Fara beint í efnið

Prentað þann 10. jan. 2025

Stofnreglugerð

1216/2008

Reglugerð um daggjöld dvalarheimila og dagvista og húsnæðisgjald vegna viðhalds öldrunarstofnana fyrir árið 2009.

1. gr. Dvalarheimilisgjöld og gjöld fyrir dagvistun.

Daggjöldum vegna dvalarheimila fyrir aldraða og vegna dagvistunar aldraðra er ætlað að mæta eðlilegum rekstrarkostnaði án viðhalds húsnæðis og skulu vera sem hér segir frá 1. janúar 2009:

kr.
1. Vistgjald á dvalarheimili fyrir aldraða 8.624
2. Vistgjald á dvalarheimili fyrir aldraða heyrnarlausa á Hrafnistu í Reykjavík 10.274
3. Gjald á dagvistun fyrir aldraða 4.795
4. Gjald á dagvistun fyrir aldraða heilabilaða 10.335

Innifalið í dagvistunargjaldi er nauðsynlegur flutningskostnaður vistmanna. Þeir sem njóta þjónustu dagvistar skulu greiða 800 kr. á dag, sbr. 19. gr. laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra, með síðari breytingum.

Greiða skal vistgjald til dvalarheimilis fyrir aldraða frá upphafi dvalar og til loka þess mánaðar sem vistmaður er tekinn inn á heimilið. Vistgjald þetta skal ekki hafa áhrif á bætur Tryggingastofnunar ríkisins til vistmannsins, greiðslu Tryggingastofnunar á vistunarframlagi til dvalarheimilisins og þátttöku vistmanns í greiðslu dvalarkostnaðar, sbr. 21. og 22. gr. laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra.

Tryggingastofnun ríkisins skal greiða daggjöld samkvæmt þessari grein.

2. gr.

Innifalin í daggjöldum samkvæmt reglugerð þessari er hvers konar þjónusta, sem vistmönnum er látin í té á stofnunum, sbr. meðal annars reglugerð nr. 422/1992 um greiðslur öldrunarstofnana fyrir heilbrigðisþjónustu.

3. gr. Húsnæðisgjald vegna viðhalds.

Tryggingastofnun ríkisins skal greiða gjald til að mæta viðhaldskostnaði húsnæðis sem nýtt er til reksturs á dagvistunar-, dvalar- og hjúkrunarrýmum. Gjaldið árið 2009 er 2.746 kr. á m² á ári og reiknast að hámarki á 60 m² á hvert hjúkrunar- og dvalarrými að meðtöldu sameiginlegu rými og að hámarki 30 m² á dagvistunarrými að meðtöldu sameiginlegu rými. Gjaldið reiknast aldrei á stærra rými en sem stærð húsnæðisins nemur.

Húsnæðisgjaldi er ætlað að standa undir öllu almennu viðhaldi húsnæðis en ekki stofnkostnaði, afskriftum eða meiriháttar breytingum og endurbótum á húsnæði.

4. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 6. og 10. mgr. 48. gr., sbr. 70. gr., laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, sbr. 1. mgr. 21., 1. mgr. 22. gr. og 29. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra, öðlast gildi 1. janúar 2009.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 30. desember 2008.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Lára Björnsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.