Prentað þann 21. nóv. 2024
1347/2021
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 676/2015 um menntun, þjálfun og atvinnuréttindi farmanna.
1. gr.
Við 3. gr. reglugerðarinnar bætast eftirfarandi skilgreiningar í viðeigandi stafrófsröð, svohljóðandi:
Gistiaðildarríki er aðildarríki þar sem farmenn sækjast eftir samþykki eða viðurkenningu á réttindaskírteinum, hæfnisskírteinum eða skriflegum sönnunargögnum.
IGF-kóði er alþjóðlegur öryggiskóði fyrir skip sem nota gas eða annað eldsneyti með lágu blossamarki, eins og skilgreint er í reglu II-1/2.29 í SOLAS 74.
Pólkóði (e. polar code) er alþjóðakóði fyrir skip sem starfrækt eru á heimskautahafsvæðum, eins og skilgreint er í reglu XIV/1.1 í SOLAS 74.
Heimskautahafsvæði (e. polar waters) er norðurheimskautahafsvæði og/eða Suðurskautslandið, eins og skilgreint er í reglum XIV/1.2-XIV/1.4 í SOLAS 74.
Í stað skilgreiningarinnar "Tilskipunin" kemur eftirfarandi:
Tilskipunin: tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/106/EB frá 19. nóvember 2008 um lágmarksþjálfun sjómanna (endurútgáfa), með áorðnum breytingum sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn.
2. gr.
12. tölul. 6. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Geyma skal frumrit allra skírteina, sem þessi reglugerð kveður á um, um borð í skipinu sem handhafi starfar á, á pappírsformi eða stafrænu formi. Óháð formi skírteinis skal unnt að sannreyna hvort þau séu ósvikin eða gild samkvæmt málsmeðferðinni sem mælt er fyrir um í b-lið 14. tölul. 6. gr. þessarar reglugerðar.
3. gr.
Á eftir 1. tölul. 9. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Hver sá skipstjóri og yfirmaður, sem er handhafi skírteinis til starfa á skipum sem sigla á heimskautahafsvæðum, skal sýna fram á það, eigi sjaldnar en á fimm ára fresti, að hann búi enn yfir fullnægjandi starfshæfni samkvæmt ákvæði A-I/11 í STCW-kóðanum.
4. gr.
Á eftir 9. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 9. gr. a., svohljóðandi:
Gagnkvæm viðurkenning á skírteinum farmanna sem aðildarríkin gefa út.
- Samgöngustofa skal taka á móti hæfnisskírteinum og skriflegum sönnunargögnum, sem annað EES-ríki gefur út eða sem gefin eru út með samþykki þess, á pappírsformi eða stafrænu formi, í þeim tilgangi að gera farmönnum kleift að starfa um borð í skipum sem sigla undir íslenskum fána.
- Samgöngustofa skal viðurkenna réttindaskírteini eða hæfnisskírteini, sem annað EES-ríki gefur út, til handa skipstjórum og yfirmönnum, í samræmi við tilskipunina, með því að árita þessi skírteini til að staðfesta viðurkenningu þeirra. Áritunin, sem staðfestir viðurkenninguna, skal takmarkast við stöður, starfssvið og réttinda- eða hæfnisstig sem þar er lýst. Áritunin skal aðeins gefin út ef allar kröfur STCW-samþykktarinnar hafa verið uppfylltar í samræmi við 7. mgr. reglu I/2 í STCW-samþykktinni. Eyðublaðið fyrir áritunina skal vera það sem er sett fram í 3. mgr. þáttar A-I/2 í STCW-kóðanum.
- Samgöngustofa skal samþykkja heilbrigðisvottorð, sem annað EES-ríki gefur út eða sem gefin eru út með samþykki þess, í þeim tilgangi að gera farmönnum kleift að starfa um borð í skipum sem sigla undir fána þess.
- Samgöngustofa skal sjá til þess að ákvarðanirnar, sem um getur í 1.-3. tölul., séu teknar innan hæfilegs frests.
