Fara beint í efnið

Prentað þann 15. jan. 2025

Breytingareglugerð

1232/2016

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 667/1995, um framtal og skil á virðisaukaskatti, með síðari breytingum.

1. gr.

Í stað "3.000.000 kr." í 2. málsl. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: 4.000.000 kr.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "3.000.000 kr." í 1. mgr. kemur: 4.000.000 kr.
  2. 3. tölul. 2. mgr. fellur brott.
  3. Í stað "100.000 kr." í 6. tölul. 3. mgr. kemur: 200.000 kr.
  4. Í stað "150.000 kr." í 2. málsl. 4. mgr. kemur: 200.000 kr.
  5. Í stað orðanna "hafi farið umfram 3.000.000 kr." í 5. mgr. kemur: er orðin 4.000.000 kr. eða hærri.
  6. 1. málsl. 6. mgr. orðast svo: Þegar velta þess aðila sem notar almanaksárið sem uppgjörstímabil er orðin 4.000.000 kr. eða hærri skal hann á næsta gjalddaga almennra uppgjörstímabila, sbr. 1. gr., gera upp mismun þess útskatts og innskatts sem fallið hefur á sölu og kaup hans á almanaksárinu.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 24. gr. og 1. mgr. 49. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2017.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 15. desember 2016.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Hlynur Ingason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.