Prentað þann 21. nóv. 2024
1240/2019
Reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim.
1. gr.
Sektir allt að 500.000 krónum og sviptingu ökuréttar vegna einstakra brota á ákvæðum umferðarlaga og reglna, settra samkvæmt þeim, skal ákvarða í samræmi við fyrirmæli og leiðbeiningar sem birtast í viðaukum I-III við reglugerð þessa. Brot sem ekki eru sérstaklega tilgreind í viðaukum með reglugerð þessari, varða sektum frá kr. 20.000 allt að kr. 500.000 eftir eðli og umfangi brots.
Heimilt er að víkja frá ákvæðum í viðaukum ef veigamikil rök mæla með því.
2. gr.
Þegar ákvörðun er tekin um sekt vegna brota á tveimur eða fleiri ákvæðum umferðarlaga, eða reglna settra samkvæmt þeim, skal sektin vera samtala sekta vegna hvers brots um sig. Samtala sekta sem lögreglustjóri lýkur með lögreglustjórasekt má þó aldrei fara fram úr þeirri hámarksfjárhæð sem ákveðin er í reglugerð um lögreglustjórasektir.
Lögreglustjóra ber að veita sakborningi 25% afslátt af sektarfjárhæð sem ákveðin er í lögreglustjórasekt, ef sakborningur greiðir sektina ásamt sakarkostnaði að fullu innan 30 daga frá dagsetningu sektar á vettvangi, sektarboðs eða undirritun sektargerðar sem sakborningur hefur gengist skriflega undir.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 97. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, öðlast gildi 1. janúar 2020. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 288/2018 um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 18. desember 2019.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Skrá yfir sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim.
Brot á eftirfarandi ákvæðum umferðarlaga, eða reglum sem settar hafa verið samkvæmt þeim, varða sektum og sviptingu ökuréttar samkvæmt þessari skrá:
II. KAFLI (4.–14. gr.). Reglur fyrir alla umferð.
Lagagrein Tegund brots Sektarfjárhæð kr.
5. gr. Leikir o.fl.
1. mgr.: Stokkið af eða upp í ökutæki á ferð eða verið utan á ökutæki á ferð 20.000
2. mgr.: Hangið í ökutæki á ferð 20.000
Maður á skíðum, hjólaskíðum, skautum, hjólaskautum eða
svipuðum tækjum dreginn á vegi 20.000
6. gr. Óhreinkun vegar o.fl.
1. mgr.: Einhverju fleygt eða skilið eftir á vegi eða strengt er yfir opinn veg í leyfisleysi þannig að það hafi í för með sér hættu eða
óþægindi fyrir umferð, sekt skal meta eftir eðli, umfangi og
hættueiginleikum brots 30.000 – 250.000
2. mgr.: Sorpi eða öðru fleygt út úr ökutæki eða skilið eftir á vegi sem
óhreinkar veg eða náttúru 10.000 – 50.000
7. gr. Fyrirmæli og leiðbeiningar fyrir umferð.
1. mgr.: Ekið gegn rauðu umferðarljósi 50.000
3. mgr. Hjólað gegn rauðu umferðarljósi 20.000
3. mgr. Ekið gegn einstefnu 20.000
3. mgr.: Bann við framúrakstri eigi virt 20.000
Önnur umferðarmerki eigi virt (nema leggja beri gjald á skv. c-lið 109. gr.) 20.000
5.- 6. mgr.: Óhlýðni ökumanns við leiðbeiningum og merkjagjöf lögreglu 30.000
8. gr. Rekstur búfjár.
1. mgr.: Búfé rekið á vegi í þéttbýli án leyfis lögreglustjóra 20.000
2. mgr.: Of fáir gæslumenn við rekstur búfjár í dreifbýli 20.000
3. mgr.: Búfé ekki vikið fljótt og greiðlega úr vegi annarrar umferðar 20.000
9. gr. Vistgötur.
1. mgr.: Ekið hraðar en 10 km á klst. 20.000
Ekið hraðar en 20 km á klst. 40.000
Varðar einnig sviptingu ökuréttar, sbr. 4. mgr. 99. gr.
2. mgr.: Ökutæki lagt utan merktra stæða á vistgötu. Gjald skv. 109. gr.
10. gr. Göngugata (nýmæli í lögunum).
1. mgr.: Óheimil umferð vélknúinna ökutækja um göngugötu 20.000
3. mgr.: Ógætilegur akstur vélknúins ökutækis um göngugötu 20.000
4. mgr.: Ógætilegar hjólreiðar á göngugötu 20.000
11. gr. Almennar reglur um forgangsakstur.
1. mgr.: Eigi vikið í tæka tíð fyrir ökutæki sem gefur hljóð- eða ljósmerki 20.000
2. mgr.: Hvít veifa notuð án heimildar 20.000
12. gr. Aðgát við slys- eða brunastað og við hópgöngur.
1. mgr.: Óviðkomandi hamlar björgunarstarfi með því að vera of nærri slys- eða brunastað 20.000
2. mgr.: Vegfarandi hindrar eða rýfur för hóps barna undir leiðsögn stjórnanda eða annarrar hópgöngu 20.000
13. gr. Skemmdir á umferðarmerkjum.
1. mgr.: Umferðarmerki numið á brott eða breytt 20.000
2. mgr.: Eigi gerðar viðeigandi ráðstafanir vegna skemmda á umferðarmerki 20.000
14. gr. Skyldur við umferðaróhapp.
1. mgr., a-, b-, Eigi numið staðar og gerðar ráðstafanir c- og e-liður: 30.000
2. mgr.: Vanrækt að tilkynna lögreglu um slys 30.000
3. mgr.: Vettvangi raskað eða ummerki fjarlægð 30.000
IV. KAFLI (17.-35. gr.). Umferðarreglur fyrir ökumenn.
17. gr. Notkun akbrauta.
1. mgr.: Ekið eftir gangstétt, gangstíg, hjólastíg og merktum reiðstíg 20.000
Ekið eftir gangstétt eða gangstíg og hættu valdið 20.000
2. mgr.: Eigi notuð sú rein sem ökutæki er ætluð 20.000
18. gr. Hvar skal aka á vegi.
1. mgr.: Ökutæki eigi haldið nægjanlega til hægri 20.000 2. mgr.: Of stutt bil milli ökutækja 20.000
19. gr. Akstur á vegamótum og í beygjum og hringtorgum.
