Prentað þann 24. nóv. 2024
1308/2023
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 530/2020, um verndun starfsmanna á vinnustöðum gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna sem geta valdið krabbameini eða stökkbreytingu í kímfrumum.
1. gr.
1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Reglugerð þessi gildir um hvers konar starfsemi sem lög nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, gilda um þar sem starfsmenn verða fyrir eða eiga á hættu að verða fyrir mengun frá efni sem getur valdið krabbameini, stökkbreytingu eða eiturhrifum á æxlun, sbr. þó strangari ákvæði í sérlögum og sérreglum um einstök efni sem geta valdið krabbameini, stökkbreytingu eða eiturhrifum á æxlun.
2. gr.
2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Markmið reglugerðar þessarar er að koma í veg fyrir heilsutjón starfsmanna sem vinna með efni, sem geta valdið krabbameini, stökkbreytingu eða eiturhrifum á æxlun, eða verða fyrir mengun frá slíkum efnum.
3. gr.
3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
- Efni sem getur valdið eiturhrifum á æxlun: Sérhvert efni eða efnablanda sem uppfyllir viðmið samkvæmt flokki 1A eða 1B yfir efni sem geta valdið eiturhrifum á æxlun í I. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1272/2008, sbr. a-lið 1. gr. reglugerðar nr. 415/2014, um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablanda.
- Efni sem getur valdið eiturhrifum á æxlun án viðmiðunarmarka: Sérhvert efni eða efnablanda sem getur valdið eiturhrifum á æxlun sem hefur engin örugg mengunarmörk að því er varðar heilsu starfsmanna og er tilgreint sem slíkt í dálknum með táknun í mengunarmarkaskrá I. viðauka reglugerðar nr. 390/2009, um mengunarmörk og aðgerðir til að draga úr mengun á vinnustöðum.
- Efni sem getur valdið eiturhrifum á æxlun með viðmiðunarmörkum: Sérhvert efni eða efnablanda sem getur valdið eiturhrifum á æxlun þar sem til eru örugg mengunarmörk þar sem undir þeim mörkum er engin hætta sem ógnað getur heilsu starfsmanna og er tilgreint sem slíkt í dálknum með táknun í mengunarmarkaskrá I. viðauka reglugerðar nr. 390/2009, um mengunarmörk og aðgerðir til að draga úr mengun á vinnustöðum.
-
Efni sem getur valdið krabbameini:
- Sérhvert efni eða efnablanda er uppfyllir viðmið samkvæmt flokki 1A eða 1B yfir efni sem geta valdið krabbameini, í I. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1272/2008, sbr. a-lið 1. gr. reglugerðar nr. 415/2014, um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna.
- Sérhvert efni, efnablanda eða vinnsluferli sem vísað er til í I. viðauka reglugerðar þessarar sem og efni eða efnablanda sem verður til í vinnsluferli sem vísað er til í I. viðauka reglugerðar þessarar.
- Efni sem getur valdið stökkbreytingu: Sérhvert efni eða efnablanda sem getur valdið stökkbreytingu í kímfrumum og uppfyllir viðmið samkvæmt flokki 1A og 1B yfir kímfrumustökkbreytivalda í I. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1272/2008, sbr. a-lið 1. gr. reglugerðar nr. 415/2014, um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna.
- Heilsufarsskoðun: Mat á heilbrigðisástandi einstaka starfsmanns í tengslum við áhrif af efnum á vinnustað sem geta valdið krabbameini, stökkbreytingu eða eiturhrifum á æxlun.
- Líffræðileg viðmiðunarmörk: Mörk styrks tiltekins efnis í viðeigandi líffræðilegu umhverfi, umbrotsefni þess eða vísbendingar um áhrif.
- Mengunarmörk: Hæsta leyfilega meðaltalsmengun (tímavegið meðaltal) efnis sem getur valdið krabbameini, stökkbreytingu eða eiturhrifum á æxlun í andrúmslofti starfsmanna á tilgreindu viðmiðunartímabili.
4. gr.
Í stað orðanna "eða stökkbreytingu" í 1., 3. og 4. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur: , stökkbreytingu eða eiturhrifum á æxlun.
5. gr.
