Prentað þann 4. apríl 2025
1202/2023
Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 581/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/405 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625.
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir töluliður, 6. og 7. tölul., svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2293 frá 18. nóvember 2022 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405 að því er varðar skrá yfir þriðju lönd með samþykkta eftirlitsáætlun fyrir notkun lyfjafræðilega virkra efna, hámarksgildi leifa lyfjafræðilega virkra efna og varnarefna og hámarksgildi aðskotaefna.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/514 frá 8. mars 2023 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405 að því er varðar mikið unnar afurðir, skrána yfir þriðju lönd með samþykkta eftirlitsáætlun og færslu Moldóvu á skrána yfir þriðju lönd sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af eggjum sem eru ætluð til setningar á markað sem egg í A-flokki til Sambandsins.
2. gr.
Framkvæmdarreglugerðir framkvæmdastjórnarinnar sem nefndar eru í 1. gr. eru birtar á ensku í C-deild Stjórnartíðinda, sem fylgiskjöl við auglýsingu nr. 14/2023.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995, um matvæli, lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum og lögum nr. 71/2008, um fiskeldi.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 7. nóvember 2023.
Svandís Svavarsdóttir.
Iðunn María Guðjónsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.