Prentað þann 23. nóv. 2024
Breytingareglugerð
1196/2023
Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 477/2016 um sértækar reglur um opinbert eftirlit með tríkínu í kjöti.
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist einn nýr töluliður, 4. tölul., svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1418 frá 22. ágúst 2022 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/1375 að því er varðar eftirlit með tríkínu í tengslum við stykkjun skrokka og aðrar greiningaraðferðir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 1/2023, frá 3. febrúar 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 75, frá 19. október 2023, bls. 1.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995, um matvæli.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 1. nóvember 2023.
Svandís Svavarsdóttir.
Emilía Madeleine Heenen.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.