1. mgr.: Skipt um akrein við eða á vegamótum 20.000
2. og 5. mgr.: Röng staðsetning fyrir og við beygju á vegamótum 20.000
6. mgr.: Röng notkun akreina eða forgangur eigi virtur í hringtorgi, skipt um akrein við eða í hringtorgi 20.000
20. gr. Að snúa ökutæki, aka aftur á bak og skipta um akrein.
1. mgr.: Ökutæki bakkað eða snúið við þannig að hætta eða óþægindi skapast fyrir aðra 20.000
2. mgr.: Eigi höfð nægileg aðgát við akstur frá vegarbrún, þegar skipt er um akrein eða ekið á annan hátt til hliðar, ökutæki er stöðvað eða dregið skyndilega úr hraða þess 20.000
3. mgr.: Vanræksla á skyldum við akstur frá aðrein yfir á akrein 20.000
Vanrækt að auðvelda umferð af aðrein inn á akrein 20.000
4. mgr.: Vanræksla á skyldum þegar akreinar renna saman 20.000
5. mgr.: Röng notkun fráreinar 20.000
6. mgr.: Ökutæki er, án fullnægjandi ástæðu, ekið þannig að það missi veggrip 20.000
21. gr. Akstur við biðstöð hópbifreiða í almenningsakstri o.fl.
1. mgr.: Eigi virtur forgangur hópbifreiðar í almenningsakstri 20.000
Stjórnandi hópbifreiðar í almenningsakstri vanrækir aðgát við akstur frá biðstöð 20.000
2. mgr.: Eigi sýnd sérstök aðgát í námunda við merkta skólabifreið sem hefur stansað 20.000
22. gr. Þegar ökutæki mætast.
1. mgr.: Eigi vikið nægilega eða dregið úr hraða 20.000
23. gr. Almennar reglur um framúrakstur.
1. mgr.: Ekið hægra megin fram úr þar sem slíkt er óheimilt 20.000
Ekið vinstra megin fram úr ökutæki sem er að sveigja til vinstri 20.000
2. mgr.: Eigi sýnd nægileg varúð við framúrakstur (a-d liðir) 20.000
3. mgr.: Hliðarbil ófullnægjandi 20.000
4. mgr. Sveigt of snemma til hægri 20.000
5. mgr. Svigakstur á tveimur eða fleiri akreinum 20.000
6. mgr.: Eigi sýnd nægileg aðgæsla þegar ekið er fram úr ökutæki í vegavinnu 20.000
24. gr. Aðgæsluskylda ökumanns við framúrakstur.
1. mgr.: Eigi vikið nægilega eða framúrakstur torveldaður 20.000
2. mgr.: Eigi vikið til hliðar, dregið úr hraða eða numið staðar, ef þörf krefur 20.000
25. gr. Bann við framúrakstri.
1. mgr.: Ekið fram úr við eða á vegamótum 20.000
Ekið fram úr þegar komið er að gangbraut eða á henni 20.000
Ekið fram úr öðru vélknúnu ökutæki yfir óbrotna miðlínu 20.000
3. mgr.: Ekið fram úr þegar vegsýn er skert 20.000
26. gr. Skylda til að veita öðrum forgang.
1. mgr.: Eigi sýnd sérstök aðgát við vegamót 20.000
2. mgr.: Eigi virt:
- biðskylda 30.000
- stöðvunarskylda 30.000
3. mgr.: Vanrækt að veita forgang við akstur út á veg frá bifreiðastæðum, lóðum, landareignum o.fl. 20.000
4. mgr.: Eigi virtur almennur forgangur á vegamótum o.fl. (hægri reglan) 20.000
5. mgr.: Forgangur á sérrein eigi virtur 20.000
7. mgr.: Forgangur eigi virtur 20.000
8. mgr.: Réttur hjólreiðamanna á hjólarein eigi virtur 20.000
9.-10. mgr.: Stöðvun ökutækis á eða við vegamót veldur óþarfa óþægindum 20.000
27. gr. Sérstakar skyldur gagnvart gangandi vegfarendum.
1. mgr.: Vanrækt að veita nægilegt rými á vegi o.fl. 20.000
2. mgr.: Forgangur gangandi vegfaranda eigi virtur eða ekið óvarlega á vegamótum o.fl. 20.000
3.-5. mgr.: Réttur gangandi vegfarenda við gönguþverun og á gangbrautum eigi virtur. Ökumaður nemur
staðar á gangbraut 20.000
28. gr. Stöðvun ökutækis og lagning þess.
1. mgr.: Ökutæki veldur óþægindum eða hættu fyrir umferð 20.000
2. mgr.: Lagt á röngum vegarhelmingi o.fl. 20.000
3. mgr.: Óheimil stöðvun eða lagning ökutækis á gangstétt o.fl. Gjald skv. 109. gr.
4. mgr.: Eigi gengið frá ökutæki með tryggilegum hætti 20.000
5. mgr.: Dyr ökutækis opnaðar til hættu eða óþæginda o.fl. 20.000
29. gr. Sérstakar reglur um bann við stöðvun eða lagningu ökutækis.
Gjald skv. 109. gr.
31. gr. Akstur utan vega í þéttbýli.
1. mgr.: Ekið eða lagt á svæði sem ekki er ætlað fyrir umferð ökutækja 20.000
32. gr. Skyldur ökumanns, þegar ökutæki hefur stöðvast í sérstöku tilviki.
Ekki gerðar réttar ráðstafanir t.a.m. með notkun hættuljósa og viðvörunarþríhyrnings 20.000
33. gr. Merki og merkjagjöf.
1.-2. mgr.: Merkjagjöf vanrækt, ónauðsynleg merkjagjöf 20.000
3. mgr.: Stefnumerki ekki gefið þegar það er skylt 20.000
34. gr. Ljósanotkun.
1. mgr.: Ökuljós vélknúins ökutækis eigi tendruð 20.000
2. mgr.: Ljós annarra ökutækja en vélknúinna eigi tendruð þegar birta er ófullnægjandi 20.000
3.-8. mgr.: Óheimil eða röng notkun ljósa 20.000
35. gr. Hættuljós og viðvörunarþríhyrningur.
1. mgr.: Hættuljós og viðvörunarþríhyrningur eigi notuð 20.000
V. KAFLI (36.-38. gr.). Ökuhraði.
36. gr. Almennar reglur um ökuhraða.
1.-3. mgr.: Ökuhraði eigi miðaður við aðstæður 20.000
4. mgr.: Aur eða vatn slettist á vegfarendur vegna ógætilegs aksturs 20.000
37. gr. Almennar hraðatakmarkanir.
