Fara beint í efnið

Prentað þann 8. nóv. 2024

Breytingareglugerð

1216/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

1. gr.

Við 4. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ef samanlagður mismunur allra sveitarfélaga nemur hærri fjárhæð en fjármagn til ráðstöfunar samkvæmt greiðsluáætlun yfirstandi árs, skal aðlaga framlögin að fjármagni til ráðstöfunar með hlutfallsreikningi.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 1. mgr. 18. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 26. október 2021.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.