Fara beint í efnið

Prentað þann 23. des. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 12. ágúst 2021

1178/2020

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 729/2020, um línuívilnun.

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. skal línuívilnun í þorski takmarkast við 1.050 tonn, 700 tonn af ýsu, 250 tonn af steinbít, 15 tonn af gullkarfa, 14 tonn af keilu og 50 tonn af löngu, miðað við óslægðan fisk, sem skiptast þannig innan fiskveiðiársins:

Tímabil Þorskur Ýsa Steinbítur Gullkarfi Keila Langa
1. september - nóvember 384 255 12 4 7 21
2. desember - febrúar 355 224 38 2 2 9
3. mars - maí 224 130 152 5 2 13
4. júní - ágúst 87 92 49 5 3 7
Samtals: 1.050 700 250 15 14 50

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 25. nóvember 2020.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.