Prentað þann 16. jan. 2025
1236/2015
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 541/2001, um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna sölu hópferðabifreiða úr landi, með síðari breytingum.
1. gr.
Heiti reglugerðar nr. 541/2001 verði:
Reglugerð um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna sölu hópbifreiða úr landi.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:
- 1. mgr. orðast svo:
Eftir ákvæðum reglugerðar þessarar skal endurgreiða rekstraraðilum hópbifreiða, sem undanþegnir eru virðisaukaskatti skv. 6. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, 19,35% af söluverði hópbifreiða sem þeir sannanlega selja úr landi, sbr. þó 2. mgr. Hafi hópbifreiðin verið nýtt í blandaðri starfsemi og virðisaukaskattur af kaupverði hennar að hluta til verið færður til innskatts lækkar endurgreiðslan sem því hlutfalli nemur. - 2. mgr. orðast svo:
Endurgreiða skal rekstraraðilum hópbifreiða, sem undanþegnir eru virðisaukaskatti skv. 6. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, 6,45% af söluverði hópbifreiða sem þeir sannanlega selja úr landi. Endurgreiðsla samkvæmt þessu ákvæði tekur til rekstraraðila þeirra hópbifreiða sem nýskráðar voru á tímabilinu 1. september 2000 til 31. desember 2003 og notið hafa endurgreiðslu virðisaukaskatts skv. lögum nr. 57/2001, um breyting á lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988, vegna sömu bifreiða. Hafi hópbifreiðin verið nýtt í blandaðri starfsemi og virðisaukaskattur af kaupverði hennar að hluta til verið færður til innskatts lækkar endurgreiðslan sem því hlutfalli nemur.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðanna "tollstjórinn í Reykjavík" í 1. mgr. kemur: tollstjóri.
- Í stað orðanna "tollstjóranum í Reykjavík" í 2. mgr. kemur: tollstjóra.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðanna "Tollstjórinn í Reykjavík" í 1. mgr. kemur: Tollstjóri.
- Í stað orðsins "hópferðabifreiðin" í 2. mgr. kemur: hópbifreiðin.
- Í stað orðanna "Tollstjórinn í Reykjavík" í 1. málsl. 3. mgr. kemur: Tollstjóri
- Í stað orðsins "hópferðabifreiðar" í 2. málsl. 3. mgr. kemur: hópbifreiðar, og í stað orðsins "hópferðabifreið" í sama málslið kemur: hópbifreið.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 6. gr. laga nr. 105/2000, um breyting á lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988, með síðari breytingum, sbr. 49. gr., laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum og öðlast gildi 1. janúar 2016.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 21. desember 2015.
F. h. r.
Ingibjörg Helga Helgadóttir.
Hlynur Ingason.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.