Prentað þann 23. nóv. 2024
1370/2023
Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 124/2015 um brennisteinsinnihald í tilteknu fljótandi eldsneyti.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað tölunnar "0,1%" í 1. mgr. kemur: 0,10%.
- Í stað tölunnar "0,5%" í 2. mgr. kemur: 0,50%.
- Í stað tölunnar "0,1%" í 3. mgr. kemur: 0,10%.
2. gr.
Í stað tölunnar "1,5%" í 5. gr. reglugerðarinnar kemur: 1,50%.
3. gr.
Í stað tölunnar "0,1%" í 6. gr. reglugerðarinnar kemur: 0,10%.
4. gr.
Í stað tölunnar "1,0%" í 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar kemur: 1,00%.
5. gr.
Í stað tölunnar "0,1%" í 8. gr. reglugerðarinnar kemur: 0,10%.
6. gr.
Í stað tölunnar "0,1%" í 2. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar kemur: 0,10%.
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. reglugerðarinnar:
-
Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Falli aðferð til að draga úr losun undir gildissvið tilskipunar 2014/90/ESB, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 989/2016, skal aðferðin vera samþykkt samkvæmt þeim reglum.
Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Aðferðir til að draga úr losun, sem falla ekki undir 2. málsl. 3. mgr. þessarar greinar, skulu samþykktar í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 3. gr. reglugerðar (EB) 2099/2002, að teknu tilliti til:- viðmiðunarreglna sem Alþjóðasiglingamálastofnunin hefur samið,
- niðurstaðna tilrauna sem fram fóru skv. 10. gr. tilskipunar (ESB) 2016/802,
- áhrifa á umhverfið, þ.m.t. minnkun á losun sem hægt er að ná fram, og áhrifa á vistkerfi í lokuðum höfnum og ármynnum, og
- þess hvort unnt sé að koma við vöktun og sannprófun.
- Í stað tölunnar "3,5%" í 4. mgr. kemur: 3,50%.
8. gr.
Á eftir 14. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 14. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Gildistaka tiltekinna EES-gerða.
Eftirtaldar gerðir sem vísað er til í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XX. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/253 frá 16. febrúar 2015 um reglur varðandi sýnatöku og skýrslugjöf samkvæmt tilskipun ráðsins 1999/32/EB að því er varðar brennisteinsinnihald skipaeldsneytis, sem vísað er til í tölul. 21adb í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 321/2015 frá 11. desember 2015. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, 16. febrúar 2017, bls. 56-60.
9. gr.
Við 15. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/253 frá 16. febrúar 2015 um reglur varðandi sýnatöku og skýrslugjöf samkvæmt tilskipun ráðsins 1999/32/EB að því er varðar brennisteinsinnihald skipaeldsneytis.
10. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 11. gr. efnalaga nr. 61/2013 og v. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 29. nóvember 2023.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Stefán Guðmundsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.