Prentað þann 23. des. 2024
1345/2021
Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1140/2019 um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda þeirra innanlands.
1. gr.
Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar koma tveir nýir málsliðir, sem orðast svo:
12 mánaða tímabilið hefst við fyrstu greiddu ferð sem samþykkt hefur verið af Sjúkratryggingum Íslands. Þegar að 12 mánaða tímabili eftir fyrstu greiddu ferð lýkur, markar fyrsta ferð sem samþykkt er eftir það upphaf nýs 12 mánaða tímabils.
2. gr.
Á eftir 1. málsl. 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur nýr málsliður, svohljóðandi:
Sjúkratryggingar Íslands taka einnig þátt í ferðakostnaði vegna ítrekaðra ferða, samkvæmt sömu skilyrðum og tilgreind eru í 1. mgr., þegar um er að ræða fyrirbyggjandi meðferð sem ætlað er að koma í veg fyrir illkynja sjúkdóma, hjá einstaklingum sem hafa verulegar auknar líkur á slíkum sjúkdómum vegna erfðaþátta.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. og 2. mgr. 30. gr. og 55. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2022.
Heilbrigðisráðuneytinu, 12. nóvember 2021.
Svandís Svavarsdóttir.
Guðlaug Einarsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.