Fara beint í efnið

Prentað þann 23. des. 2024

Breytingareglugerð

1278/2018

Reglugerð um (8.) breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1.2.1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "aðal- og séruppdrátta" í 19. tölul. kemur: aðaluppdrátta.
  2. Við bætist einn nýr töluliður, svohljóðandi:
    Stöðuskoðun: Úrtaksskoðun leyfisveitanda, þ.e. annars vegar áfangaúttekt sem lendir í úrtaki í kjölfar tilkynningar byggingarstjóra um lok úttektarskylds verkþáttar og hins vegar að kanna framkvæmd áfangaúttekta og verkstöðu með hliðsjón af skráningum í gagnasafni Mannvirkjastofnunar.

2. gr.

1. málsl. 2. mgr. 2.3.1. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Fráveitumannvirki og dreifi- og flutningskerfi hitaveitna, vatnsveitna, rafveitna og fjarskipta og breytingar á slíkum mannvirkjum eru undanþegin byggingarleyfi.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 2.4.1. gr. reglugerðarinnar:

  1. a-liður verður svohljóðandi: Áætlun um verkframvindu.
  2. Í stað orðsins "iðnmeistara" í c-lið, kemur: húsasmíðameistara, múrarameistara, pípulagningameistara og rafvirkjameistara.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2.4.4. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. tölul. 1. mgr. orðast svo: Aðaluppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað uppdrætti til staðfestingar á samþykki.
  2. Í stað orðanna "þeirra iðnmeistara" í 4. tölul. 1. mgr. kemur: húsasmíðameistara, múrarameistara, pípulagningameistara og rafvirkjameistara.
  3. Á eftir 1. mgr. koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Séruppdrætti og tilheyrandi greinargerðir skal yfirfara og uppdrættirnir áritaðir af leyfisveitanda til staðfestingar á samþykki áður en vinna við viðkomandi verkþátt hefst.
    Undirritaðar yfirlýsingar um ábyrgð annarra iðnmeistara en þeirra sem tilgreindir eru í 4. tölul. 1. mgr. og nauðsynlegt er að komi að verkinu, sbr. 4.10.1. gr., skulu afhentar leyfisveitanda áður en vinna við viðkomandi verkþátt hefst. Ekki þarf þó að tilkynna um blikksmiðameistara, stálvirkjameistara, málarameistara eða veggfóðrarameistara vegna byggingar íbúðarhúss, frístundahúss, bílskúrs eða viðhalds og viðbyggingar slíkra mannvirkja til eigin nota eiganda.
    Áætlun um meðhöndlun byggingar- og niðurrifsúrgangs skal skilað til leyfisveitanda áður en framkvæmd hefst, sbr. 15.2.2. gr.

5. gr.

2.4.5. og 2.4.6. gr. reglugerðarinnar falla brott og breytist töluröð annarra greina sem því nemur.

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2.8.1. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. mgr. verður svohljóðandi: Leyfisveitandi annast öryggis- og lokaúttektir og eftir atvikum áfangaúttektir í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka og gefur út viðeigandi vottorð á grundvelli niðurstöðu skoðunarstofu eða eigin skoðunar. Hann hefur eftirlit með að úttektir sem skoðunarstofur annast fari fram og beitir þvingunarúrræðum í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar ef fyrirmælum um úrbætur er ekki sinnt eða vanrækt er að láta lögbundna úttekt fara fram.
  2. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi: Leyfisveitandi gerir stöðuskoðun á verki skv. 3.7.3. gr. og hefur þannig eftirlit með því að byggingarstjóri framkvæmi áfangaúttektir samkvæmt skoðunarhandbókum eða að úttektir sem skoðunarstofur annast fari fram. Leyfisveitandi getur ákveðið að annast sjálfur áfangaúttektir eða að skoðunarstofa annist áfangaúttektir sbr. 3. mgr. 3.7.1. gr. Leyfisveitandi beitir þvingunarúrræðum í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar ef fyrirmælum um úrbætur er ekki sinnt eða vanrækt er að láta lögbundna úttekt fara fram.

7. gr.

