Fara beint í efnið

Prentað þann 21. des. 2024

Breytingareglugerð

1280/2021

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1205/2021 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 um aukefni í fóðri.

1. gr.

Við 3. gr. reglugerðarinnar bætast 35 töluliðir, 577.-611. tölul., svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1755 frá 24. nóvember 2020 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus coagulans DSM 32016 sem fóðuraukefni fyrir mjólkurgrísi og grísi af svínaætt sem hafa verið vandir undan, alifugla til eldis og skrautfugla (leyfishafi er Biochem Zusatzstoffe Handels- und Produktionsges. mbH). Reglugerðin var felld inn í EES‑samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 1.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1760 frá 25. nóvember 2020 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus subtilis DSM 25841 sem fóðuraukefni fyrir allar tegundir svína, þar með taldar gyltur aðrar en mjólkandi gyltur, í því skyni að hafa jákvæð áhrif á mjólkurgrísi (leyfishafi er Chr. Hansen A/S). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 4.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1761 frá 25. nóvember 2020 um leyfi fyrir L-systeínhýdróklóríðmónóhýdrati, sem er framleitt með gerjun með Escherichia coli KCCM 80109 og KCCM 80197, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 8.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1762 frá 25. nóvember 2020 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus subtilis DSM 32324, Bacillus subtilis DSM 32325 og Bacillus amyloliquefaciens DSM 25840 sem fóðuraukefni fyrir allar tegundir alifugla til eldis eða sem eru aldir til varps eða aldir til undaneldis (leyfishafi er Chr. Hansen A/S). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 12.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1764 frá 25. nóvember 2020 um leyfi fyrir dínatríum-5"-inósínati, sem er framleitt með gerjun með Corynebacterium stationis KCCM 80161, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 15.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1795 frá 30. nóvember 2020 um leyfi fyrir járnklósambandi af lýsíni og glútamínsýru sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 18.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1796 frá 30. nóvember 2020 um leyfi fyrir L-glútamíni, sem er framleitt með Corynebacterium glutamicum NITE BP-02524, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 22.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1797 frá 30. nóvember 2020 um leyfi fyrir L-valíni, sem er framleitt með Escherichia coli KCCM 80159, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 27.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1798 frá 30. nóvember 2020 um leyfi fyrir L-lýsínmónóhýdróklóríði, sem er framleitt með Corynebacterium glutamicum DSM 32932, og L-lýsínsúlfati, sem er framleitt með Corynebacterium glutamicum KFCC 11043, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 30.
  10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1799 frá 30. nóvember 2020 um leyfi fyrir blöndu með 6-fýtasa, sem er framleiddur með Komagataella phaffii CGMCC 12056, sem fóðuraukefni fyrir varphænur og aðra varpfugla (leyfishafi er Andrés Pintaluba S.A.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 34.
  11. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1800 frá 30. nóvember 2020 um leyfi fyrir mónónatríumglútamati, sem er framleitt með gerjun með Corynebacterium glutamicum KCCM 80188, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 37.
  12. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2116 frá 16. desember 2020 um endurnýjun á leyfi fyrir L-histidínmónóhýdróklóríði, einvötnuðu, sem er framleitt með Escherichia coli ATCC 9637, sem fóðuraukefni fyrir laxfiska og rýmkun á notkun þess svo hún nái til annarra fiska og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 244/2007. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 191/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 40.
  13. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2117 frá 16. desember 2020 um endurnýjun á leyfi fyrir selenmeþíóníni, sem er framleitt með Saccharomyces cerevisiae CNCM I-3399, með nýja heitinu "selenauðgaður gersveppur Saccharomyces cerevisiae CNCM I-3399", sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 900/2009. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 191/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 44.
  14. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2118 frá 16. desember 2020 um endurnýjun á leyfi fyrir Pediococcus pentosaceus DSM 16244 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um niðurfellingu á reglugerð (ESB) nr. 514/2010. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 48.
  15. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2119 frá 16. desember 2020 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með sítrónusýru, sorbínsýru, þýmóli og vanillíni sem fóðuraukefni fyrir allar tegundir svína (eftir fráfærur), eldiskjúklinga, kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur, allar aukafuglategundir til eldis og sem eru aldar til varps og um niðurfellingu á reglugerðum (ESB) nr. 117/2010 og (ESB) nr. 849/2012 (leyfishafi er Veagro SpA). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 191/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 51.
  16. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2120 frá 16. desember 2020 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/1964 að því er varðar leyfi fyrir blöndu með montmórillónítillíti sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 191/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 55.
  17. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2121 frá 16. desember 2020 um leyfi fyrir blöndu með 6-fýtasa, sem er framleiddur með Komagataella phaffi DSM 32854, sem fóðuraukefni fyrir allar tegundir alifugla, skrautfugla, spenagrísi, eldissvín, gyltu og aukategundir svína til eldis eða undaneldis (leyfishafi er Huvepharma EOOD). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 191/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 61.
  18. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/329 frá 24. febrúar 2021 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa og endó-1,3(4)-betaglúkanasa fyrir eldiskjúklinga (leyfishafi er AVEVE NV) og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1091/2009. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 192/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 65.
