Fara beint í efnið

Prentað þann 26. des. 2024

Breytingareglugerð

1173/2012

Reglugerð um (1.) breytingu á byggingarreglugerð, nr. 112/2012.

1. gr.

Á eftir orðunum "vegna afgreiðslu umsóknar, s.s. umsögn" í d lið 2. mgr. 2.4.1. gr. kemur: Minjastofnunar Íslands.

2. gr.

4. mgr. 2.4.2. gr. orðast svo: Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra, nema annar gildistími sé tilgreindur í samþykktinni.

3. gr.

Við 2.4.4. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Gæta skal að ákvæðum laga um menningarminjar vegna umsóknar um breytingu á þegar byggðu mannvirki sem fellur undir þau lög.

4. gr.

3.6.3. gr. fellur brott og breytist númeraröð annarra greina 3.6. kafla í samræmi við það.

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4.5.3. gr.:

  1. b liður 1. mgr. orðast svo: einangrunar, þ.m.t. útreikningur á heildarleiðnitapi sbr. 13.2.3. gr.
  2. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:

Í greinargerð skv. 1. og 2. mgr. skal rökstyðja á hvern hátt lágmarksákvæði þessarar reglugerðar og laga um mannvirki eru uppfyllt. Greinargerðina skal afhenda leyfisveitanda eða eftir atvikum skoðunarstofu vegna yfirferðar hönnunargagna. Eftirfarandi þættir skulu nánar koma fram í greinargerðinni:

  1. Inngangur, þ.e. fyrir hvern er unnið, staðsetning mannvirkis, hvert sé ábyrgðarsvið hönnuðar og almenn lýsing á viðfangsefninu.
  2. Forsendur hönnunar, þ.e. kröfur reglugerða og staðla og fyrirmæli eiganda.
  3. Helstu niðurstöður, þ.e. samanburður við hönnunarforsendur og allar lágmarkskröfur ásamt sérstökum rökstuðningi hönnuðar.
  4. Aðrar upplýsingar, þ.e. teikningaskrá og skrá yfir önnur fylgiskjöl hönnunargagna ásamt efnisyfirliti útreikninga.

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 4.7.4. gr.:

  1. Í stað tilvísunarinnar "2. tölul." í a lið kemur: b lið.
  2. Í stað tilvísunarinnar "2. tölul." í c lið kemur: a og b lið.

7. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4.7.5. gr.:

  1. Í stað tilvísunarinnar "1. tölul. 4.7.4. gr." í 1. mgr. kemur: a lið 4.7.4. gr.; og í stað tilvísunarinnar "3. tölul. 4.7.4. gr." kemur: c lið 4.7.4. gr.
  2. Í stað tilvísunarinnar "1. og 3. tölul. 4.7.4. gr." í 2. mgr. kemur: a og c lið 4.7.4. gr.

8. gr.

Í stað orðanna "2. eða 3. tölul. 4.7.4 gr." í 3. mgr. 4.7.7. gr. kemur: b eða c lið 4.7.4. gr.

9. gr.

Við 6.1.5. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Ef sérstökum erfiðleikum er bundið að uppfylla ákvæði þessa hluta reglugerðarinnar án þess að breyta að verulegu leyti megin gerð mannvirkis, burðarvirki, útliti, innra skipulagi eða öðrum sérkennum sem vert er að varðveita, getur leyfisveitandi heimilað að vikið sé frá einstökum ákvæðum þessa hluta reglugerðarinnar. Í slíkum tilvikum skal hönnuður skila sérstakri greinargerð um það hvaða ákvæðum óskað er eftir að víkja frá, um ástæður þess að ekki er unnt að uppfylla þau og hvort unnt er með öðrum hætti að tryggja aðgengi þannig að markmið þessa hluta reglugerðarinnar séu uppfyllt.

10. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6.2.1. gr.:

  1. Á eftir orðunum "í 2,4 m hæð frá jörðu" í 3. mgr. kemur: við umferðarleiðir.
  2. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þetta gildir þó ekki ef hinn útskagandi byggingarhluti er minna en 0,9 m frá jörðu.
  3. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.