- Samgöngustofa getur sett frekari takmarkanir á stöður, starfssvið og réttinda- eða hæfnisstig í tengslum við strandsiglingar, eins og um getur í 7. gr. tilskipunarinnar og reglugerð þessari eða önnur skírteini sem eru gefin út samkvæmt reglu VII/1 í I. viðauka, sbr. þó 2. tölul. þessarar greinar.
- Samgöngustofu er heimilt, ef nauðsyn krefur, að leyfa farmanni að starfa, að hámarki þrjá mánuði, um borð í skipi sem siglir undir íslenskum fána, enda hafi farmaðurinn viðeigandi gilt skírteini, útgefið og áritað í öðru EES-ríki jafnvel þó annað gistiaðildarríki hafi ekki enn áritað skírteinið, sbr. þó 2. tölul. Skriflegt sönnunargagn um að lögbærum yfirvöldum hafi verið send umsókn um áritun skal vera aðgengilegt.
- Samgöngustofa skal sjá til þess að farmenn, sem leggja fram skírteini til viðurkenningar á störfum á stjórnunarsviði, hafi fullnægjandi þekkingu á íslenskri siglingalöggjöf er lýtur að þeim störfum sem þeim er heimilt að gegna.
5. gr.
25. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Reglugerð þessi er til innleiðingar á eftirfarandi tilskipunum (ESB) með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:
- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/106/EB frá 19. nóvember 2008 um lágmarksþjálfun sjómanna (endurútgáfa), sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 64/2009 frá 29. maí 2009, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32 frá 17. júní 2010, bls. 242-270.
- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2012/35/ESB frá 21. nóvember 2012 um breytingu á tilskipun 2008/106/EB um lágmarksþjálfun sjómanna, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 62/2015 frá 20. mars 2015, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 23. apríl 2015, bls. 64-91.
- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1159 frá 20. júní 2019 um breytingu á tilskipun 2008/106/EB um lágmarksþjálfun sjómanna og um niðurfellingu á tilskipun 2005/45/EB um gagnkvæma viðurkenningu á skírteinum sjómanna sem aðildarríkin gefa út, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 176/2021 frá 11. júní 2021, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 49 frá 22. júlí 2021, bls. 152-163.
6. gr.
Í stað reglu V/2 í V. kafla "Sérstakar kröfur um þjálfun sem gerðar eru til farmanna sem starfa á tilteknum gerðum skipa" í I. viðauka reglugerðarinnar kemur ný regla V/2, svohljóðandi:
Regla V/2
Lögboðnar lágmarkskröfur vegna þjálfunar og menntunar og hæfi skipstjóra,
yfirmanna, undirmanna og annarra starfsmanna á farþegaskipum.
- Þessi regla gildir um skipstjóra, yfirmenn, undirmenn og aðra starfsmenn um borð í farþegaskipum í millilandasiglingum. Samgöngustofu er heimilt að víkja frá ákvæðum þessarar reglu gagnvart þeim sem starfa á farþegaskipum í innanlandssiglingum.
- Áður en þeim eru falin skyldustörf um borð skulu allir starfsmenn um borð í farþegaskipi, uppfylla kröfur 1. mgr. þáttar A-VI/1 í STCW-kóðanum.
- Skipstjórar, yfirmenn, undirmenn og aðrir starfsmenn um borð í farþegaskipum skulu ljúka þeirri þjálfun og kynningu, sem er krafist skv. 5.-9. mgr. hér á eftir, í samræmi við stöðu sína, skyldustörf og ábyrgð.
- Skipstjórar, yfirmenn, undirmenn og aðrir starfsmenn, sem krafist er að hljóti þjálfun í samræmi við 7. og 9. mgr. hér á eftir, skulu afla sér viðeigandi upprifjunarþjálfunar eigi sjaldnar en á fimm ára fresti eða færa sönnur á að þeir hafi tileinkað sér tilskilda hæfni á næstliðnum fimm árum.
- Starfsmenn um borð í farþegaskipum skulu ljúka við kynningu varðandi neyðarástand um borð í farþegaskipi, sem er viðeigandi fyrir stöðu þeirra, skyldustörf og ábyrgð, eins og tilgreint er í 1. mgr. þáttar A-V/2 í STCW-kóðanum.
