Prentað þann 10. apríl 2025
1353/2021
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna.
1. gr.
Í stað orðsins "Mannvirkjastofnun" í 3. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar og sama orðs hvarvetna annars staðar í reglugerðinni kemur í viðeigandi beygingarmynd: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
2. gr.
Á eftir orðinu "blikksmíðameistari" í 15. gr. reglugerðarinnar kemur: eða vera með sambærilega menntun.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 38. gr. a og 39. gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir, öðlast þegar gildi.
Félagsmálaráðuneytinu, 12. nóvember 2021.
Ásmundur Einar Daðason.
Gissur Pétursson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.