Prentað þann 27. des. 2024
Breytingareglugerð
1295/2022
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara.
1. gr.
Við 6. gr. reglugerðarinnar bætast 2 nýir töluliðir, svohljóðandi:
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1042 frá 23. júlí 2018 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 að því er varðar tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferðir er varða stuðningsáætlanir, sálrænt mat á flugáhöfn, sem og kerfisbundna og handahófskennda skimun fyrir geðvirkum efnum til að tryggja heilbrigði flugliða og öryggis- og þjónustuliða og að því er varðar uppsetningu á landslagsgreiningarkerfi í nýlega framleiddar flugvélar, knúnar hverfihreyflum með 5.700 kg skráðan hámarksflugtaksmassa eða minna og sem samþykktar hafa verið til að bera sex til níu farþega, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 25/2020 frá 7. febrúar 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjónartíðindi Evrópusambandsins nr. 16 frá 12. mars 2020, bls. 442-447.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/745 frá 4. júní 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) 2018/1042 að því er varðar frestun á framkvæmd tiltekinna ráðstafana í tengslum við COVID-19 heimsfaraldurinn, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 223/2020 frá 11. desember 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjónartíðindi Evrópusambandsins nr. 7 frá 28. janúar 2021, bls. 696-697.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 102. gr., a-lið 115. gr. og 7. mgr. 254. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022 og öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 29. nóvember 2022.
F. h. r.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.