Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Stofnreglugerð

1187/2020

Reglugerð á sviði samgangna um innleiðingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/698.

1. gr. Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerð (ESB) með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/698 frá 25. maí 2020 um sértækar og tímabundnar ráðstafanir með tilliti til útbreiðslu COVID-19 faraldursins að því er varðar endurnýjun eða framlengingu gildistíma tiltekinna vottorða, skírteina og heimilda og frestun á tilteknu reglubundnu eftirliti og reglubundinni þjálfun á tilteknum sviðum löggjafar um flutninga, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 91/2020 frá 18. júní 2020 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 24. september 2020, bls. 239-253.

2. gr. Breyting á reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011.

  1. Við 52. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Með reglugerð þessari er innleidd reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/698 frá 25. maí 2020 um sértækar og tímabundnar ráðstafanir með tilliti til útbreiðslu COVID-19 faraldursins að því er varðar endurnýjun eða framlengingu gildistíma tiltekinna vottorða, skírteina og heimilda og frestun á tilteknu reglubundnu eftirliti og reglubundinni þjálfun á tilteknum sviðum löggjafar um flutninga, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 91/2020 frá 18. júní 2020 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 24. september 2020, bls. 239-253.

  2. Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða með fyrirsögn, svohljóðandi:

    Ákvæði til bráðabirgða II.

    Í þeim tilvikum þegar frestur skv. 2. mgr. 14. gr. til að ljúka endurmenntun rann út á tímabilinu 1. febrúar 2020 til 31. ágúst 2020, skal fresturinn framlengdur um sjö mánuði. Á sama hátt framlengist gildistími tákntölu 95 skv. 2. lið III. kafla I. viðauka um sjö mánuði frá þeirri dagsetningu sem tilgreind er á hverju ökuskírteini.

3. gr. Breyting á reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit nr. 605/2010.

Við 2. mgr. 56. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:

  1. Með reglugerð þessari er innleidd reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/698 frá 25. maí 2020 um sértækar og tímabundnar ráðstafanir með tilliti til útbreiðslu COVID-19 faraldursins að því er varðar endurnýjun eða framlengingu gildistíma tiltekinna vottorða, skírteina og heimilda og frestun á tilteknu reglubundnu eftirliti og reglubundinni þjálfun á tilteknum sviðum löggjafar um flutninga, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 91/2020 frá 18. júní 2020 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 24. september 2020, bls. 239-253.

4. gr. Breyting á reglugerð um skoðun ökutækja nr. 8/2009.

Á eftir 7. mgr. 42. gr. reglugerðarinnar bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:

Með reglugerð þessari er innleidd reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/698 frá 25. maí 2020 um sértækar og tímabundnar ráðstafanir með tilliti til útbreiðslu COVID-19 faraldursins að því er varðar endurnýjun eða framlengingu gildistíma tiltekinna vottorða, skírteina og heimilda og frestun á tilteknu reglubundnu eftirliti og reglubundinni þjálfun á tilteknum sviðum löggjafar um flutninga, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 91/2020 frá 18. júní 2020 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 24. september 2020, bls. 239-253.

5. gr. Breyting á reglugerð um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 474/2017.

  1. Við 1. mgr. 20. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:

    1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/698 frá 25. maí 2020 um sértækar og tímabundnar ráðstafanir með tilliti til útbreiðslu COVID-19 faraldursins að því er varðar endurnýjun eða framlengingu gildistíma tiltekinna vottorða, skírteina og heimilda og frestun á tilteknu reglubundnu eftirliti og reglubundinni þjálfun á tilteknum sviðum löggjafar um flutninga, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 91/2020 frá 18. júní 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 24. september 2020, bls. 239-253.
  2. Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða með fyrirsögn, svohljóðandi:

Ákvæði til bráðabirgða.

Í þeim tilvikum þegar rekstrarleyfishafi hefur ekki haft fullnægjandi fjárhagsstöðu skv. 1. tölul. 2. mgr. 5. gr. á tímabilinu 1. mars 2020 til 30. september 2020, skal veita rekstrarleyfishafa að hámarki 12 mánaða frest til að uppfylla kröfu um fullnægjandi fjárhagsstöðu.

6. gr. Breyting á reglugerð um vernd skipa og hafnaraðstöðu nr. 474/2007.

Við 4. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/698 frá 25. maí 2020 um sértækar og tímabundnar ráðstafanir með tilliti til útbreiðslu COVID-19 faraldursins að því er varðar endurnýjun eða framlengingu gildistíma tiltekinna vottorða, skírteina og heimilda og frestun á tilteknu reglubundnu eftirliti og reglubundinni þjálfun á tilteknum sviðum löggjafar um flutninga, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 91/2020 frá 18. júní 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 24. september 2020, bls. 239-253.

7. gr. Breyting á reglugerð um framkvæmd siglingaverndar nr. 265/2008.

  1. 1. mgr. 41. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

    Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi Evrópugerðum, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

    1. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/65/EB frá 26. október 2005 um að efla hafnavernd sem vísað er til í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 65/2006 frá 2. júní 2006, sem birtist í EES-viðauka 44 bls. 13,
    2. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/698 frá 25. maí 2020 um sértækar og tímabundnar ráðstafanir með tilliti til útbreiðslu COVID-19 faraldursins að því er varðar endurnýjun eða framlengingu gildistíma tiltekinna vottorða, skírteina og heimilda og frestun á tilteknu reglubundnu eftirliti og reglubundinni þjálfun á tilteknum sviðum löggjafar um flutninga, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 91/2020 frá 18. júní 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 24. september 2020, bls. 239-253.
  2. Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða með fyrirsögn, svohljóðandi:

    Ákvæði til bráðabirgða.

    Í þeim tilvikum þegar gildistími verndaráætlunar fyrir hafnir og hafnaraðstöðu skv. 4. mgr. 35. gr. rennur út á tímabilinu 1. mars 2020 til 31. ágúst 2020 skal gildistíminn framlengjast í sex mánuði en þó aldrei lengur en til 30. nóvember 2020.

    Í þeim tilvikum þegar 18 mánaða frestur til að framkvæma fullnægjandi æfingar samkvæmt 6. mgr. 7. gr., sbr. III. viðauka, rennur út á tímabilinu 1. mars 2020 til 31. ágúst 2020 skal sá frestur framlengjast í sex mánuði en þó aldrei lengur en til 30. nóvember 2020.

    Í þeim tilvikum þegar fara áttu fram fullnægjandi æfingar, skv. 6. mgr. 7. gr., sbr. III. viðauka, á almanaksárinu 2020 í samræmi við kröfur um eina æfingu á hverju almanaksári skal æfing sem fer fram á árinu 2021 innan fresta skv. viðaukanum teljast einnig hafa farið fram árið 2020 í skilningi viðaukans.

8. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 2. mgr. 54. gr., 11. mgr. 58. gr. og 3. mgr. 74. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, 34. gr. laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017, 1. mgr. 13. gr. laga um siglingavernd nr. 50/2004 og 4. mgr. 1. gr. laga um eftirlit með skipum nr. 47/2003, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 19. nóvember 2020.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Jónas Birgir Jónasson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.