  19. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/330 frá 24. febrúar 2021 um leyfi fyrir blöndu með 3-fýtasa, sem er framleiddur með Komagataella phaffii CECT 13094, sem fóðuraukefni fyrir eldissvín, aukategundir svína, eldiskalkúna og kalkúna sem eru aldir til undaneldis (leyfishafi er Fertinagro Biotech S.L.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 192/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 70.
  20. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/343 frá 25. febrúar 2021 um leyfi fyrir blöndu með Lactobacillus buchneri DSM 29026 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 192/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 74.
  21. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/344 frá 25. febrúar 2021 um leyfi fyrir sorbítanmónólárati sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 192/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 77.
  22. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/346 frá 25. febrúar 2021 um leyfi fyrir blöndu með Lactobacillus parafarraginis DSM 32962 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 192/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 80.
  23. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/363 frá 26. febrúar 2021 um leyfi fyrir blöndu með fúmónísínesterasa, sem er framleiddur með Komagataella phaffii DSM 32159, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 192/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 83.
  24. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/367 frá 1. mars 2021 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með Saccharomyces cerevisiae CNCM I-4407 sem fóðuraukefni fyrir kálfa til eldis og um niðurfellingu á reglugerð (ESB) nr. 883/2010 (leyfishafi er S.I. Lesaffre). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 192/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 86.
  25. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/412 frá 8. mars 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/962 að því er varðar endurskoðun á tímabundinni niðurfellingu leyfis fyrir etoxýkíni sem fóðuraukefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 193/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, frá 2. september 2021, bls. 89.
  26. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/420 frá 9. mars 2021 um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/1097 um leyfi fyrir lútínauðugum útdrætti og lútín-/seaxantínútdrætti úr Tagetes erecta sem fóðuraukefni fyrir alifugla (að undanskildum kalkúnum) til eldis og til varps og fyrir aukategundir alifugla til eldis og varps. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 193/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 60, frá 16. september 2021, bls. 21.
  27. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/421 frá 9. mars 2021 um leyfi fyrir tinktúru úr Artemisia vulgaris L. (búrótartinktúru) sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 193/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 60, frá 16. september 2021, bls. 26.
  28. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/422 frá 9. mars 2021 um leyfi fyrir blöndu með Enterococcus faecium DSM 7134 sem fóðuraukefni fyrir varphænur (leyfishafi er Lactosan GmbH & Co KG). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 193/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 60, frá 16. september 2021, bls. 30.
  29. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/426 frá 10. mars 2021 um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1263/2011 að því er varðar leyfi fyrir Lactococcus lactis (NCIMB 30160) sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 193/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 60, frá 16. september 2021, bls. 33.
  30. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/485 frá 22. mars 2021 um leyfi fyrir fóðuraukefnum engiferilmkjarnaolíu úr Zingiber officinale, Roscoe fyrir allar dýrategundir, engiferóleóresíni úr Zingiber officinale Roscoe fyrir eldiskjúklinga, varphænur, eldiskalkúna, smágrísi, eldissvín, gyltur, mjólkurkýr, eldiskálfa (staðgöngumjólk), eldisnautgripi, sauðfé, geitur, hesta, kanínur, fiska og gæludýr og engifertinktúru úr Zingiber officinale Roscoe fyrir hesta og hunda. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 193/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 60, frá 16. september 2021, bls. 36.
  31. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/505 frá 23. mars 2021 að því er varðar synjun um leyfi fyrir 60% fosfórsýru á kísilburðarefni sem fóðuraukefni sem tilheyrir virka hópnum rotvarnarefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 193/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 60, frá 16. september 2021, bls. 44.
  32. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/506 frá 23. mars 2021 um leyfi fyrir metanþíóli sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES‑samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 193/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 60, frá 16. september 2021, bls. 47.
  33. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/507 frá 23. mars 2021 um endurnýjun á leyfi fyrir pýridoxínhýdróklóríði (B6-vítamíni) sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 515/2011. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 193/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 60, frá 16. september 2021, bls. 51.
  34. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/508 frá 23. mars 2021 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með Saccharomyces cerevisiae MUCL 39885 sem fóðuraukefni fyrir fráfærugrísi og um niðurfellingu á reglugerð (ESB) nr. 170/2011 (leyfishafi er Prosol S.p.A.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 193/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 60, frá 16. september 2021, bls. 54.
  35. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/551 frá 30. mars 2021 um leyfi fyrir túrmerikútdrætti, túrmerikolíu, túrmerikóleóresíni úr jarðstönglum Curcuma longa L. sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og túrmeriktinktúru úr jarðstönglum Curcuma longa L. sem fóðuraukefni fyrir hesta og hunda. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 193/2021, frá 9. júlí 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 60, frá 16. september 2021, bls. 57.

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 3. nóvember 2021.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.