Þegar ekið er yfir lögleyfðum hámarkshraða skal beita eftirfarandi töflu. Í fyrstu línu lárétt er lögleyfður hámarkshraði í km tilgreindur. Raunverulegur hraði ökutækis, í km, er tilgreindur í fyrstu línu lóðrétt. Sektarfjárhæð er tilgreind í þúsundum króna og sviptingartími í mánuðum.
Hraði | 15 | 30 | 40 | 50 | 60 | 70 | 80 | 90 |
16-30 | 20 | |||||||
31-40 | 30 + 3 | 10 | ||||||
41-45 | 40 + 3 | 20 | ||||||
46-50 | 50 + 3 | 30 | 10 | |||||
51-55 | 40 | 20 | ||||||
56-60 | 50 | 30 | 10 | |||||
61-65 | 70 + 3 | 40 | 20 | |||||
66-70 | 90 + 3 | 50 | 30 | 10 | ||||
71-75 | 120 + 3 | 60 | 40 | 20 | ||||
76-80 | 80 + 3 | 50 | 30 | 10 | ||||
81-85 | 90 + 3 | 60 | 40 | 20 | ||||
86-90 | 120+ 3 | 70 | 50 | 30 | 20 | |||
91-95 | 80 | 70 | 50 | 30 | ||||
96-100 | 100 | 80 | 70 | 50 | 20 | |||
Hraði | 15 | 30 | 40 | 50 | 60 | 70 | 80 | 90 |
101-110 | 150 + 3 | 100 | 90 | 80 | 50 | |||
111-120 | 180 + 3 | 130 + 1 | 110 | 100 | 80 | |||
121-130 | 210 + 3 | 180 + 3 | 130+ 1 | 130 | 120 | |||
131-140 | 210 + 3 | 180 + 2 | 180 + 1 | 150 | ||||
141-150 | 230 + 3 | 230 + 2 | 210 + 1 | |||||
151-160 | 250 + 3 | 230 + 2 | ||||||
161-170 | 250 + 3 |
Ákvörðun sekta vegna hraðabrots við akstur:
- bifreiðar sem er 3,5 tonn eða minna að leyfðri heildarþyngd með eftirvagn, þ.m.t. fellihýsi, tjaldvagn og hjólhýsi,
- flutninga- eða vörubifreiðar,
- hópbifreiðar í almenningsakstri og hópbifreiðar,
- bifhjóls með hliðarvagni eða skráningarskyldum eftirvagni, skal vera samkvæmt ofangreindri töflu ásamt viðbættu 20% álagi á sektarfjárhæð
VI. KAFLI (39.-41. gr.). Sérreglur um akstursíþróttir og aksturskeppni.
Lagagrein Tegund brots Sektarfjárhæð kr.
39. gr. Akstursíþróttir og aksturskeppni.
1. mgr.: Efnt til aksturskeppni án leyfis lögreglustjóra 30.000
VII. KAFLI (42.-44. gr.). Sérreglur fyrir reiðhjól.
42. gr. Sérreglur fyrir reiðhjól.
1.-6. mgr.: Brot á sérreglum fyrir reiðhjól 20.000
44. gr. Börn og reiðhjól.
2. mgr.: Bann við að reiða barn yngra en 7 ára og án sérstaks búnaðar ekki virt 20.000
VIII. KAFLI (45.-47. gr.). Sérreglur fyrir bifhjól og torfærutæki.
45. gr. Almennar reglur um akstur bifhjóla.
Brot á reglum um akstur bifhjóla 20.000
46. gr. Sérreglur um akstur léttra bifhjóla í flokki I.
Brot á sérreglum um akstur léttra bifhjóla í flokki I 20.000
47. gr. Almennar reglur um akstur torfærutækja.
Brot á reglum um akstur torfærutækja 20.000
IX. KAFLI (48.–53. gr.). Bann við akstri undir áhrifum áfengis, ávana- og fíkniefna o.fl.
48. gr. Veikindi, áfengisáhrif o.fl.
4. mgr.: Neysla áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna við
akstur 60.000
5. mgr.: Tóbaksreykingar eða notkun rafrettna við stjórn bifreiðar til
farþegaflutninga í atvinnuskyni 20.000
49. gr. Ölvunarakstur.
2. og 3. mgr.: Taflan miðast við að um fyrsta brot sé að ræða.
Vínandamagn í blóði ‰ | Sektir kr. | Svipting |
0,50 – 0,60 | 90.000 | 2 mán. |
0,61 – 0,75 | 100.000 | 4 mán. |
0,76 – 0,90 | 120.000 | 6 mán. |
0,91 – 1,10 | 130.000 | 8 mán. |
1,11 – 1,19 | 140.000 | 10 mán. |
1,20 – 1,50 | 180.000 | 1 ár og 6 mán. |
1,51 – 2,00 | 210.000 | 2 ár og 6 mán. |
2,01 – 2,50 | 240.000 | 3 ár |
2,51 eða meira | 270.000 | 3 ár og 6 mán. |
Vínandamagn í lofti mg/l | Sektir kr. | Svipting |
0,25 – 0,30 | 90.000 | 2 mán. |
0,31 – 0,37 | 100.000 | 4 mán. |
0,38 – 0,45 | 120.000 | 6 mán. |
0,46 – 0,55 | 130.000 | 8 mán. |
0,56 – 0,59 | 140.000 | 10 mán. |
0,60 – 0,75 | 180.000 | 1 ár og 6 mán. |
0,76 – 1,00 | 210.000 | 2 ár og 6 mán. |
1,01 -1,25 | 240.000 | 3 ár |
1,26 eða meira | 270.000 | 3 ár og 6 mán. |
Lagagrein Tegund brots Sektarfjárhæð kr.
6. mgr.: Stjórnað eða reynt að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna 30.000
7. mgr.: Ökumanni í því ástandi sem fram kemur í ákvæðinu falin stjórn ökutækis 60.000
49. gr. Síðara brot á ákvæðum greinarinnar eða ökumaður hefur áður brotið gegn 1., sbr. 2. mgr. 50. gr.
2. og 3. mgr.:
Vínandamagn í blóði ‰ | Sektir kr. | Svipting |
0,50 – 1,19 | 240.000 | 3 ár |
1,20 – 2,00 | 290.000 | 5 ár |
2,01 – 3,00 | 320.000 | 5 ár |
3,01 eða meira | 350.000 | 5 ár |
Vínandamagn í lofti mg/l | Sektir kr. | Svipting |
0,25 – 0,59 | 240.000 | 3 ár |
0,60 – 1,00 | 290.000 | 5 ár |
1,01 – 1,50 | 320.000 | 5 ár |
1,51 eða meira | 350.000 | 5 ár |
50. gr. Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja.