- Starfsmenn, sem veita farþegum í farþegarými um borð í farþegaskipum beina þjónustu, skulu ljúka þjálfunarnámskeiði um öryggismál sem er tilgreint í 2. mgr. þáttar A-V/2 í STCW-kóðanum.
- Skipstjórar, yfirmenn og undirmenn, sem hafa menntun og hæfi í samræmi við II., III. og VII. kafla þessa viðauka, og aðrir starfsmenn sem hafa með höndum, samkvæmt neyðaráætlun (e. muster list), það verkefni að aðstoða farþega um borð í farþegaskipum í neyðartilvikum skulu ljúka þjálfun í hópstjórnun fólks um borð í farþegaskipi eins og tilgreint er í 3. mgr. þáttar A-V/2 í STCW-kóðanum.
- Skipstjórar, yfirvélstjórar, yfirstýrimenn, 2. vélstjórar og allir aðrir starfsmenn sem hafa með höndum, samkvæmt neyðaráætlun, ábyrgðarstörf vegna öryggis farþega í neyðartilvikum um borð í farþegaskipum skulu ljúka viðurkenndri þjálfun í neyðarstjórnun og mannlegri hegðun eins og tilgreint er í 4. mgr. þáttar A-V/2 í STCW-kóðanum.
- Skipstjórar, yfirstýrimenn, yfirvélstjórar, 2. vélstjórar og allir aðrir sem hafa með höndum bein ábyrgðarstörf vegna ferða farþega um borð og frá borði, lestunar, losunar eða frágangs á farmi eða lokunar opa á byrðingi ekjufarþegaskips skulu hafa lokið viðurkenndri þjálfun vegna öryggis farþega og farms og heilleika byrðings, eins og tilgreint er í 5. mgr. þáttar A-V/2 í STCW-kóðanum.
- Sjómannaskólar, í umboði Samgöngustofu, eða stofnunin sjálf, gefa út viðeigandi skírteini til þeirra sem sannanlega hafa lokið viðeigandi þjálfun, í samræmi við ákvæði 6.-9. mgr. þessarar reglu.
Eftir reglu V/2 í V. kafla "Sérstakar kröfur um þjálfun sem gerðar eru til farmanna sem starfa á tilteknum gerðum skipa" í I. viðauka reglugerðarinnar koma tvær nýjar reglur, V/3 og V/4 svohljóðandi:
Regla V/3
Lögboðnar lágmarkskröfur vegna þjálfunar, menntunar og hæfi skipstjóra,
yfirmanna, undirmanna og annarra starfsmanna á skipum sem falla undir IGF-kóðann.
- Þessi regla gildir um skipstjóra, yfirmenn, undirmenn og aðra starfsmenn um borð í skipum sem falla undir IGF-kóðann.
- Áður en farmönnum eru falin skyldustörf um borð í skipum, sem falla undir IGF-kóðann, skulu þeir hafa lokið þeirri þjálfun sem er krafist skv. 4.-9. mgr. hér á eftir í samræmi við stöðu sína, skyldustörf og ábyrgð.
- Allir farmenn sem starfa um borð í skipum, sem falla undir IGF-kóðann, skulu, áður en þeim eru falin skyldustörf um borð, hljóta viðeigandi kynningu á skipinu og búnaði þess, eins og tilgreint er í d-lið 1. mgr. 14. gr. tilskipunarinnar.
- Farmenn, sem bera ábyrgð á tilteknum öryggisstörfum varðandi meðhöndlun, notkun eða viðbúnað vegna eldsneytis um borð í skipum, sem falla undir IGF-kóðann, skulu vera handhafar skírteinis um grunnþjálfun til starfa á skipum sem falla undir IGF-kóðann.
- Hver umsækjandi um skírteini vegna grunnþjálfunar til starfa á skipum, sem falla undir IGF-kóðann, skal hafa lokið grunnþjálfun í samræmi við ákvæði í 1. mgr. þáttar A-V/3 í STCW-kóðanum.
