Prentað þann 21. nóv. 2024
1200/2020
Reglugerð um kröfur varðandi losunarmörk mengandi lofttegunda og efnisagna og gerðarviðurkenningu brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega.
1. gr. Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um hreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega.
2. gr. Landsyfirvald/Viðurkenningaryfirvald/Markaðseftirlitsyfirvald.
Vinnueftirlit ríkisins gegnir hlutverki landsyfirvalds, viðurkenningaryfirvalds og markaðseftirlitsyfirvalds í skilningi ákvæða reglugerðar (ESB) 2016/1628, um kröfur varðandi losunarmörk mengandi lofttegunda og efnisagna og gerðarviðurkenningu brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega, um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 1024/2012 og (ESB) nr. 167/2013 og um breytingu og niðurfellingu tilskipunar 97/68/EB.
3. gr. Faggildingarstofa.
Faggildingarsvið Einkaleyfastofu, eða faggildingarstofa í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins sem uppfyllir ákvæði reglugerðar (EB) nr. 765/2008, gegnir hlutverki faggildingarstofu í skilningi ákvæða reglugerðar (ESB) 2016/1628, um kröfur varðandi losunarmörk mengandi lofttegunda og efnisagna og gerðarviðurkenningu brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega, um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 1024/2012 og (ESB) nr. 167/2013 og um breytingu og niðurfellingu tilskipunar 97/68/EB.
4. gr. Skyldur framleiðanda, innflytjenda og dreifingaraðila.
Leiðbeiningar, upplýsingar og önnur gögn sem framleiðendum, innflytjendum og dreifingaraðilum ber að tryggja skv. 9. mgr. 8. gr., 7. mgr. 11. gr. og 2. mgr. 13. gr. reglugerðar (ESB) 2016/1628 um kröfur varðandi losunarmörk mengandi lofttegunda og efnisagna og gerðarviðurkenningu brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega, um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 1024/2012 og (ESB) nr. 167/2013 og um breytingu og niðurfellingu tilskipunar 97/68/EB skulu vera á íslensku eða ensku.
5. gr. Eftirlit.
Um eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar fer skv. 75. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum.
6. gr. Viðurlög.
Um brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar fer skv. 99. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum.
7. gr. Innleiðing á EES-gerðum.
Með reglugerð þessari eru innleidd ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1628 frá 14. september 2016 um kröfur varðandi losunarmörk mengandi lofttegunda og efnisagna og gerðarviðurkenningu brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega, um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 1024/2012 og (ESB) nr. 167/2013 og um breytingu og niðurfellingu tilskipunar 97/68/EB, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 39/2020 frá 20. mars 2020 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og X. viðauka (Almenn þjónusta) við EES-samninginn. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 29 frá 7. maí 2020, bls. 137-201.
Með reglugerð þessari öðlast jafnframt gildi hér á landi:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/654 frá 19. desember 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1628 að því er varðar tæknilegar kröfur og almennar kröfur með tilliti til losunarmarka og gerðarviðurkenningar brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 61/2018 frá 23. mars 2018 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun). Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 24 frá 16. apríl 2020, bls. 1-333.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/655 frá 19. desember 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1628 að því er varðar vöktun á losun mengandi lofttegunda frá brunahreyflum sem eru í notkun og eru uppsettir í færanlegum vélbúnaði til nota utan vega, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 61/2018 frá 23. mars 2018 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun). Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 24 frá 16. apríl 2020, bls. 334-363.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/656 frá 19. desember 2016 um stjórnsýslukröfur að því er varðar losunarmörk og gerðarviðurkenningu brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1628, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 61/2018 frá 23. mars 2018 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun). Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 24 frá 16. apríl 2020, bls. 364-438.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/988 frá 27. apríl 2018 um breytingu og leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/656 um stjórnsýslukröfur að því er varðar losunarmörk og gerðarviðurkenningu brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1628, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2019 frá 29. mars 2019 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun). Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 24 frá 16. apríl 2020, bls. 445-459.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/989 frá 18. maí 2018 um breytingu og leiðréttingu á framseldri reglugerð (ESB) 2017/654 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1628 að því er varðar tæknilegar kröfur og almennar kröfur með tilliti til losunarmarka og gerðarviðurkenningar brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2020 frá 20. mars 2020 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun). Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 42 frá 25. júní 2020, bls. 137-190.
8. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 3. gr., 34., 35., 38. og 47. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og að höfðu samráði við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vegna faggildingarsviðs Einkaleyfastofu, sbr. lög nr. 24/2006, um faggildingu o.fl., öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 465/2009, um mengandi lofttegundir og agnir frá brunahreyflum véla sem notaðar eru utan vega, með síðari breytingum.
Félagsmálaráðuneytinu, 27. nóvember 2020.
Ásmundur Einar Daðason.
Bjarnheiður Gautadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.