Í stað orðanna ,"eða stökkbreytingu" í 3. mgr., a-, b-, d-, f-, g-, h- og k-lið 3. mgr. og 6. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur: , stökkbreytingu eða eiturhrifum á æxlun.
6. gr.
Í stað orðanna "eða stökkbreytingu" í b-, c- og d-lið 1. mgr. og 2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar kemur: , stökkbreytingu eða eiturhrifum á æxlun.
7. gr.
Í stað orðanna "eða stökkbreytingu" í 1., 2., 3. og 4. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar kemur: , stökkbreytingu eða eiturhrifum á æxlun.
8. gr.
Í stað orðanna "eða stökkbreytingu" í 1. og 2. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar kemur: , stökkbreytingu eða eiturhrifum á æxlun.
9. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðanna "eða stökkbreytingu" í 2. mgr. kemur: , stökkbreytingu eða eiturhrifum á æxlun.
- Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Þjálfun skv. 1. mgr. skal veitt reglulega öllum starfsmönnum í heilbrigðisþjónustu þar sem hætta er á mengun frá efni sem getur valdið krabbameini, stökkbreytingu eða eiturhrifum á æxlun, einkum þar sem ný, hættuleg lyf sem innihalda þessi efni eru notuð.
10. gr.
Í stað orðanna "eða stökkbreytingu" í tvígang í 1. mgr. og í 2. og 3. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar kemur: , stökkbreytingu eða eiturhrifum á æxlun.
11.gr.
Í stað orðanna "eða stökkbreytingu" í 1. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar kemur: , stökkbreytingu eða eiturhrifum á æxlun.
12. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðanna "eða stökkbreytingu" í 1., 2., 3., 6. og 7. mgr. kemur: , stökkbreytingu eða eiturhrifum á æxlun.
- Í stað orðsins "læknisskoðun" í 1., 2. og 3. mgr. kemur: heilsufarsskoðun.
- Á eftir orðunum "eða stökkbreytingu" í 4. mgr. kemur: en 5 ár eftir að starfsmaður lætur af störfum með efni sem getur valdið eiturhrifum á æxlun.
- Við 5. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Líffræðileg vöktun og tengdar kröfur geta verið hluti heilsuverndar starfsmanna.
- Við bætist ný 7. mgr., svohljóðandi: Ef líffræðileg viðmiðunarmörk hafa verið sett í I. viðauka reglugerðar nr. 553/2004, um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna á vinnustöðum, skal heilsufarsskoðun vera skyldubundin vegna vinnu með efni sem geta valdið krabbameini, stökkbreytingu eða eiturhrifum á æxlun, í samræmi við þær aðferðir sem mælt er fyrir um í I. viðauka reglugerðar nr. 553/2004, um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna á vinnustöðum. Upplýsa skal starfsmenn um þessa skyldu áður en þeim er falið verkefni sem hefur í för með sér hættu á mengun frá efni sem getur valdið krabbameini, stökkbreytingu eða eiturhrifum á æxlun.
- 8. mgr., sem verður 9. mgr., orðast svo: Atvinnurekandi skal tilkynna Vinnueftirliti ríkisins um öll sjúkdómstilfelli, dauðsföll og skaðleg áhrif á kynstarfsemi og frjósemi hjá fullorðnum starfsmönnum eða eiturhrif á þroskun hjá afkvæmum þeirra sem álitin eru afleiðing vegna mengunar af efni á vinnustað sem getur valdið krabbameini, stökkbreytingu eða eiturhrifum á æxlun.
13. gr.
Heiti reglugerðarinnar verður: Reglugerð um verndun starfsmanna á vinnustöðum gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna sem geta valdið krabbameini, stökkbreytingu eða eiturhrifum á æxlun.
14. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 38. gr. og 3. mgr. 51. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2022/431 frá 9. mars 2022 um breytingu á tilskipun 2004/37/EB um verndun starfsmanna gegn áhættu vegna áhrifa af krabbameinsvöldum eða stökkbreytivöldum á vinnustað, sem vísað er til í XVIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2023, öðlast þegar gildi.
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 29. nóvember 2023.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Bjarnheiður Gautadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.