- Farmenn sem bera ábyrgð á tilteknum öryggisstörfum varðandi meðhöndlun, notkun eða viðbúnað vegna eldsneytis um borð í skipum, sem falla undir IGF-kóðann, sem hafa menntun og hæfi og eru handhafar skírteinis í samræmi við 2. og 5. mgr. í reglu V/1-2 eða 4. og 5. mgr. í reglu V/1-2 um gasflutningaskip, skulu teljast hafa uppfyllt kröfurnar sem tilgreindar eru í 1. mgr. þáttar A-V/3 í STCW-kóðanum fyrir grunnþjálfun til starfa á skipum sem falla undir IGF-kóðann.
- Skipstjórar, vélstjórar og allir starfsmenn sem bera beina ábyrgð á meðhöndlun og notkun eldsneytis og eldsneytiskerfa í skipum, sem falla undir IGF-kóðann, skulu vera handhafar skírteinis fyrir framhaldsþjálfun til starfa á skipum sem falla undir IGF-kóðann.
-
Hver umsækjandi um skírteini fyrir framhaldsþjálfun til starfa á skipum, sem falla undir IGF-kóðann, skal, samhliða því að vera handhafi hæfnisskírteinisins sem lýst er í 4. mgr., hafa lokið:
8.1 viðurkenndri framhaldsþjálfun til starfa á skipum, sem falla undir IGF-kóðann, og fullnægja hæfniskröfunni sem er tilgreind í 2. mgr. þáttar A-V/3 í STCW-kóðanum og 8.2 a.m.k. einum mánuði af viðurkenndum siglingatíma, sem felur í sér a.m.k. þrjár eldsneytistökur um borð í skipum sem falla undir IGF-kóðann. Heimilt er að skipta tveimur af þessum þremur eldsneytistökum út fyrir viðurkennda hermiþjálfun í eldsneytistöku sem hluta af þeirri þjálfun sem um getur í lið 8.1 hér að framan. -
Skipstjórar, vélstjórar og aðrir starfsmenn sem bera beina ábyrgð á meðhöndlun og notkun eldsneytis um borð í skipum, sem falla undir IGF-kóðann, sem hafa menntun og hæfi og eru handhafar skírteina í samræmi við hæfniskröfurnar, sem tilgreindar eru í 2. mgr. þáttar A-V/1-2 í STCW-kóðanum, til starfa á gasflutningaskipum, skulu teljast hafa uppfyllt kröfurnar sem tilgreindar eru í 2. mgr. þáttar A-V/3 í STCW-kóðanum um framhaldsþjálfun um borð í skipum sem falla undir IGF-kóðann, að því tilskildu að þeir hafi einnig:
9.1 uppfyllt kröfurnar í 6. mgr., 9.2 uppfyllt kröfurnar um eldsneytistöku í lið 8.2 eða hafa þrisvar sinnum tekið þátt í vinnu við farm um borð í gasflutningaskipinu og 9.3 lokið þriggja mánaða siglingatíma á næstliðnum fimm árum um borð: 9.3.1 í skipum sem falla undir IGF-kóðann, 9.3.2 í tankskipum sem flytja eldsneyti, sem falla undir IGF-kóðann, eða 9.3.3 í skipum sem nota gas eða eldsneyti með lágu blossamarki sem eldsneyti. - Samgöngustofa eða aðilar sem stofnunin felur það skulu gefa út hæfnisskírteini fyrir farmenn, sem hafa menntun og hæfi í samræmi við 4. eða 7. mgr., eins og við á.
- Þeir farmenn sem eru handhafar hæfnisskírteinis, í samræmi við 4. eða 7. mgr. hér að framan, skulu afla sér viðeigandi upprifjunarþjálfunar eigi sjaldnar en á fimm ára fresti eða færa sönnur á að þeir hafi tileinkað sér tilskilda hæfni á næstliðnum fimm árum.
Regla V/4
Lögboðnar lágmarkskröfur vegna þjálfunar og menntunar og hæfi skipstjóra
og yfirmanna á þilfari um borð í skipum sem sigla á heimskautahafsvæðum.
- Skipstjórar, yfirstýrimenn og yfirmenn, sem bera ábyrgð á siglingavakt um borð í skipum sem sigla á heimskautahafsvæðum, skulu vera handhafar skírteinis fyrir grunnþjálfun um borð í skipum sem sigla á heimskautahafsvæðum, eins og krafist er samkvæmt pólkóðanum.
