Prentað þann 31. jan. 2026
1240/2025
Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2598 frá 4. október 2024 um skrána yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og afurðir úr dýraríkinu sem eru ætluð til manneldis til sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 að því er varðar beitingu bannsins við notkun á tilteknum sýkingalyfjum.
1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinnar ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtalin ESB-gerð gildi hér á landi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2598 frá 4. október 2024 um skrána yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og afurðir úr dýraríkinu sem eru ætluð til manneldis til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 að því er varðar beitingu bannsins við notkun á tilteknum sýkingalyfjum. Reglugerðin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2025, frá 19. september 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73, frá 20. nóvember 2025, bls. 57.
2. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðarinnar sé framfylgt í samræmi við ákvæði laga um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, nr. 66/1998. Um eftirlit Lyfjastofnunar fer samkvæmt lögum um dýralyf, nr. 14/2022, sbr. 52. gr. sömu laga.
3. gr.
Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt lögum um dýralyf, nr. 14/2022, og lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, nr. 66/1998.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem, sett samkvæmt heimild í 4. mgr. 74. gr. laga um dýralyf, nr. 14/2022, og 17. gr. laga um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, nr. 66/1998, öðlast þegar gildi.
Atvinnuvegaráðuneytinu, 25. nóvember 2025.
F. h. r.
Bryndís Hlöðversdóttir.
Svava Pétursdóttir.
B deild - Útgáfudagur: 28. nóvember 2025
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.