11. gr.

f liður 1. mgr. 6.2.3. gr. orðast svo: Breidd gönguleiðar að byggingum skal vera að lágmarki 1,60 m, en 1,80 m þar sem vænta má mikillar umferðar. Þegar gönguleiðir eru styttri en 5 m er heimilt að breidd þeirra sé að lágmarki 1,40 m enda sé aðstaða a.m.k. 1,80 x 1,80 m að stærð fyrir hjólastóla til að mætast við enda þeirra.

12. gr.

4.-9. mgr. 6.2.6. gr. orðast svo:

Bílastæði hreyfihamlaðra skulu vera 3,8 m x 5,0 m að stærð með tryggu aðgengi að gönguleiðum. Eitt af hverjum fimm bílastæðum fyrir hreyfihamlaða, þó aldrei færri en eitt, skal vera 4,5 m x 5,0 m að stærð og við enda þeirra athafnasvæði, um 3 m að lengd. Bílastæði hreyfihamlaðra sem eru samsíða akbraut skulu vera 2,5 m x 8,0 m að stærð og þess gætt að hindrunarlaust svæði sé samsíða stæðunum gangstéttarmegin 2,0 m x 8,0 m að stærð.

Þegar fjöldi bílastæða á lóð er ákvarðaður í skipulagi skal lágmarksfjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða á lóð annarra húsa en sérbýlishúsa vera skv. töflu 6.01. Þegar um fleiri stæði er að ræða bætist við eitt stæði fyrir hver byrjuð 200 stæði.

Tafla 6.01 Bílastæði hreyfihamlaðra sem hlutfall af almennum stæðum.

Fjöldi bílastæða: Þar af fyrir hreyfihamlaða:
1-9 1
10-25 2
26-50 3
51-75 4
76-100 5
101-150 6
151-200 7
201-300 8

Þegar fjöldi bílastæða á lóð íbúðarhúsa, annarra en sérbýlishúsa, er ekki ákvarðaður í skipulagi gildir tafla 6.02 um lágmarksfjölda bílastæða fyrir hreyfihamlaða. Þegar um fleiri íbúðir er að ræða bætist við eitt stæði fyrir hverjar byrjaðar 20 íbúðir.

Tafla 6.02 Bílastæði hreyfihamlaðra sem hlutfall af fjölda íbúða.

Fjöldi íbúða: Bílastæði fyrir hreyfihamlaða:
1-4 1
5-10 2
11-15 3
16-20 4
21-30 5
31-40 6
41-50 7
51-60 8

Við samkomuhús, s.s. kvikmyndahús, skemmtistaði, veitingastaði, leikhús, félagsheimili, íþróttamannvirki, ráðstefnusali, tónlistarsali eða aðrar slíkar byggingar skal lágmarksfjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða vera skv. töflu 6.03. Þegar sætafjöldi samkomuhúss er meiri bætist við eitt bílastæði fyrir hver byrjuð 300 sæti.

Tafla 6.03 Bílastæði hreyfihamlaðra sem hlutfall af fjölda sæta.

Fjöldi sæta: Bílastæði fyrir hreyfihamlaða:
1-100 1
101-200 2
201-300 3
301-400 4
401-500 5
501-700 6
701-900 7
901-1.100 8
1.101-1.300 9
1.301-1.500 10

Þegar fjöldi bílastæða á lóð bygginga, annarra en íbúðarhúsa, er ekki ákvarðaður í skipulagi gildir tafla 6.04 um lágmarksfjölda bílastæða fyrir hreyfihamlaða. Þegar um fleiri starfsmenn/gesti er að ræða bætist við eitt stæði fyrir hverja byrjaða 200 starfsmenn/gesti.

Tafla 6.04 Bílastæði hreyfihamlaðra sem hlutfall af fjölda starfsmanna og gesta.

Fjöldi starfsmanna og gesta: Bílastæði fyrir hreyfihamlaða:
1-20 1
21-40 2
41-80 3
81-120 4
121-160 5
161-200 6
201-300 7
301-400 8
401-500 9
501-600 10

Ávallt skal gera ráð fyrir bílastæðum sem henta fyrir hreyfihamlaða í bílgeymslum sem almenningur hefur aðgang að. Leitast skal við að hafa bílastæði sem henta hreyfihömluðum í sameiginlegum bílgeymslum íbúðarhúsa í samræmi við fyrirkomulag eignarhalds í bílgeymslunni og fjölda íbúða sem hún tilheyrir. Fækka má bílastæðum á lóð mannvirkis samkvæmt töflum 6.01-6.04 sem nemur fjölda sérmerktra stæða fyrir hreyfihamlaða í sameiginlegri bílgeymslu, enda sé tryggt að gestkomandi hafi ávallt aðgang að hluta stæðanna.

13. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6.4.2. gr.:

  1. 2. mgr. orðast svo: Breidd hurðarblaða allra inngangsdyra/útidyra bygginga, þ.m.t. svala- og garðdyra, skal minnst vera 0,90 m og samsvarandi hæð minnst 2,10 m.
  2. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi: Inngangsdyr/útidyr skulu þannig frágengnar að allir, þar með talið fólk í hjólastól, geti opnað þær án erfiðleika. Miða skal við að átak við að opna hurð sé mest 25 N á handfangi og mesti þrýstingur eða tog ekki yfir 40 N.
  3. Í stað orðanna "pallur/flötur" í a lið 3. mgr. kemur: láréttur flötur.

14. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6.4.3. gr.:

  1. 1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Breidd hurðarblaða allra dyra í byggingum skal minnst vera 0,90 m og samsvarandi hæð minnst 2,10 m.
  2. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Miða skal við að átak við að opna hurð sé mest 25 N á handfangi og mesti þrýstingur eða tog ekki yfir 40 N.

15. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6.4.4. gr.:

  1. Í stað tölunnar "5" í 4. mgr. kemur: 10
  2. 2. málsl. 6. mgr. fellur brott.

16. gr.

Á eftir orðinu "stigum" í 2. mgr. 6.4.6. gr. kemur: og tröppum.

17. gr.

Í stað orðsins "breidd" í 1. málsl. 3. mgr. 6.4.7. gr. kemur: lengd.

18. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6.4.8. gr.:

  1. 3. mgr. orðast svo: Stigar bygginga skulu almennt vera jafn breiðir þeim gangi sem liggur að þeim. Stigar fyrir almenna umferð innan íbúðar skulu vera minnst 0,90 m breiðir. Stigar sem þjóna fleiri en einni íbúð, fleiri en einu fyrirtæki o.þ.h. skulu vera minnst 1,20 m að breidd. Breidd stiga skal þó vera þannig að kröfur um flóttaleiðir séu uppfylltar, sbr. 9. hluta.
  2. 5. mgr. orðast svo: Breidd útitrappa að aðalinngangi bygginga skal vera a.m.k. 1,30 m með hindrunarlausa ganghæð a.m.k. 2,20 m. Stigar/tröppur við bakinngang og á öðrum stöðum þar sem gert ráð fyrir takmörkuðum umgangi, skulu vera a.m.k. 0,90 m breiðir. Stigar/ tröppur af svölum íbúðar niður í garð mega þó vera að lágmarki 0,60 m að breidd, mælt milli handlista.

19. gr.

Á eftir a lið 2. mgr. 6.4.9. gr. kemur nýr stafliður, b liður, svohljóðandi: Ef halli er frá 30° til 45°: 2h + b = 600 - 640 mm

20. gr.

1. mgr. 6.4.10. gr. fellur brott.

21. gr.

K liður 1. mgr. 6.4.11. gr. orðast svo: Þar sem skábraut kemur að útidyrum skal vera sléttur láréttur flötur utan opnunarsvæðis dyra, a.m.k. 1,80 x 1,80 m að stærð.

22. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 6.4.13. gr.:

  1. a liður orðast svo: Séu fleiri lyftur til fólksflutninga innan byggingar en lágmarkskrafa þessarar reglugerðar kveður á um, skal stærð þeirra vera þannig að þær henti til notkunar fyrir fólk í hjólastól og skal gerð grein fyrir því í greinargerð hönnuðar.
  2. Í stað talnanna "0,9 m - 1,2 m" í e lið kemur: 0,70 m til 1,20 m.
  3. g liður orðast svo: Hindrunarlaust athafnasvæði fyrir hjólastóla framan við lyftu skal vera minnst 1,80 m að breidd meðfram lyftudyrum og skal lengd þess minnst vera 2,00 m.

23. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6.5.1. gr.:

  1. Á eftir orðinu "pöllum" í 1. mgr. kemur: skábrautum.
  2. Á eftir orðunum "stigum/tröppum" í 1. málsl. 3. mgr. kemur: og skábrautum.
  3. Á eftir orðunum "0,9 m breið" í 2. málsl. 3. mgr. kemur: eða mjórri.

24. gr.

4. mgr. 6.5.3. gr. orðast svo: Á öllum glerhandriðum skal vera samfelldur handlisti með fullnægjandi festingum eða annar frágangur sem tryggir fullnægjandi fallvörn ef glerið brotnar.

25. gr.

Í stað talnanna "0,8 m til 1,1 m" í 4. mgr. 6.6.1. gr. kemur: 0,70 m til 1,20 m.

26. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6.7.4. gr.:

  1. a liður 1. mgr. orðast svo: Minnst ein hlið íbúðarrýmis skal ekki vera niðurgrafin, þ.e. frágengið yfirborð jarðvegs skal vera neðar en gólfkóti íbúðarinnar.
  2. Á eftir orðunum "utan útveggjar þess er" í 1. málsl. 2. mgr. kemur: að hámarki.

27. gr.

6.7.8. gr. orðast svo:

Stærð íbúðarherbergja skal vera í samræmi við stærð íbúðar og fyrirhugaða notkun hennar. Við ákvörðun um stærð íbúðarherbergja skal taka mið af þeim innréttingum og húsgögnum sem gert er ráð fyrir að verði í viðkomandi herbergi.

Svefnherbergi íbúðar skulu ekki vera hvert inn af öðru og er óheimilt að hafa einu aðkomuna að öðrum íbúðarherbergjum í gegnum svefnherbergi.

Á hverju íbúðarherbergi skal vera opnanlegur gluggi.

Íbúðarherbergi skal ekki vera mjórra en 2,40 m né minna en 8 m² að flatarmáli.

Innan íbúðar sem er 55 m² að stærð og stærri, skal minnst vera eitt svefnherbergi, auk stofu sem ekki er minni en 18 m². Í a.m.k. einu svefnherbergi slíkra íbúða skal vera rými fyrir tvíbreitt rúm og fataskáp.

Íbúðir sem eru hannaðar á grundvelli algildrar hönnunar skulu uppfylla eftirfarandi kröfur:

  1. Í a.m.k. einu svefnherbergi skal vera hindrunarlaust athafnarými ekki minna en 1,5 m að þvermáli við rúm og skáp.
  2. Í stofu skal vera hindrunarlaust athafnarými sem er ekki minna en 1,5 m að þvermáli.
  3. Hindrunarlaus umferðarleið skal vera að opnanlegum glugga í íbúðarherbergjum skv. a og b lið.

Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.

28. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6.7.10. gr.:

  1. 3. málsl. 1. mgr. fellur brott.
  2. 2. mgr. orðast svo: Aðkoma að snyrtingu eða baðherbergi íbúðar skal ekki vera frá svefnherbergi, nema annað baðherbergi eða snyrting sé í íbúðinni.

29. gr.

3. mgr. 6.7.11. gr. orðast svo: Heimilt er að hafa þvottaherbergi innan íbúðar sem hluta af baðherbergi. Skulu þá allar kröfur þessarar reglugerðar uppfylltar varðandi gerð og frágang slíkra rýma. Víkja má frá lágmarksstærðum fyrir bað- og þvottaherbergi enda sé tryggt að kröfur um aðgengi hreyfihamlaðra séu uppfylltar og grein gerð fyrir því í greinargerð hönnuðar og á uppdráttum.

30. gr.

Á eftir 3. málsl. 1. mgr. 6.7.12. gr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Í sameiginlegum þvottaherbergjum skal koma fyrir skolvaski.

31. gr.

1. og 2. málsl. 7. mgr. 6.7.13. gr. orðast svo: Hverri íbúð í fjölbýlishúsi skal fylgja geymsla fyrir barnavagna, reiðhjól og þess háttar. Stærð geymslunnar skal vera a.m.k. 2,0 m² á hverja íbúð þegar um sameiginlega geymslu er að ræða.

32. gr.