1. mgr. sbr. 2. mgr.:
Taflan miðast við að um fyrsta brot sé að ræða.
Ávana- og fíkniefni í blóði | Sektir kr. | Svipting |
Amfetamín: Lítið magn – Allt að 170 ng/ml í blóði | 100.000 | 6 mán. |
Amfetamín: Mikið magn – 170 ng/ml í blóði eða meira | 200.000 | Eigi skemur en 1 ár og 6 mán. |
Tetrahýdrokannabínól (kannabis) Lítið magn – allt að 3,5 ng/ml í blóði | 100.000 | 6 mán. |
Tetrahýdrokannabínól (kannabis) Mikið magn – 3,5 ng/ml í blóði eða meira | 200.000 | Eigi skemur en 1 ár og 6 mán. |
MDMA Lítið magn – allt að 160 ng/ml í blóði | 100.000 | 6 mán. |
MDMA Mikið magn – 160 ng/ml í blóði eða meira | 200.000 | Eigi skemur en 1 ár og 6 mán. |
Kókaín Lítið magn – allt að 30 ng/ml í blóði | 100.000 | 6 mán. |
Kókaín Mikið magn – 30 ng/ml í blóði eða meira | 200.000 | Eigi skemur en 1 ár og 6 mán. |
Metamfetamín Lítið magn – allt að 90 ng/ml í blóði | 100.000 | 6 mán. |
Metamfetamín Mikið magn – 90 ng/ml í blóði eða meira | 200.00 | Eigi skemur en 1 ár og 6 mán. |
Finnist fleiri en ein tegund ávana- og fíkniefna í blóði ökumanns skal leggja til grundvallar það efni sem hefur hæst mæligildi.
Sé um annað brot að ræða gegn 50. gr. umferðarlaga, skal svipting eigi vara skemur en 3 ár, sbr. 7. mgr. 101. gr. umferðarlaga. Þá skal sekt vera 150.000 kr. ef um lítið magn er að ræða en 300.000 kr. ef um mikið magn er að ræða.
Hafi ökumaður einu sinni áður brotið gegn ákvæðum 49. gr. umferðarlaga (ölvunarakstur) gilda sömu viðmið.
Lagagrein Tegund brots Sektarfjárhæð kr.
3. mgr.: Stjórnað eða reynt að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum ávana- og fíkniefna eða lyfja 20.000
4. mgr.: Ökumanni í því ástandi sem fram kemur í ákvæðinu falin stjórn ökutækis 60.000
52. gr. Öndunarpróf, öndunarsýni, blóðsýni o.fl.
3. mgr.: Ökumaður neitar að veita atbeina við rannsókn máls
Fyrsta brot 130.000
1 árs svipting
Annað brot 180.000
3 ára svipting
5. mgr.: Neytt áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna í sex klukkustundir eftir að akstri lýkur ef ætla má að lögreglurannsókn fari fram vegna akstursins 50.000
53. gr. Upplýsingaskylda o.fl.
1. mgr.: Eigandi/umráðamaður neitar að gera grein fyrir því hver hafi stjórnað ökutæki 40.000
2. mgr.: Manni, sem ekki hefur til þess réttindi, falin stjórn ökutækis 20.000
X. KAFLI (54.-56. gr.). Aksturs- og hvíldartími ökumanna þungra ökutækja í farþega- og farmflutningum í atvinnuskyni.
54. gr. Aksturs- og hvíldartími ökumanna o.fl.
Viðauki 2
XI. KAFLI (57. gr.). Notkun farsíma og annars fjarskiptabúnaðar.
57. gr. Notkun farsíma, snjalltækja eða annarra raftækja sem truflað geta akstur án handfrjáls búnaðar 40.000
XII. KAFLI (58.-68. gr.). Ökuskírteini og ökupróf.
58. gr. Skilyrði til að mega stjórna ökutæki.
1. mgr. : Akstur bifreiðar eða bifhjóls sviptur ökurétti:
- fyrsta brot 120.000
- annað brot 200.000
Akstur bifreiðar eða bifhjóls án gildra ökuréttinda (t.d. ekki endurnýjað ökuskírteini, ekki öðlast ökurétt, ekki endurtekið ökupróf, í akstursbanni, ökuréttindi afturkölluð):
- í fyrsta sinn 40.000
- í annað sinn 80.000
- skv. 4. mgr. 58. gr. skal einnig svipta þann rétti til þess að öðlast ökuskírteini í 4 mánuði sem ekur án þess að hafa fengið til þess réttindi
6. mgr.: Akstur vélknúins ökutækis sem er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd án þess að hafa fengið tilskilin réttindi 60.000
8. mgr.: Ökuskírteini ekki meðferðis 10.000
61. gr. Stjórnendur dráttarvéla, vinnuvéla, léttra bifhjóla og torfærutækja.
Akstur dráttarvélar, vinnuvélar, létts bifhjóls og torfærutækis sviptur ökurétti:
- fyrsta brot 120.000
- annað brot 200.000
Akstur bifreiðar eða bifhjóls án gildra ökuréttinda (t.d. ekki endurnýjað ökuskírteini, ekki öðlast ökurétt, ekki endurtekið ökupróf, í akstursbanni, ökuréttindi afturkölluð):
- í fyrsta sinn 40.000
- í annað sinn 80.000
- skv. 4. mgr. 58. gr. skal einnig svipta þann rétti til þess að öðlast ökuskírteini í 4 mánuði sem ekur án þess að hafa fengið til þess réttindi
3. mgr.: Ökuskírteini ekki meðferðis, sbr. 8. mgr. 58. gr. 10.000
67. gr. Kennsluakstur.
1. mgr.: Ökukennari starfar án þess að uppfylla skilyrði 64. gr. um starfsleyfi 100.000
2. mgr.: Ökukennari fer ekki að reglum við framkvæmd kennsluaksturs 50.000
68. gr. Æfingaakstur.
1. mgr.: Leiðbeinandi hefur ekki tilskilið leyfi 20.000
2. mgr.: Leyfi ekki meðferðis 10.000
3. mgr.: Bifreið ekki auðkennd til æfingaaksturs 10.000
XIII. KAFLI (69.–82. gr.). Ökutæki.
69. gr. Öryggi, gerð og búnaður ökutækis.
