Fara beint í efnið

Prentað þann 24. nóv. 2024

Breytingareglugerð

1269/2023

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 303/2008 um úrvinnslu ökutækja.

1. gr.

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Geymsla og úrvinnsla úr sér genginna ökutækja skal vera í samræmi við almennar kröfur í lögum um meðhöndlun úrgangs, s.s. er varðar forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs, reglugerðir settar samkvæmt þeim lögum og í samræmi við lágmarks kröfur sem settar eru fram í I. viðauka.

2. gr.

Ákvæði 3. og 4. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Aðilar samkvæmt 1. mgr. sem eru með verksamning við Úrvinnslusjóð um úrvinnslu ökutækja skulu fyrir 1. maí ár hvert senda Úrvinnslusjóði útfyllt eyðublað, sbr. II. viðauka, þar sem gerð er grein fyrir fjölda úr sér genginna ökutækja sem tekið var á móti á almanaksári þar á undan, heildarþyngd þeirra, hreinsun og sundurhlutun. Tilgreina skal hvaða efni voru hreinsuð úr ökutækjum og hvernig úrgangi var ráðstafað. Heimilt er að styðjast við skilagreinar Úrvinnslusjóðs í stað framangreindra eyðublaða, enda komi sambærilegar upplýsingar þar fram. Úrvinnslusjóður skal senda upplýsingar þær sem getið er um í þessari málsgrein til Umhverfisstofnunar og viðkomandi heilbrigðisnefndar eigi síðar en 1. maí ár hvert í samræmi við leiðbeiningar stofnunarinnar.

Aðilar samkvæmt 1. mgr., aðrir en þeir sem tilgreindir eru í 3. mgr., skulu fyrir 1. maí ár hvert senda Umhverfisstofnun útfyllt eyðublað í töflum 1 og 3 í II. viðauka. Gera skal grein fyrir fjölda úr sér genginna ökutækja sem tekið var á móti á almanaksári þar á undan, heildarþyngd þeirra, hreinsun og sundurhlutun. Tilgreina skal hvaða efni voru hreinsuð úr ökutækjum og hvernig úrgangi var ráðstafað. Afrit skýrslunnar skal senda viðkomandi heilbrigðisnefnd.

3. gr.

Við reglugerðina bætist ný grein, 8. gr. a, sem orðast svo ásamt fyrirsögn:

Töluleg markmið og viðmiðanir.

Endurnotkun og endurnýting allra úr sér genginna ökutækja skal vera að lágmarki 95% og á sama tíma skal endurnotkun og endurvinnsla vera að lágmarki 85% af meðalþyngd ökutækis.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 6. gr. laga nr. 162/2002 um úrvinnslugjald, 43. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Reglugerðin er sett með hliðsjón af tilskipun (ESB) 2018/849, sem vísað er til í tl. 32, V. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 243/2022, þann 23. september 2022.

Jafnframt er reglugerðin sett að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hvað varðar skyldur sveitarfélaga, sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. laga nr. 7/1998.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 24. nóvember 2023.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Stefán Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.