Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 1. sept. 2021

1177/2020

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 731/2020, um byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020/2021.

1. gr.

Í stað tölunnar "4.617" í 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur: 4.810.

2. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Aflaheimildir skv. 1. gr. skulu skiptast á eftirgreindar tegundir: Þorsk, ýsu, ufsa, steinbít, gullkarfa, keilu og löngu samkvæmt eftirfarandi töflu:

Tegundir Tonn upp úr sjó Þorskígildistonn
Þorskur 4.029 3.384
Ýsa 682 521
Ufsi 1.073 565
Steinbítur 155 76
Gullkarfi 300 213
Keila 30 10
Langa 88 41
Samtals: 6.357 4.810

3. gr.

Í stað tölunnar "4.617" í 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur: 4.810.

4. gr.

Lokamálsliður stafliðar A í 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Hafi svo ekki orðið er heimilt að halda úthlutuðum aflaheimildum samkvæmt þessari grein óbreyttum frá úthlutun fiskveiðiárið 2019/2020 að teknu tilliti til hlutfalls samdráttar í heildaraflaheimildum milli fiskveiðiáranna 2019/2020 og 2020/2021.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 25. nóvember 2020.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.