Í stað orðanna "Fornleifaverndar ríkisins" í 3.1.3. gr. reglugerðarinnar kemur: Minjastofnun Íslands.

8. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3.2.1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "úttektir" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: öryggis- og lokaúttektir.
  2. Í stað orðsins "úttekta" í 2. mgr. kemur: öryggis- og lokaúttekta.

9. gr.

Í stað 1. málsl. 1. mgr. 3.3.1. gr. reglugerðarinnar koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sveitarstjórn og Mannvirkjastofnun er heimilt að ákveða að skoðunarstofa annist yfirferð hönnunargagna og framkvæmd áfanga-, öryggis- og lokaúttekta. Slík skoðunarstofa skal hafa starfsleyfi Mannvirkjastofnunar.

10. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3.4.1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "þriggja ára" í b-lið kemur: eins árs.
  2. í stað orðsins "sjö" í c-lið kemur: fimm.

11. gr.

Á eftir orðinu "Leyfisveitandi" í 1. mgr. 3.5.1. gr. reglugerðarinnar kemur: byggingarstjóri.

12. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3.7.1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á undan orðinu "eftirlitsaðili" í 1. mgr. kemur: byggingarstjóri eða.
  2. Í stað 2. mgr. koma fimm nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Byggingarstjóri annast áfangaúttektir í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka og skoðunarlista þegar verkþátturinn er tilbúinn til úttektar.
    Leyfisveitandi getur ákveðið ef þörf er á, t.d. ef fram koma alvarlegar eða ítrekaðar athugasemdir í stöðuskoðun eða vegna vanrækslu byggingarstjóra, að hann sjálfur, eða eftir atvikum skoðunarstofa, annist áfangaúttektir skv. 2. mgr. Slík ákvörðun getur náð til allra áfangaúttekta vegna tiltekins mannvirkis eða einungis þeirra áfangaúttekta sem lenda í úrtaki í kjölfar tilkynningar byggingarstjóra um lok úttektarskylds verkþáttar. Úttekt eftirlitsaðila skal framkvæmd í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka og skoðunarlista og er heimilt að úttekt takmarkist hverju sinni við nánar skilgreint úrtak innan ákveðins verkþáttar. Niðurstöður áfangaúttekta skal skrá í gagnasafn Mannvirkjastofnunar.
    Byggingarstjóri mannvirkis skal fyrir hönd eiganda þess sjá til þess að áfangaúttektir fari fram og tilkynna eftirlitsaðila um lok úttektarskyldra verkþátta og fyrirhugaðar áfangaúttektir með skráningu í gagnasafn Mannvirkjastofnunar.
    Ef ákveðið hefur verið að áfangaúttektir séu gerðar af hálfu eftirlitsaðila skal byggingarstjóri óska eftir úttekt með minnst sólarhrings fyrirvara.
    Byggingarstjóri skal skrá niðurstöður áfangaúttekta í gagnasafn Mannvirkjastofnunar. Honum er skylt að vera viðstaddur allar áfangaúttektir. Ef sérstaklega stendur á, t.d. vegna veikinda, getur byggingarstjóri veitt aðila með starfsleyfi byggingarstjóra skýrt og afmarkað umboð til að mæta í eða annast tilteknar áfangaúttektir. Iðnmeistari eða sá sem hann tilnefnir í sinn stað skal vera viðstaddur úttekt á þeim verkþáttum sem eru á hans ábyrgðarsviði og undirrita úttekt nema um annað sé samið í samningi milli iðnmeistara og eiganda.
  3. 2. málsliður 3. mgr. fellur brott.

13. gr.

3.7.3. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Stöðuskoðanir leyfisveitanda.

Leyfisveitandi getur gert stöðuskoðun í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka hvenær sem er á meðan á framkvæmdum stendur. Leyfisveitandi skal taka mið af stærð, umfangi og áhættu einstakra framkvæmda við mat á tíðni stöðuskoðana.

Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.

14. gr.

1. málsliður 1. mgr. 3.7.4. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Byggingarstjóri skal skrá fyrirhugaða áfangaúttekt í gagnasafn Mannvirkjastofnunar með að minnsta kosti fjögurra klukkustunda fyrirvara.

