fyrir flokka skráðra sjúkdóma og um að koma á skrá yfir dýrategundir og hópa dýrategunda sem skapa töluverða áhættu á útbreiðslu þessara skráðu sjúkdóma (Stjtíð. ESB L 308, 4.12.2018, bls. 21).
(5) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/692 frá 30. janúar 2020 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 að því er varðar reglur um komu sendinga af tilteknum dýrum, kímefni og afurðum úr dýraríkinu inn í Sambandið og um tilflutning þeirra og meðhöndlun eftir komu (Stjtíð. ESB L 174, 3.6.2020, bls. 379).