Prentað þann 5. apríl 2025
1343/2020
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 507/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1793 um tímabundna aukningu á opinberu eftirliti og neyðarráðstafanir sem gilda um komu tiltekinna vara frá tilteknum þriðju löndum.
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 3. tölul., svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1540 frá 22. október 2020 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1793 að því er varðar sesamfræ sem er upprunnið á Indlandi.
2. gr.
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1540 sem nefnd er í 1. gr. er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 93/1995, um matvæli, lögum nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, öll með síðari breytingum.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 22. desember 2020.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Kolbeinn Árnason.
Iðunn Guðjónsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.