15. gr.

Á eftir 2. málslið 1. mgr. 3.8.1. gr. reglugerðarinnar kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Kröfur um aðgengi sem varða öryggisþætti skulu vera uppfylltar í samræmi við samþykkta uppdrætti og ákvæði skoðunarhandbókar og skoðunarlista.

16. gr.

Nýr töluliður, h-liður, bætist við 3.8.2. gr. reglugerðarinnar og verður svohljóðandi: Ef óskað er eftir öryggisúttekt á hluta mannvirkis skal beiðninni fylgja lýsing á ástandi þess hluta mannvirkis sem tekinn er í notkun, ástandi annarra hluta mannvirkisins og fyrirhugaðri starfsemi í mannvirkinu eða þeim hluta sem tekinn er í notkun.

17. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 4.1.2. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "gæðakerfis" í 5. málslið kemur: gæðastjórnunarkerfis.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Hönnuðir skulu fara yfir eigin verk að þeim loknum og ganga úr skugga um að ákvæði laga og reglugerða séu uppfyllt áður en hönnunargögn eru afhent leyfisveitanda til yfirferðar. Skrá skal niðurstöður innra eftirlits í gæðastjórnunarkerfi hönnuðar og skal gátlisti eða önnur staðfesting á eigin yfirferð fylgja hönnunargögnunum skv. e- og f-lið 2. mgr. 4.6.1. gr.

18. gr.

Á undan orðinu "leyfisveitanda" í 2. málslið 5. mgr. 4.4.1. gr. kemur: byggingarstjóra eða.

19. gr.

7. mgr. 4.7.7. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Byggingarstjóri skal gera eftirlitsaðila viðvart um lok allra úttektarskyldra verkþátta með skráningu í gagnasafn Mannvirkjastofnunar. Byggingarstjóri annast sjálfur framkvæmd áfangaúttekta nema leyfisveitandi ákveði að annast áfangaúttekt sjálfur eða tilkynni um úrtaksskoðun og skal byggingarstjóri þá vera viðstaddur úttektina. Hann skal jafnframt tilkynna viðeigandi iðnmeisturum og hönnuðum með sannanlegum hætti um allar úttektir nema samningur þeirra á milli kveði á um annað.

20. gr.

Í stað orðanna "varðveita eitt eintak úttektarinnar" í 1. málslið 3. mgr. 4.7.8. gr. reglugerðarinnar kemur: skrá úttektina í gagnasafn Mannvirkjastofnunar.

21. gr.

E-liður 1. mgr. 4.8.1. gr. orðast svo: skrá yfir iðnmeistara og þá verkþætti sem þeir bera ábyrgð á, afrit af ábyrgðaryfirlýsingum þeirra sem og athugasemdir við störf þeirra.

22. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4.10.1. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. verður svohljóðandi:
    Byggingarstjóri skal í gæðastjórnunarkerfi sínu halda skrá yfir alla iðnmeistara sem koma að verkum sem hann stýrir og varðveita afrit af undirrituðum ábyrgðaryfirlýsingum þeirra. Ábyrgðaryfirlýsingar iðnmeistara skal skrá í gagnasafn Mannvirkjastofnunar. Skrá skal eftir umfangi mannvirkjagerðarinnar og eðli hennar þá húsasmíðameistara, múrarameistara, pípulagningameistara, rafvirkjameistara, blikksmíðameistara, stálvirkjameistara, málarameistara og veggfóðrarameistara sem tekið hafa að sér að bera ábyrgð á einstökum verkþáttum framkvæmdar og nauðsynlegt er að komi að viðkomandi verki.
  2. Í stað orðsins "undirritað" í 2. málslið 2. mgr. kemur: undirrituð.

23. gr.

Við 1. mgr. 4.10.2. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Afrit af ábyrgðaryfirlýsingum þeirra.

24. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4.10.3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "tilkynna það leyfisveitanda" í 1. mgr. kemur: skrá það í gagnasafn Mannvirkjastofnunar.
  2. Í stað orðanna "hún staðfest af leyfisveitanda" í 2. mgr. kemur: hún hefur verið skráð í gæðastjórnunarkerfi byggingarstjóra og gagnasafn Mannvirkjastofnunar. Jafnframt skal ábyrgðaryfirlýsingin send leyfisveitanda.
  3. Í stað orðanna "afhent leyfisveitanda til varðveislu og skal byggingarstjóri einnig varðveita eitt eintak" í 3. mgr. kemur: skráð í gæðastjórnunarkerfi byggingarstjóra og gagnasafn Mannvirkjastofnunar.

25. gr.

Við 6.1.5. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.

26. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6.2.4. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "heyfihamlaðra" í 2. málslið 4. mgr. kemur: hreyfihamlaðra.
  2. Við 7. mgr. bætast tveir málsliðir, svohljóðandi: Á þéttingarreitum miðsvæða samkvæmt skipulagi er heimilt, þegar sérstaklega stendur á, að bílastæði fyrir hreyfihamlaða liggi að lóð en þá skal gætt sérstaklega að fjarlægðarmörkum að aðalinngangi samkvæmt 1. mgr. og athafnasvæði samkvæmt 4. mgr. Þetta er þó aðeins heimilt sé ekki unnt að koma slíkum bílastæðum fyrir á lóð byggingar. Slík bílastæði skulu vera sérmerkt viðkomandi lóð eða starfsemi og lóð.
  3. Við 8. mgr. bætast tveir málsliðir, svohljóðandi: Á þéttingarreitum miðsvæða samkvæmt skipulagi er heimilt, þegar sérstaklega stendur á, að bílastæði fyrir hreyfihamlaða liggi að lóð en þá skal gætt sérstaklega að fjarlægðarmörkum að aðalinngangi samkvæmt 1. mgr. og athafnasvæði samkvæmt 4. mgr. Þetta er þó aðeins heimilt sé ekki unnt að koma slíkum bílastæðum fyrir á lóð byggingar. Slík bílastæði skulu vera sérmerkt viðkomandi lóð eða starfsemi og lóð.
  4. Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Sé bílastæði hreyfihamlaðra staðsett utan lóðar á svæði í umráðum sveitarfélags skal liggja fyrir samkomulag milli lóðarhafa og sveitarstjórnar um afnotarétt af slíkum bílastæðum auk þess sem þau skulu vera sérmerkt viðkomandi lóð eða starfsemi og lóð.
    Aðgengi að hleðslustöðvum fyrir rafbíla við bílastæði hreyfihamlaðra skal vera gott og hindrunarlaust.

27. gr.

Við 6. mgr. 6.8.1. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi málsliður og tafla: Lágmarksfjöldi slíkra stæða skal vera samkvæmt töflu 6.05 og miðast við hver heildarfjöldi stæða er við byggingu. Tengibúnaður vegna hleðslu rafbíla skal vera við slík stæði.

Tafla 6.05 Lágmarksfjöldi bílastæða þar sem hleðsla rafbíla er möguleg
fyrir byggingar til annara nota en íbúðar.

Heildarfjöldi stæða við byggingu Lágmarksfjöldi stæða þar sem
hleðsla rafbíla er möguleg
1 - 5 1
6 - 10 2
11 - 15 3
16 -20 4

Síðan skal bæta við að lágmarki einu stæði þar sem tengibúnaður vegna hleðslu rafbíla er til staðar fyrir hver 5 stæði. Að auki skal tengibúnaður vegna hleðslu rafbíla vera til staðar við öll bílastæði fyrir hreyfihamlaða.

28. gr.

Við bætist ný grein er verður 12.1.3. gr. og er svohljóðandi ásamt fyrirsögn:

Merkingar vegna flugumferðaröryggis.

Kröfur um merkingar á há mannvirki vegna flugumferðaröryggis, þ. á m. vindmyllur, er að finna í lögum nr. 60/1998 um loftferðir og reglugerðum sem settar eru á grundvelli laganna.

29. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða í reglugerðinni:

  1. 2. tölul. verður svohljóðandi: Mannvirkjastofnun og byggingarfulltrúar hafa frest til 1. janúar 2021 til að afla sér faggildingar til að yfirfara aðal- og séruppdrætti og annast úttektir í samræmi við ákvæði 3.2. kafla.
  2. 3., 4. og 5. tölul. falla brott.

30. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka II með reglugerðinni:

  1. Orðin "við framkvæmd eigin úttekta" í 2. málslið 1.1. gr. falla brott.
  2. 5. málsliður 1. mgr. 1.3. gr. fellur brott.
  3. 4. málsliður 2. mgr. 1.5. gr. fellur brott.
  4. 2. málsliður 3. mgr. 1.5. gr. orðast svo: Þar kemur einnig fram heimild leyfisveitanda til loka‑ eða öryggisúttektar og þau samskipti sem byggja á gátorðum. Önnur samskipti koma fram í byggingargátt.
  5. Við 4. mgr. 1.5. gr. bætist: , auk iðnmeistara og byggingarstjóra þegar við á.
  6. Á eftir orðunum "skoðunarmaður við" í 3. málslið 2. mgr. 2.2. gr. kemur: byggingarreglugerð,.
  7. 2. mgr. 1. tölul. 2.3.2. gr. verður svohljóðandi: Lagfæringar á uppdráttum skulu hafa verið gerðar áður en framkvæmd við viðkomandi verkþátt hefst og skoðunarskýrsla liggur fyrir því til staðfestingar. Ef um er að ræða breytingu á uppdráttum, þar sem byggingarleyfi liggur fyrir en framkvæmdum er ekki lokið, skal leiðréttum uppdráttum skilað áður en framkvæmd viðkomandi verkþáttar hefst og skoðunarskýrsla liggur fyrir því til staðfestingar.
  8. 2. mgr. 2. tölul. 2.3.2. gr. verður svohljóðandi: Lagfæringar á uppdráttum skulu hafa verið gerðar áður en framkvæmd við viðkomandi verkþátt hefst og skoðunarskýrsla liggur fyrir því til staðfestingar. Ef um er að ræða breytingu á uppdráttum, þar sem byggingarleyfi liggur fyrir en framkvæmdum er ekki lokið, skal leiðréttum uppdráttum skilað áður en framkvæmd viðkomandi verkþáttar hefst og skoðunarskýrsla liggur fyrir því til staðfestingar. Ítrekaðar athugasemdir í flokki 2 leiða til úttektar á gæðastjórnunarkerfi.
  9. 2. mgr. 3. tölul. 2.3.2. gr. verður svohljóðandi: Lagfæringar á uppdráttum skulu hafa verið gerðar áður en framkvæmd við viðkomandi verkþátt hefst og skoðunarskýrsla liggur fyrir því til staðfestingar. Ef um er að ræða breytingu á uppdráttum þar sem byggingarleyfi liggur fyrir en framkvæmdum er ekki lokið skal leiðréttum uppdráttum skilað áður en framkvæmd viðkomandi verkþáttar hefst og skoðunarskýrsla liggur fyrir því til staðfestingar.
  10. Í stað orðanna "byggingarstjóri" í 1. málslið 2. mgr. 3.2. gr. kemur: iðnmeistari.
  11. 3. mgr. 3.2. gr. verður svohljóðandi: Þegar gert er ráð fyrir mælingu í skoðunarlista skoðunarhandbókar eða þegar skoðunarmaður telur vafa leika á að mæling sé rétt framkvæmd er honum heimilt að gera kröfu um sérstaka mælingu, sem framkvæmd er af viðkomandi iðnmeistara eða aðila sem hann tilnefnir, að skoðunarmanni viðstöddum.
  12. Í stað orðsins "byggingarstjóra" í 1. málslið 1. tölul. 3.3. gr. kemur: iðnmeistara. Orðin "strax eða við lokaúttekt" í sama málslið falla brott.
  13. 2. tölul. 3.3. gr. verður svohljóðandi: Athugasemd í flokki 2 leiðir til synjunar úttektar. Frekari framkvæmdir eru óheimilar þar til úttekt hefur verið endurtekin án athugasemda. Ítrekaðar athugasemdir í flokki 2 leiða til úttektar á gæðastjórnunarkerfi viðkomandi iðnmeistara.
  14. 3. tölul. 3.3. gr. verður svohljóðandi:
    Athugasemd í flokki 3 leiðir til synjunar úttektar og kröfu um endurtekningu úttektar. Slíku mati fylgir stöðluð skýring. Frekari framkvæmdir eru óheimilar þar til úttekt hefur verið endurtekin án athugasemda.
    Komi fram alvarleg athugasemd getur Mannvirkjastofnun látið gera úttekt á stöðu og virkni gæðastjórnunarkerfis hlutaðeigandi iðnmeistara samkvæmt því sem nánar greinir í verklagsreglum Mannvirkjastofnunar. Ítrekuð alvarleg brot geta leitt til sviptingar löggildingar í samræmi við verklagsreglur Mannvirkjastofnunar.
  15. Fyrirsögn 3.4. gr. verður svohljóðandi: Skilmálar vegna úrtaksskoðunar leyfisveitanda.
  16. 3.5. gr. fellur brott.
  17. 1. mgr. 4.2. gr. verður svohljóðandi: Tilgangur öryggisúttektar er að kanna hvort mannvirki, eða sá hluti mannvirkis sem tekinn er í notkun, uppfylli öryggis- og hollustukröfur vegna fyrirhugaðrar notkunar og hvort að kröfur um aðgengi sem varða öryggisþætti séu uppfylltar í samræmi við samþykkta uppdrætti og ákvæði skoðunarhandbókar og skoðunarlista.
  18. Í stað orðsins "gæðakerfi" í 4. málslið 1. mgr. 2. tölul. 4.3. gr. kemur: gæðastjórnunarkerfi.
  19. Í stað orðsins "gæðakerfi" í 4. málslið 1. mgr. 2. tölul. 5.3. gr. kemur: gæðastjórnunarkerfi.
  20. Við bætist 6. kafli, sem verður svohljóðandi, ásamt fyrirsögn:

