Fara beint í efnið

Prentað þann 1. des. 2021

Stofnreglugerð

1286/2018

Reglugerð um staðlaðar upplýsingar vegna sölu pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar.

1. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um upplýsingar sem veita skal ferðamönnum áður en gerðir eru samningar sem falla undir lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.

2. gr. Staðlaðar upplýsingar vegna pakkaferða þegar hægt er að nota tengla.

Áður en samningur um pakkaferð er gerður, þar sem hægt er að nota tengla, skal seljandi veita ferðamanni staðlaðar upplýsingar sem birtar eru í A-hluta viðauka I við reglugerð þessa.

3. gr. Staðlaðar upplýsingar vegna pakkaferða í öðrum tilvikum en falla undir 1. gr.

Áður en samningur um pakkaferð er gerður, sem fellur ekki undir ákvæði 1. gr., skal seljandi veita ferðamanni staðlaðar upplýsingar sem birtar eru í B-hluta viðauka I við reglugerð þessa.

4. gr. Staðlaðar upplýsingar vegna pakkaferða þegar skipuleggjandi sendir gögn til annars seljanda.

Áður en samningur um pakkaferð skv. 5. tölul. b-liðar 2. tölul. 4. gr. laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018, er gerður, skulu báðir eða allir seljendur veita ferðamanni staðlaðar upplýsingar sem birtar eru í C-hluta viðauka I við reglugerð þessa.

5. gr. Staðlaðar upplýsingar þegar seljandi hefur milligöngu á netinu um samtengda ferðatilhögun skv. a-lið 5. tölul. 4. gr. og er flutningsaðili sem selur farmiða fram og til baka.

Áður en samningur um samtengda ferðatilhögun skv. a-lið 5. tölul. 4. gr. er gerður á netinu skal seljandi, sem einnig er flutningsaðili og selur farmiða fram og til baka sem hluta af samtengdri ferðatilhögun, veita ferðamanni staðlaðar upplýsingar í samræmi við 23. gr. og sem birtar eru í A-hluta viðauka II við reglugerð þessa.

6. gr. Staðlaðar upplýsingar þegar seljandi sem hefur milligöngu á netinu um samtengda ferðatilhögun skv. a-lið 5. tölul. 4. gr. er ekki flutningsaðili.

Áður en samningur um samtengda ferðatilhögun skv. a-lið 5. tölul. 4. gr. er gerður á netinu skal seljandi, sem ekki er flutningsaðili sem selur farmiða fram og til baka sem hluta af samtengdri ferðatilhögun, veita ferðamanni staðlaðar upplýsingar í samræmi við 23. gr. og sem birtar eru í B-hluta viðauka II við reglugerð þessa.

7. gr. Staðlaðar upplýsingar þegar seljandi sem hefur milligöngu um samtengda ferðatilhögun skv. a-lið 5. tölul. 4. gr. er ekki flutningsaðili og samningur við ferðamann er gerður að báðum viðstöddum.

Áður en samningur um samtengda ferðatilhögun skv. a-lið 5. tölul. 4. gr. er gerður að viðstöddum seljanda og ferðamanni skal seljandi, sem ekki er flutningsaðili sem selur farmiða fram og til baka sem hluta af samtengdri ferðatilhögun, veita ferðamanni staðlaðar upplýsingar í samræmi við 23. gr. og sem birtar eru í C-hluta viðauka II við reglugerð þessa.

8. gr. Staðlaðar upplýsingar þegar seljandi hefur milligöngu á netinu um samtengda ferðatilhögun skv. b-lið 5. tölul. 4. gr. og er flutningsaðili sem selur farmiða fram og til baka.

Áður en samningur um samtengda ferðatilhögun skv. b-lið 5. tölul. 4. gr. er gerður á netinu skal seljandi, sem einnig er flutningsaðili og selur farmiða fram og til baka sem hluta af samtengdri ferðatilhögun, veita ferðamanni staðlaðar upplýsingar í samræmi við 23. gr. og sem birtar eru í D-hluta viðauka II við reglugerð þessa.

9. gr. Staðlaðar upplýsingar þegar seljandi sem hefur milligöngu á netinu um samtengda ferðatilhögun skv. b-lið 5. tölul. 4. gr. er ekki flutningsaðili.

Áður en samningur um samtengda ferðatilhögun skv. b-lið 5. tölul. 4. gr. er gerður á netinu skal seljandi, sem ekki er flutningsaðili sem selur farmiða fram og til baka sem hluta af samtengdri ferðatilhögun, veita ferðamanni staðlaðar upplýsingar í samræmi við 23. gr. og sem birtar eru í E-hluta viðauka II við reglugerð þessa.

10. gr. Eftirlit.

Neytendastofa hefur eftirlit með ákvæðum þessarar reglugerðar. Um eftirlit og ákvarðanir Neytendastofu fer samkvæmt ákvæðum IX. kafla laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.

11. gr. Innleiðing á tilskipun.

Með reglugerð þessari eru innleidd í íslenskan rétt ákvæði I. og II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2302 frá 25. nóvember 2015 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004 og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/83/ESB og niðurfellingu á tilskipun ráðsins 90/314/EBE, eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2017 frá 22. september 2017 um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn.

12. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 30. gr. laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018, og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 21. desember 2018.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Sigrún Brynja Einarsdóttir.

Heimir Skarphéðinsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.