Fara beint í efnið

Prentað þann 4. des. 2024

Breytingareglugerð

1357/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð um verndun fjármálagerninga og fjármuna viðskiptavina, skyldur við vöruþróun og um veitingu og móttöku þóknana, umboðslauna eða hvers konar ávinnings, nr. 976/2021.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi stafliður, svohljóðandi:

Sjálfbærniþættir: Umhverfis-, félags- og starfsmannatengd mál, virðing fyrir mannréttindum, mál sem varða baráttuna gegn spillingu og mútum.

2. gr.

Við 16. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Sjálfbærniþættir fjármálagernings skulu settir fram á gagnsæjan hátt og veita dreifingaraðilum viðeigandi upplýsingar svo þeir geti tekið tilhlýðilegt tillit til sjálfbærnitengdra markmiða viðskiptavina eða hugsanlegra viðskiptavina.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. reglugerðarinnar:

Á eftir orðunum "eða tegundir viðskiptavina sem hafa þarfir, eiginleika og markmið" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: þ.m.t. hvers kyns sjálfbærnitengd markmið.

Á eftir orðunum "sem fjármálagerningurinn samrýmist ekki" í 2. málsl. 1. mgr. kemur: nema þar sem fjármálagerningar taka tillit til sjálfbærniþátta.

Á eftir a-lið í 2. mgr. kemur nýr stafliður, svohljóðandi: hvort sjálfbærniþættir fjármálagernings eru í samræmi við markhópinn, þar sem við á.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. reglugerðarinnar:

Á eftir orðunum "hvort fjármálagerningurinn sé enn í samræmi við þarfir, eiginleika og markmið markhópsins" í 2. málsl. 2. mgr. kemur: þ.m.t. hvers kyns sjálfbærnitengd markmið.

Á eftir orðunum "sem fjármálagerningurinn samrýmist ekki" í 2. málsl. 2. mgr. kemur: nema þar sem fjármálagerningar taka tillit til sjálfbærniþátta.

Á eftir orðunum "eins og til er ætlast" í 1. málsl. 3. mgr. kemur: þ.m.t. með tilliti til hvers kyns sjálfbærnitengdra markmiða.

5. gr.

Við 33. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Jafnframt felur reglugerðin í sér innleiðingu á framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1269 um breytingu á framseldri tilskipun (ESB) 2017/593 að því er varðar samþættingu sjálfbærniþátta í afurðastýringarskyldur. Tilskipunin var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 249/2022.

6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er stoð í 22., 24., 35. og 36. gr. laga nr. 115/2021, um markaði fyrir fjármálagerninga, öðlast gildi 1. júní 2023.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 23. nóvember 2022.

F. h. r.

Guðmundur Kári Kárason.

Guðrún Inga Torfadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.