Fara beint í efnið

Prentað þann 26. des. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 1. jan. 2021

1224/2020

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 1106/2020, um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar, með síðari breytingum.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Í stað orðanna "9. desember 2020" í 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: 31. desember 2020.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Orðin "þó er starfsmönnum heimilt að fara milli hópa" fellur brott í 4. málsl. 1. mgr.
  2. 5. málsl. 1. mgr. fellur brott.
  3. Orðin "blöndun hópa" falla brott í 7. málsl. 1. gr.
  4. Orðin "þó að hámarki 50 börn saman" í 6. mgr. falla brott.
  5. 2. málsl. 6. mgr. fellur brott.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. málsl. 1. mgr. verður svohljóðandi: Grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks og milli starfsfólks og nemenda í 8.-10. bekk.
  2. Orðin "og nemendur í 8.-10. bekk" í 2. málsl. 1. mgr. falla brott.
  3. Í stað orðanna "1.-7. bekk" í 2. mgr. kemur: 1.-10. bekk.
  4. 1. málsl. 3. mgr. fellur brott og 2. málsl. 3. mgr. verður 3. málsl. 2. mgr.
  5. Orðin "nemendur í 8.-10. bekk og" í 1. málsl. 4. mgr. falla brott.
  6. Orðin "og nemendur í 8.-10. bekk" í 2. málsl. 4. mgr. falla brott.
  7. Orðið "grímuskyldu" í 3. málsl. 4. mgr. fellur brott.

4. gr.

3. málsl. 2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

5. gr.

Á eftir orðunum "Heimilt er að" í 8. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar kemur: hafa opin lestrarrými og.

6. gr.

Á eftir orðunum "Heimilt er að" í 6. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar kemur: hafa opin lestrarrými og.

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, tekur þegar gildi.

Heilbrigðisráðuneytinu, 8. desember 2020.

F. h. r.

Ásta Valdimarsdóttir.

Ásthildur Knútsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.