1. mgr.: Hætta, óþægindi, skemmdir á vegi, óþarfa hávaði eða mengun leiða af ökutæki 20.000
- hélaðar rúður 20.000
2. mgr.: Gerð og búnaði ökutækis áfátt
Eigandi/umráðamaður:
a) Áletranir eða merki 20.000
b) Stýrisbúnaður 20.000
c) Hemlar 20.000
d) Ljósker eða glitaugu, fyrir hvert óvirkt ljós 20.000
e) Aðbúnaður ökumanns eða farþega 20.000
f) Útsýn (rúður og speglar) 20.000
g) Öryggisbúnaður 20.000
h) Hraðamælir 20.000
i) Hjólabúnaður
- fyrir hvern óhæfan hjólbarða 20.000
j) Tengibúnaður 20.000
k) Búnaði fyrir farm áfátt 20.000
l) Hljóðmerkisbúnaður 20.000
m) Útblásturskerfi í ólagi 20.000
Ökumaður: Helmingur af tilgreindri upphæð
Reiðhjól:
a) hemlabúnaði áfátt 20.000
b) ljósum og glitmerkjum áfátt 20.000
c) annað 20.000
70. gr. Tenging og dráttur ökutækja.
1. mgr.: Fleiri en einn tengivagn tengdur við:
- bifreið 20.000
- torfærutæki 20.000
- bifhjól 20.000
Fleiri en tveir tengivagnar tengdir við:
- reiðhjól 20.000
- dráttarvél 20.000
- vinnuvél 20.000
Fleiri en þrír tengivagnar tengdir við:
- reiðhjól 20.000
- dráttarvél 20.000
- vinnuvél 20.000
2. mgr.: Hliðarvagn tengdur vinstra megin við bifhjól eða reiðhjól 20.000
3. mgr.: Eftirvagn eða hliðarvagn tengdur við létt bifhjól 20.000
4. mgr.: Brot á reglum um tengingu og drátt ökutækja: 20.000
71. gr. Akstur rafknúinna dráttartækja til farþegaflutninga.
1. mgr.: Akstur rafknúinna dráttartækja til farþegaflutninga án tilskilins leyfis 20.000
72. gr. Skráning.
1. mgr.: Notkun skráningarskylds vélknúins ökutækis eða eftirvagns án skráningar og/eða skráningarmerkis 20.000
3. mgr.: Brot á ákvæðum reglugerðar um skráningu ökutækis í ökutækjaskrá 20.000-40.000
76. gr. Sjálfkeyrandi ökutæki.
1. mgr.: Prófun án leyfis 30.000
3. mgr.: Prófun ekki í samræmi við lög og reglur eða skilyrði leyfis 30.000
XIV. KAFLI (77.-82. gr.). Notkun öryggis- og verndarbúnaðar.
77. gr. Öryggisbelti og annar öryggis- og verndarbúnaður í bifreiðum.
1. mgr.: Öryggisbelti ekki notað 20.000
2. mgr.: Sérstakur öryggisbúnaður fyrir barn ekki notaður 30.000
5. mgr.: Þess eigi gætt að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað skv. 1.-4. mgr. 30.000
78. gr. Öryggis- og verndarbúnaður við akstur bifhjóls og torfærutækis.
1. mgr.: Viðurkenndur hlífðarhjálmur ekki notaður 20.000
Þess eigi gætt að farþegi noti hlífðarhjálm 20.000
3. mgr.: Öryggisbelti ekki notað 20.000
XV. KAFLI (80.-82. gr.). Flutningur, hleðsla, þyngd og stærð ökutækja.
80. gr. Hleðsla ökutækja, flutningur farms og öryggisráðstafanir við flutning á farþegum.
1. mgr.: Farþegar eða farmur:
- byrgja útsýn ökumanns 20.000
- tálma notkun stjórntækja ökutækis 20.000
- byrgja lögboðinn ljósa- eða merkjabúnað ökutækis 20.000
- byrgja skráningarmerki ökutækis 20.000
2. mgr.: Of margir farþegar:
- fyrir hvern umframfarþega 20.000
Of þungur farmur í ökutæki:
- eftir eðli og umfangi brots 20.000 – 100.000
3. mgr.: Farmur fluttur þannig að hafi í för með sér hættu fyrir menn eða valdi munatjóni:
- eftir eðli og umfangi brots 20.000 – 100.000
Hætta á að farmur dragist eftir akbraut eða falli á hana, valdi rykmekki, umferðartruflun eða óþarfa hávaða:
- eftir eðli og umfangi brots 20.000 – 100.000
4. mgr.: Brot á reglugerð nr. 671/2008, um hleðslu, frágang og merkingu farms:
- farmur óbundinn/laus, sbr. 2., 7. og 8. gr. reglugerðarinnar eftir eðli og umfangi brots 50.000 – 150.000
- farmlásar ekki notaðir, sbr. 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar 150.000
- farmur nær meira en 50 sm aftur fyrir ökutæki án þess að notuð séu viðvörunarmerki, sbr. 9. gr. reglugerðarinnar 100.000
- önnur brot á öðrum ákvæðum reglugerðarinnar eftir eðli og umfangi brots 20.000 – 100.000
82. gr. Akstur breiðra, þungra, langra eða hárra ökutækja.
1. mgr.: Ekki vikið greiðlega fyrir öðrum og numið staðar ef þörf krefur 50.000
Ekki gætt að umferð reiðhjóla og bifhjóla 50.000
2. mgr.: Ökumaður veldur hættu eða óþægindum við akstur undir brú, í göngum, undir rafmagns-
eða símalínum o.þ.h. 50.000 – 200.000
5. mgr.: Brot á reglugerð nr. 155/2007, um stærð og þyngd ökutækja:
- breidd ökutækis eða eftirvagns/tengitækis of mikil, sbr. 7. og 8. gr. reglugerðarinnar 100.000
- hæð ökutækis of mikill, sbr. 9. gr. reglugerðarinnar 100.000
- ásþungi/heildarþungi allt að 375 kg umfram leyfilega heildarþyngd 60.000
- ásþungi/heildarþungi allt að 750 kg umfram leyfilega heildarþyngd 120.000
- ásþungi/heildarþungi allt að 1.500 kg umfram leyfilega heildarþyngd 180.000
- ásþungi/heildarþungi meira en 1.500 kg allt að 5.000 kg umfram leyfilega heildarþyngd 240.000
- að viðbættum 10.000 kr. fyrir hver 100 kg umfram 3.000 kg
XVI. KAFLI (83.-90. gr.). Umferðarstjórn, umferðarmerki o.fl.
85. gr. Takmörkun eða bann umferðar um stundarsakir.
