Prentað þann 21. des. 2024
1349/2020
Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 1155/2013, um styrki vegna hjálpartækja.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar:
- 1. málsl. orðast svo: Sjúkratryggingar Íslands greiða ekki styrki vegna hjálpartækja til þeirra sem dveljast á heilbrigðisstofnunum, öldrunarstofnunum eða sambærilegum stofnunum.
- 2. málsl. fellur brott.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjalinu ,,Hjálpartæki Sjúkratrygginga Íslands" með reglugerðinni:
- Í stað ,, 90% " í flokki 09 30 04 Bleiur kemur: 100%
- 1. mgr. í flokknum 0933 Hjálpartæki við snyrtingu og böðun verður svohljóðandi:
Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir hjálpartæki við snyrtingu og böðun fyrir þá sem hafa verulega skerta færni eða verulega skert jafnvægi. Skiptiborð eru greidd fyrir fjölfatlaða einstaklinga þar sem þörfin er ótvíræð. - 1. mgr. í flokknum 1203 Stafir/hækjur fellur brott.
- 1. mgr. í flokknum 1818 Stuðningsbúnaður fellur brott.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 26. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2021.
Heilbrigðisráðuneytinu, 17. desember 2020.
Svandís Svavarsdóttir.
Ásthildur Knútsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.