Fara beint í efnið

Prentað þann 15. jan. 2025

Stofnreglugerð

1323/2019

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009 um að koma á fót Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði.

1. gr. Gildistaka reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009.

Eftirfarandi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB), sem vísað er til í 47. lið í IV. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017, frá 5. maí 2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af IV. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009, frá 13. júlí 2009, um að koma á fót Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði.

Reglugerðin skal gilda með þeirri aðlögun sem fram kemur í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017 og þeim fyrirvara sem fram kemur í 3. gr.

2. gr. Tilvísun.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017 frá 5. maí 2017 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 11 frá 7. febrúar 2019, bls. 53, og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 31 frá 18. maí 2017, bls. 555.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009 er birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

3. gr. Fyrirvari.

Þar sem íslenska raforkukerfið er ekki tengt raforkukerfi annars lands, með grunnvirkjum yfir landamæri, koma ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009 sem varða raforkutengingar milli landa ekki til framkvæmda á Íslandi á meðan slíkri tengingu hefur ekki verið komið á.

Grunnvirki sem gera mögulegt að flytja raforku milli Íslands og orkumarkaðar ESB verða ekki reist nema að undangengnu samþykki Alþingis og endurskoðun á stjórnskipulegum lagagrundvelli reglugerðarinnar.

4. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 45. gr. raforkulaga nr. 65/2003, með síðari breytingum. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 16. desember 2019.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Ingvi Már Pálsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.