Prentað þann 5. des. 2024
1306/2017
Reglugerð um breytingu á reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna nr. 348/2004.
1. gr.
8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Póst- og fjarskiptastofnun úthlutar leyfishöfum kallmerki sem nota skal í öllum viðskiptum. Íslensk kallmerki hefjast á bókstöfunum TF en á eftir fylgir tölustafur og síðan einn til þrír bókstafir. Póst- og fjarskiptastofnun getur úthlutað sérstöku kallmerki vegna reksturs sameiginlegrar stöðvar jafnvel þó að þeir sem að slíkum rekstri standa hafi sitt eigið kallmerki.
Lærlingar hjá leyfishafa skulu nota kallmerki hans að viðbættu skástriki og bókstafnum Q og til viðbótar tölustaf sem gefur til kynna röð lærlingsins hjá viðkomandi leyfishafa.
Leyfishafar sem nota far- eða burðarstöðvar skulu bæta aftan við kallmerki sitt skástriki og bókstafnum M eða P eftir því hvort um far- eða burðarstöð er að ræða.
Radíóáhugamenn með erlend réttindi sem starfrækja búnað sinn hér á landi í samræmi við 2. mgr. 9. gr. skulu skeyta bókstöfunum TF ásamt skástriki framan við kallmerki sem þeim hefur verið úthlutað í heimalandi sínu. Aðrir radíóáhugamenn með erlend réttindi sem fá tímabundið leyfi hér á landi skulu skeyta skástriki og bókstöfunum TF aftan við kallmerki sem þeim hefur verið úthlutað í heimalandi sínu.
Leyfishafar skulu auðkenna sendingar með kallmerki sínu hvort sem um Morse eða tal er að ræða. Kallmerkið skal gefa upp sem fyrst eftir byrjun sendingar og alltaf í lok hennar.
2. gr.
Við reglugerðina bætist viðauki sem birtur er með reglugerð þessari.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 68. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 og öðlast gildi nú þegar.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 22. desember 2017.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
VIÐAUKI (sjá PDF-skjal)
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.