Fara beint í efnið

Prentað þann 14. nóv. 2024

Breytingareglugerð

1305/2023

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja.

1. gr.

Við 2. mgr. 50. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:

Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1717 frá 9. júlí 2021 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/45/ESB að því er varðar uppfærslu tiltekinna tilvísana í ökutækjaflokka og viðbót eCall-kerfis við skrána yfir prófunaratriði, prófunaraðferðir, ástæður fyrir bilun og mat á annmörkum í I. og III. viðauka við þá tilskipun, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 112/2023 frá 28. apríl 2023, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 40, frá 25. maí 2023, bls. 342-345.

2. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 74. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, öðlast þegar gildi.

Innviðaráðuneytinu, 29. nóvember 2023.

F. h. r.

Valgerður B. Eggertsdóttir.

Gauti Daðason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.