- Hver umsækjandi um skírteini fyrir grunnþjálfun um borð í skipum sem sigla á heimskautahafsvæðum skal hafa lokið viðurkenndri grunnþjálfun um borð í skipum sem sigla á heimskautahafsvæðum og uppfylla hæfniskröfuna sem tilgreind er í 1. mgr. þáttar A-V/4 í STCW-kóðanum.
- Skipstjórar og yfirstýrimenn um borð í skipum sem sigla á heimskautahafsvæðum skulu vera handhafar skírteinis fyrir framhaldsþjálfun um borð í skipum sem sigla á heimskautahafsvæðum, eins og krafist er samkvæmt pólkóðanum.
-
Hver umsækjandi um skírteini fyrir framhaldsþjálfun um borð í skipum sem sigla á heimskautahafsvæðum skal:
4.1 uppfylla kröfurnar um útgáfu skírteinis fyrir grunnþjálfun um borð í skipum sem sigla á heimskautahafsvæðum, 4.2 hafa a.m.k. tveggja mánaða viðurkenndan siglingatíma á þilfari, á stjórnunarsviði eða við vaktstöðuskyldu á rekstrarsviði, á heimskautahafsvæðum eða hafa annan sambærilegan, viðurkenndan siglingatíma og 4.3 hafa lokið viðurkenndri framhaldsþjálfun um borð í skipum sem sigla á heimskautahafsvæðum og uppfylla hæfniskröfuna sem er tilgreind í 2. mgr. þáttar A-V/4 í STCW-kóðanum. - Samgöngustofa eða aðilar sem stofnunin felur það skulu gefa út hæfnisskírteini fyrir farmenn sem hafa menntun og hæfi í samræmi við 2. eða 4. mgr., eins og við á.
-
Til og með 1. júlí 2020 skulu farmenn, sem hófu að safna viðurkenndum siglingatíma á heimskautahafsvæðum fyrir 1. júlí 2018, geta sýnt fram á að þeir uppfylli kröfurnar skv. 2. mgr. með því að:
6.1 hafa lokið viðurkenndum siglingatíma um borð í skipi sem siglir á heimskautahafsvæðum eða sambærilegum viðurkenndum siglingatíma á þilfari, á stjórnunarsviði eða rekstrarsviði, í a.m.k. þrjá mánuði samanlagt á næstliðnum fimm árum eða 6.2 hafa lokið, með fullnægjandi árangri, þjálfunarnámskeiði sem er skipulagt í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um þjálfun um borð í skipum sem sigla á heimskautahafsvæðum. -
Til og með 1. júlí 2020 skulu farmenn, sem hófu að safna viðurkenndum siglingatíma á heimskautahafsvæðum fyrir 1. júlí 2018, geta sýnt fram á að þeir uppfylli kröfurnar skv. 4. mgr. með því að:
7.1 hafa lokið viðurkenndum siglingatíma um borð í skipi sem siglir á heimskautahafsvæðum eða sambærilegum viðurkenndum siglingatíma á þilfari, á stjórnunarsviði eða rekstrarsviði, í a.m.k. þrjá mánuði samanlagt á næstliðnum fimm árum eða 7.2 hafa lokið, með fullnægjandi árangri, þjálfunarnámskeiði, í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um þjálfun um borð í skipum sem sigla á heimskautahafsvæðum og hafa lokið viðurkenndum siglingatíma um borð í skipi sem siglir á heimskautahafsvæði eða sambærilegum viðurkenndum siglingatíma við störf á þilfari á stjórnunarsviði í a.m.k. tvo mánuði samanlagt á næstliðnum fimm árum.
7. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 17. gr. laga nr. 76/2001, um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi. Reglugerðin er sett til innleiðingar á ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1159 um breytingu á tilskipun 2008/106/EB um lágmarksþjálfun sjómanna og um niðurfellingu á tilskipun 2005/45/EB um gagnkvæma viðurkenningu á skírteinum sjómanna sem aðildarríkin gefa út. Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 176/2021, frá 11. júní 2021.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 16. nóvember 2021.
F. h. r.
Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Eggert Ólafsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.