Prentað þann 19. des. 2025
1235/2025
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 896/2024 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (esb) 2022/2292 um viðbætur við reglugerð evrópuþingsins og ráðsins (esb) 2017/625 að því er varðar kröfur vegna komu sendinga af dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis og tilteknum vörum sem eru ætlaðar til manneldis inn í sambandið.
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist einn nýr töluliður, 3. tölul., svohljóðandi:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/637 frá 29. janúar 2025 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2022/2292 að því er varðar kröfur vegna komu tiltekinna mjólkurafurða, tiltekinna matvælaaukefna sem eru unnin úr dýrum, garna úr kollageni, hakkaðs kjöts, unninna kjötvara, vélúrbeinaðs kjöts og samsettra afurða sem innihalda gelatínhylki inn í Sambandið. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 186/2025 frá 19. september 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 20. nóvember 2025, bls. 53.
2. gr.
Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995 .
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um matvæli, nr. 93/1995, og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvegaráðuneytinu, 21. nóvember 2025.
F. h. r.
Bryndís Hlöðversdóttir.
Svava Pétursdóttir.
B deild - Útgáfudagur: 27. nóvember 2025
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.