1. og 2. mgr.: Takmörkun eða bann eigi virt 20.000
4. mgr.: Óheimil notkun nagladekkja
- fyrir hvern hjólbarða 20.000
2. mgr. 88. gr. Umferðarmerki o.fl.
Merki sett upp á eða við veg án leyfis veghaldara 20.000
89. gr. Öryggisráðstafanir vegna framkvæmda við veg.
1. mgr.: Ófullnægjandi merkingar 50.000 – 100.000
2. mgr.: Munir, tæki eða vegagerðarefni geymt á vegi án leyfis 50.000 – 100.000
90. gr. Auglýsingaskilti við veg.
Spjöld, auglýsingar, ljósaskilti eða sambærilegur búnaður sett á eða við veg og beint að umferð án heimildar veghaldara 20.000
92. gr. Upplýsingaskylda og málsmeðferð vegna vegaeftirlits.
Innköllun ekki sinnt – sekt flytjanda 300.000
Innkölluð gögn sýna ökuritabrot (kort/skífa ekki í ökurita) – sekt flytjanda fyrir hvern brotlegan ökumann – óháð fjölda brota hvers ökumanns á innkölluðu tímabili og óháð fjölda ökutækja sem brotlegur ökumaður hefur ekið á innkölluðu tímabili. Ekki skal sekta vegna aksturs sem stendur skemur en 15 mínútur 60.000
Innkölluð gögn sýna ökuritabrot (kort/skífa ekki í ökurita) – sekt ökumanns – óháð fjölda brota ökumanns á innkölluðu tímabili og óháð fjölda ökutækja sem ökumaður hefur ekið á innkölluðu tímabili. Ekki skal sekta vegna aksturs sem stendur skemur en 15 mínútur 40.000
Innkölluð gögn sýna brot á hvíldartímaákvæðum – sekt ökumanns fyrir öll þau skipti sem fram koma á innkölluðu
tímabili Sekt skv. viðauka II
Skrá yfir sektir og önnur viðurlög vegna brota á reglugerð
um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit, nr. 605/2010.
Brot á eftirfarandi ákvæðum reglugerðarinnar varða sektum samkvæmt þessari skrá:
Lýsing brots, sbr. viðeigandi ákvæði reglugerðar nr. 605/2010. | Sektarfjárhæð í krónum. |
1. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 605/2010 – Daglegur aksturstími að hámarki 9 eða 10 klst.
Umframtími allt að | Sekt ökumanns | Sekt flytjanda |
1 klst. | 30.000 | 40.000 |
1½ klst. | 40.000 | 60.000 |
2 klst. | 50.000 | 80.000 |
2½ klst. | 70.000 | 100.000 |
3 klst. | 80.000 | 120.000 |
3½ klst. | 90.000 | 140.000 |
4 klst. | 110.000 | 160.000 |
2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 605/2010 – Aksturstími í hverri viku að hámarki 56 klst.
Umframtími allt að | Sekt ökumanns | Sekt flytjanda |
9 klst. | 30.000 | 40.000 |
13½ klst. | 40.000 | 60.000 |
18 klst. | 50.000 | 80.000 |
22½ klst. | 70.000 | 100.000 |
27 klst. | 80.000 | 120.000 |
31½ klst. | 90.000 | 140.000 |
36 klst. | 110.000 | 160.000 |
3. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 605/2010 – Aksturstími á hverjum 14 dögum að hámarki 90 klst.
Umframtími allt að | Sekt ökumanns | Sekt flytjanda |
9 klst. | 30.000 | 40.000 |
13½ klst. | 40.000 | 60.000 |
18 klst. | 50.000 | 80.000 |
22½ klst. | 70.000 | 100.000 |
27 klst. | 80.000 | 120.000 |
31½ klst. | 90.000 | 140.000 |
36 klst. | 110.000 | 160.000 |
1. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 605/2010 – Akstur án hlés að hámarki 4,5 klst.
Umframtími allt að | Sekt ökumanns | Sekt flytjanda |
30 mínútur | 30.000 | 40.000 |
41 mínúta | 40.000 | 60.000 |
54 mínútur | 50.000 | 80.000 |
1 klst. og 8 mín. | 70.000 | 100.000 |
1 klst. og 21 mín. | 80.000 | 120.000 |
1 klst. og 35 mín. | 90.000 | 140.000 |
1 klst. og 48 mín. | 110.000 | 160.000 |
1. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 605/2010 – Daglegur hvíldartími að lágmarki 9 eða 11 klst.
Brot í tíma allt að | Sekt ökumanns | Sekt flytjanda |
54 mínútur | 30.000 | 40.000 |
1 klst. og 21 mín. | 40.000 | 60.000 |
1 klst. og 48 mín. | 50.000 | 80.000 |
2 klst. og 15 mín. | 70.000 | 100.000 |
2 klst. og 42 mín. | 80.000 | 120.000 |
3 klst. og 9 mín. | 90.000 | 140.000 |
3 klst. og 36 mín. | 110.000 | 160.000 |
3. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 605/2010 – Daglegur hvíldartími – lágmark 12 klst. (lengdur hvíldartími)
Brot í tíma allt að | Sekt ökumanns | Sekt flytjanda |
1 klst. og 12 mín. | 30.000 | 40.000 |
1 klst. og 48 mín. | 40.000 | 60.000 |
2 klst. og 24 mín. | 50.000 | 80.000 |
3 klst. | 70.000 | 100.000 |
3 klst. og 36 mín. | 80.000 | 120.000 |
4 klst. og 12 mín. | 90.000 | 140.000 |
4 klst. og 48 mín. | 110.000 | 160.000 |
5. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 605/2010 – Daglegur hvíldartími – tveir ökumenn – að lágmarki 9 klst.
Brot í tíma allt að | Sekt ökumanns | Sekt flytjanda |
54 mínútur | 30.000 | 40.000 |
1 klst. og 21 mín. | 40.000 | 60.000 |
1 klst. og 48 mín. | 50.000 | 80.000 |
2 klst. og 15 mín. | 70.000 | 100.000 |
2 klst. og 42 mín. | 80.000 | 120.000 |
3 klst. og 9 mín. | 90.000 | 140.000 |
3 klst. og 36 mín. | 110.000 | 160.000 |
a-liður 1. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 605/2010 – Vikulegur hvíldartími – lágmark 45 klst.
