Prentað þann 19. des. 2025
1264/2025
Reglugerð um breytingu á reglugerð um eingreiðslur til lífeyrisþega árið 2025, nr. 1483/2024.
1. gr.
Á eftir orðinu "örorku-" í 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur: hlutaörorku-, sjúkra- og endurhæfingargreiðsluþega.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:
- 2. mgr. orðast svo:
Desemberuppbót til örorku-, hlutaörorku-, sjúkra- og endurhæfingargreiðsluþega og endurhæfingarlífeyrisþega skal nema 30% af fjárhæð tekjutryggingar skv. 28. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, og fjárhæð heimilisuppbótar skv. 3. mgr. 8. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, í samræmi við þær reglur sem giltu um útreikning fyrrnefndra greiðsluflokka 31. ágúst 2025. Fjárhæð desemberuppbótar reiknast miðað við 1/12 af greiðslurétti greiðsluþega á árinu 2025. - Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Eingreiðslur til örorku-, hlutaörorku-, sjúkra- og endurhæfingargreiðsluþega og endurhæfingarlífeyrisþega.
3. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 63. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, og 14. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, öðlast þegar gildi.
Félags- og húsnæðismálaráðuneytinu, 24. nóvember 2025.
Inga Sæland.
Ásgeir Runólfsson.
B deild - Útgáfudagur: 28. nóvember 2025
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.