Prentað þann 22. des. 2024
1203/2016
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 591/1987, um laun, greiðslur og hlunnindi utan staðgreiðslu.
1. gr.
Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
25% launatekna þeirra erlendu sérfræðinga sem hlotið hafa staðfestingu nefndar á því að þeir uppfylli skilyrði 6. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum, allt að þremur árum frá ráðningu í starf.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 8. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, öðlast gildi 1. janúar 2017.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 14. desember 2016.
F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.
Ingibjörg Helga Helgadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.