Brot í tíma allt að | Sekt ökumanns | Sekt flytjanda |
4½ klst. | 30.000 | 40.000 |
6 klst. og 45 mín. | 40.000 | 60.000 |
9 klst. | 50.000 | 80.000 |
11 klst. og 15 mín. | 70.000 | 100.000 |
13½ klst. | 80.000 | 120.000 |
15 klst. og 45 mín. | 90.000 | 140.000 |
18 klst. | 110.000 | 160.000 |
b-liður 1. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 605/2010 – Vikulegur hvíldartími – lágmark 24 klst.
Brot í tíma allt að | Sekt ökumanns | Sekt flytjanda |
2 klst. og 24 mín. | 30.000 | 40.000 |
3 klst. og 36 mín. | 40.000 | 60.000 |
4 klst. og 48 mín. | 50.000 | 80.000 |
6 klst. | 70.000 | 100.000 |
7 klst. og 12 mín. | 80.000 | 120.000 |
8 klst. og 24 mín. | 90.000 | 140.000 |
9 klst. og 36 mín. | 110.000 | 160.000 |
18. gr. | Varðveisla gagna úr rafrænum ökurita. | |
b-liður 1. mgr. | 1. Flytjandi vanrækir að tryggja varðveislu á upplýsingum úr ökurita og af ökumannskorti í að minnsta kosti 12 mánuði eftir að þær voru skráðar og gera þær aðgengilegar eftirlitsaðila: | |
a. Sekt flytjanda. | 300.000 |
24. gr. | Krafa um notkun ökurita. | |
1. mgr. | 1. Bifreið, sem reglugerðin tekur til, ekki búin ökurita: | |
a. Sekt flytjanda. | 60.000 |
25. gr. | Ástand ökurita. | |
1. mgr. | 1. Ökuriti vinnur ekki rétt: | |
a. Sekt ökumanns. | 50.000 | |
b. Sekt flytjanda. | 80.000 | |
2. Ökuritakort vinnur ekki rétt: | ||
a. Sekt ökumanns. | 50.000 | |
b. Sekt flytjanda. | 80.000 | |
2. mgr. | 3. Tengingar milli aflrásar bifreiðar og ökurita ekki innsiglaðar: | |
Sekt flytjanda. | 80.000 |
26. gr. | Ökuritaskífur. | |
1. mgr. | 1. Ökumanni ekki úthlutað nægilega mörgum ökuritaskífum: | |
Sekt flytjanda. | 60.000 | |
2. mgr. | 2. Ökuritaskífur og útprentun, sem gerð er í samræmi við 28. gr., í tímaröð og á læsilegan hátt ekki varðveitt í a.m.k. ár: | |
Sekt flytjanda. | 80.000 |
27. gr. | Gögn á ökumannskorti. | |
1. mgr. | 1. Gögn ekki flutt mánaðarlega af ökumannskorti og rafrænum ökurita til öruggrar vörslu: | |
Sekt flytjanda. | 60.000 | |
2. Eftirlitsmanni ekki veittur aðgangur að gögnum: | ||
a. Sekt ökumanns. | 60.000 | |
b. Sekt flytjanda. | 80.000 | |
2. mgr. | 3. Ökumaður hefur ekki meðferðis ökumannskort þegar hann ekur bifreið sem búin er rafrænum ökurita: | |
a. Sekt ökumanns. | 40.000 | |
b. Sekt flytjanda. | 60.000 |
28. gr. | Ástand gagna. | |
1. mgr. | 1. Ökumannskort, ökuritaskífur og önnur gögn, ekki vel læsileg, hrein og óskemmd: | |
a. Sekt ökumanns. | 60.000 | |
b. Sekt flytjanda. | 80.000 |
29. gr. | Notkun ökumannskorts og ökuritaskífu. | |
3. mgr. | 1. Ökumaður notar ekki ökuritaskífu eða ökumannskort við akstur: | |
a. Sekt ökumanns. | 60.000 | |
b. Sekt flytjanda. | 80.000 | |
4. mgr. | 2. Ökuritaskífa notuð lengur en einn akstursdag: | |
a. Sekt ökumanns. | 30.000 | |
b. Sekt flytjanda. | 40.000 | |
3. Fleiri en ein ökuritaskífa notuð sama dag án þess að heimild í 4. mgr. 29. gr. eigi við: | ||
a. Sekt ökumanns. | 30.000 | |
b. Sekt flytjanda. | 40.000 | |
7. mgr. | 4. Ökuritaskífa ekki rétt útfyllt: | |
a. Sekt ökumanns. | 30.000 | |
b. Sekt flytjanda. | 40.000 |
30. gr. | Tákn fyrir þau atriði sem skráð eru í ökurita. | |
1. mgr. | 1. Ökumaður stillir ekki ökurita, eftir atvikum skífuökurita eða rafrænan ökurita, til að unnt sé að skrá sérhvert tímabil sérstaklega og greinilega undir viðeigandi merki, sbr. a – clið 1. mgr.: | |
a. Sekt ökumanns. | 50.000 | |
b. Sekt flytjanda. | 50.000 |
31. gr. | Upplýsingar sem skrá skal. | |
1. og 2. mgr. | 1. Ökumaður færir ekki inn á ökuritaskífu í skífuökurita lögboðnar upplýsingar: | |
a. Sekt ökumanns. | 50.000 | |
b. Sekt flytjanda. | 50.000 |
32. gr. | Gögn sem framvísa skal úr skífuökurita. | |
1. mgr. | Bifreið búin skífuökurita en ökumaður getur ekki framvísað að ósk eftirlitsmanns: | |
1. Ökuritaskífum fyrir yfirstandandi dag og ökuritaskífum sem hann notaði næstliðna 28 daga: | ||
a. Sekt ökumanns. | 40.000 | |
b. Sekt flytjanda. | 60.000 | |
2. Ökumannskorti sé hann handhafi slíks korts: | ||
a. Sekt ökumanns. | 40.000 | |
b. Sekt flytjanda. | 60.000 | |
3. Handskrifaðri skráningu og útprentun yfirstandandi dags og næstliðinna 28 daga: | ||
a. Sekt ökumanns. | 40.000 | |
b. Sekt flytjanda. | 60.000 |
33. gr. | Gögn sem framvísa skal úr rafrænum ökurita. | ||
1. mgr. | Bifreið er búin rafrænum ökurita en ökumaður getur ekki, að ósk eftirlitsmanns, framvísað: | ||
1. Ökumannskorti sínu: | |||
a. Sekt ökumanns. | 40.000 | ||
b. Sekt flytjanda. | 60.000 | ||
2. | Handskrifuðum blöðum og útprentun yfirstandandi dags og næstliðinna 28 daga eins og krafist er samkvæmt þessari reglugerð: | ||
a. Sekt ökumanns. | 40.000 | ||
b. Sekt flytjanda. | 60.000 | ||