    6. Framkvæmd stöðuskoðunar leyfisveitenda.

    6.1. Skoðunarlistar stöðuskoðunar leyfisveitanda.


    Við framkvæmd stöðuskoðunar leyfisveitanda skal stuðst við skoðunarlista sem birtur er á vefsíðu Mannvirkjastofnunar.

    6.2. Verklag við stöðuskoðun.

    Tilgangur stöðuskoðunar er annars vegar að framkvæma áfangaúttekt sem lendir í úrtaki í kjölfar tilkynningar byggingarstjóra um lok úttektarskylds verkþáttar og hins vegar að kanna framkvæmd áfangaúttekta og verkstöðu með hliðsjón af skráningum í gagnasafni Mannvirkjastofnunar.
    Stöðuskoðun er sjónskoðun.

    6.3. Flokkun athugasemda vegna stöðuskoðunar og réttaráhrif.

    1. flokkur: Væg athugasemd.

    Athugasemd í flokki 1 leiðir til þess að byggingarstjóra er veitt áminning um að bæta verklag sitt. Eigin athugasemd skoðunarmanns er ávallt athugasemd í flokki 1.

    2. flokkur: Athugasemd.

    Athugasemd í flokki 2 leiðir til þess að byggingarstjóra er veitt áminning um að bæta verklag sitt.
    Ítrekuð brot geta leitt til sviptingar löggildingar eða starfsleyfis í samræmi við verklagsreglur Mannvirkjastofnunar.

    3. flokkur: Alvarleg athugasemd.

    Slíku mati fylgir stöðluð skýring. Frekari framkvæmdir eru óheimilar þar til úttekt hefur verið endurtekin án athugasemda.
    Komi fram alvarleg athugasemd getur Mannvirkjastofnun látið gera úttekt á stöðu og virkni gæðastjórnunarkerfis hlutaðeigandi byggingarstjóra verksins samkvæmt því sem nánar greinir í verklagsreglum Mannvirkjastofnunar. Ítrekuð alvarleg brot geta leitt til sviptingar löggildingar eða starfsleyfis í samræmi við verklagsreglur Mannvirkjastofnunar.

31. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt 1. mgr. 60. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki, öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 21. desember 2018.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Hugi Ólafsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.