3. | Ökuritaskífunum frá því tímabili, sem um getur í 1. mgr. 32. gr., hafi hann á því tímabili ekið bifreið með skífuökurita: | ||
a. Sekt ökumanns. | 40.000 | ||
b. Sekt flytjanda. | 60.000 | ||
4. | Útprentun með upplýsingum um akstur þann sem fellur undir 7. og 9. gr. reglugerðar nr. 605/2010: | ||
a. Sekt ökumanns. | 40.000 | ||
b. Sekt flytjanda. | 60.000 |
35. gr. | Skráning og meðferð upplýsinga þegar ökuriti eða ökumannskort er ónothæft. | |
1. mgr. | 1. Ökumaður færir ekki inn á ökuritaskífu, varaeintak eða blað upplýsingar um þau tímabil sem ökuriti skráir ekki lengur eða prentar út með réttum hætti vegna bilunar: | |
a. Sekt ökumanns. | 50.000 | |
b. Sekt flytjanda. | 50.000 | |
2. mgr. | 2. Ökumaður prentar ekki út upplýsingar í lok ferðar um tímabilin sem ökuritinn skráði og færir ekki inn á útprentunina upplýsingar sem gera kleift að bera kennsl á ökumanninn, svo sem honum ber að gera, sé ökumannskortið gallað, ónothæft eða týnt eða því hefur verið stolið: | |
a. Sekt ökumanns. | 50.000 | |
b. Sekt flytjanda. | 50.000 |
40. gr. | Óheimil notkun ökumannskorts. | |
1. mgr. | 1. Ökumaður notar ökumannskort sem ekki er auðkennt með nafni hans: | |
a. Sekt ökumanns. | 40.000 | |
b. Sekt flytjanda. | 40.000 | |
2. Ökumaður notar ítrekað ökumannskort sem er gallað, fallið úr gildi eða hefur verið tilkynnt um sem týnt eða stolið: | ||
a. Sekt ökumanns. | 30.000 | |
b. Sekt flytjanda. | 50.000 |
Skrá yfir sektir vegna brota á
reglugerð um flutning á hættulegum farmi, nr. 1077/2010.
Rg. grein | Tegund brots | Sektarfjárhæð kr. |
6. gr. | Flokkar. | |
Efni eða vörur ekki rétt flokkaðar áður en þær eru afhentar til flutnings | 50.000 | |
7. gr. | Merking umbúða. | |
Umbúðir ekki merktar UN númeri eða einu eða fleiru varúðarmerki skv. töflu A í I. viðauka | 50.000 | |
8. gr. | Flutningsskjöl. | |
Farmur afhentur til flutnings án tilskilinna gagna | 50.000 | |
Flutningsaðili tekur við efni eða vöru án fullnægjandi gagna | 50.000 | |
9. gr. | Merking ökutækis. | |
Vanrækt að merkja ökutæki með fullnægjandi hættu- eða varúðarmerkjum | 50.000 | |
10. gr. | Öryggisbúnaður. | |
1. mgr. A: | Skortur á slökkvibúnaði | 150.000 |
1. mgr. B, C, D: | Skortur á öðrum tilgreindum búnaði | 50.000 |
12. gr. | Samlestun. | |
1. mgr.: | Sprengifim efni og annar hættulegur farmur fluttur með sama ökutæki | 120.000 |
2. mgr.: | Reglur um aðskilnaðarflokka eigi virtar, sbr. töflu í viðauka V | 50.000 |
3. mgr.: | Matvara, önnur neytendavara eða fóðurvara flutt með hættulegum farmi, sem merktur er með þar tilgreindum varúðarmerkjum | 150.000 |
13. gr. | Viðurkenning. | |
Ökutæki til flutnings hættulegs farms ekki viðurkennt og skráð af Samgöngustofu | 50.000 | |
14. gr. | Flutningur á sprengifimu efni | |
1. mgr. | Ökutæki, sem eigi hefur verið flokkað og viðurkennt, notað til flutnings á sprengifimum efnum | 90.000 |
2. mgr. | Meira magn flutt af sprengifimu efni í ökutæki eða vagnlest en heimilt er skv. töflu í viðauka VI | 90.000 |
15. gr. | Sérstök ákvæði. | |
3. mgr.: | Reglur um takmörkun á flutningi á hættulegum farmi um tiltekna vegi, jarðgöng eða brýr eigi virtar | 50.000 |
5. mgr.: | Meira en 50 kg af sprengifimu efni flutt með sama ökutæki án tilskilins leyfis lögreglustjóra, sbr. reglugerð um sprengiefni | 50.000 |
6. mgr.: | Farþegi fluttur í ökutæki sem flytur hættulegan farm án þess að veitt hafi verið undanþága | 50.000 |
17. gr. | Sendandi hættulegs farms. | |
Sendandi hættulegs farms gætir ekki að skyldum sínum - fyrir hvern staflið | 50.000 | |
18. gr. | Sá sem flytur hættulegan farm. | |
Flutningsaðili hættulegs farms gætir ekki að skyldum sínum - fyrir hvern staflið | 50.000 | |
19. gr. | Sá sem hættulegur farmur er fluttur til (móttakandi). | |
Móttakandi hættulegs farms gætir ekki að skyldum sínum - fyrir hvern staflið | 50.000 | |
20. gr. | Sá sem lestar hættulegan farm. | |
Sá sem lestar hættulegan farm gætir ekki að skyldum sínum - fyrir hvern staflið | 50.000 | |
21. gr. | Sá sem setur hættulegan farm í umbúðir og merkir þær. | |
Sá sem setur hættulegan farm í umbúðir og merkir þær gætir ekki að skyldum sínum - fyrir hvern staflið | 50.000 |
22. gr. | Sá sem dælir eða fyllir á tank. | |
Sá sem dælir eða fyllir á tank gætir ekki að skyldum sínum - fyrir hvern staflið | 50.000 | |
23. gr. | Öryggisráðgjafi. | |
1. mgr.: | Skyldum um að hafa í þjónustu sinni öryggisráðgjafa eða hafa aðgang að honum ekki fullnægt | 50.000 |
26. gr. | Réttindi til að annast flutning á hættulegum farmi (ADRréttindi). | |
1. mgr.: | Ökumaður ekki með réttindi til flutnings á hættulegum farmi (ADR-réttindi) | 90.000 |
3. mgr.: | Aðstoðarmaður ekki með réttindi (ADR-réttindi) | 50.000 |
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.