4.-6. mgr. 6.7.14. gr. orðast svo:

Á veggsvölum skal vera handrið í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar og að þeim skulu vera dyr með hurðarblaði minnst 0,90 m að breidd og minnst 2,10 m að hæð.

Útskagandi veggsvalir í umferðarleiðum skulu aldrei vera lægri en í 2,4 m hæð frá jörðu, nema settar séu upp varnir þannig að ekki sé slysahætta vegna umferðar. Þetta gildir þó ekki ef veggsvalirnar eru minna en 0,9 m frá jörðu.

Í fjölbýlishúsum skal eftir atvikum gert ráð fyrir að hægt sé að koma fyrir svalaskýli með hagkvæmum hætti.

33. gr.

Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 6.8.2. gr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þó má lofthæð ýmissa sérrýma svo sem snyrtinga, ræstiherbergja, búningsherbergja, baðaðstöðu, ganga o.þ.h. vera a.m.k. 2,50 m.

34. gr.

Á eftir orðunum "fyrir hreyfihamlaða" í 1. málsl. 1. mgr. 6.8.3. gr. kemur: þó aldrei færri en eitt.

35. gr.

6.8.4. gr. orðast svo:

Í skólum, samkomuhúsum, veitingastöðum og öðrum byggingum sem almenningur hefur aðgang að og þar sem fólk safnast saman innan bygginga skal fjöldi salerna og handlauga vera að lágmarki skv. töflu 6.06. Um salerni á vinnustöðum gilda reglur Vinnueftirlits ríkisins um húsnæði vinnustaða. heilbrigðisnefnd getur gert ítarlegri kröfur.

Tafla 6.06 Fjöldi salerna og handlauga.

Fjöldi gesta Fjöldi salerna Fjöldi handlauga
1-15 1 1
15-30 2 2
31-55 3 3

Fjöldi tækja skal aukinn um eitt fyrir hverja byrjaða 25 gesta fjölgun.

Heimilt er, þar sem salerni eru aðskilin fyrir konur og karla, að fækka salernum fyrir karla og setja í staðinn þvagskálar. Í slíkum tilvikum skal þó aldrei fækka salernum fyrir karla um meira en þriðjung. Fjöldi tækja fyrir konur þar sem salerni eru aðskilin skal að lágmarki vera skv. töflu 6.06. Þar sem gera má ráð fyrir miklu tímabundnu álagi skal auka fjölda tækja til samræmis við áætlaða þörf.

Heimilt er að víkja frá ákvæðum um lágmarksfjölda í töflu 6.06 þegar fjöldi gesta er umfram 130 og skulu hönnuðir þá gera grein fyrir forsendum heildarfjölda salerna í greinargerðum sínum.

Hvert salerni skal vera í læsanlegu, lokuðu rými. Veggir skulu að jafnaði þannig frágengnir að hvorki sé bil við gólf né við frágengið loft rýmisins. Kröfur þessarar greinar eiga einnig við um breytingu á þegar byggðu húsnæði.

Gólf snyrtinga skulu uppfylla kröfur til votrýma og þannig frágengin að ekki sé hætta á hálku í bleytu.

36. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr. 6.10.1. gr.:

  1. a liður orðast svo: Hurðarblað dyra að íbúðarherbergi og baðherbergi skal minnst vera 0,90 m að breidd og minnst 2,10 m að hæð.
  2. b liður orðast svo: Baðherbergi skal uppfylla kröfur um aðgengi fyrir hreyfihamlaða.
  3. 2. málsl. f liðar orðast svo: Breidd hurðarblaða svaladyra skal minnst vera 0,90 m og hæð minnst 2,10 m.

37. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6.10.3. gr.:

  1. 1. málsl. 1. mgr. fellur brott.
  2. Á eftir orðinu "hreyfihamlaða" í 2. mgr. kemur: þó aldrei færri en eitt.

38. gr.

2. og 3. mgr. 6.10.4. gr. orðast svo:

Íbúð fyrir námsmenn skal vera að lágmarki 37,0 m² að nettó flatarmáli. Ef gengið er inn í íbúð utan frá eða af svalagangi skal vera anddyri a.m.k. 1,5 m x 1,5 m að stærð. Hverri íbúð skal fylgja hæfilegt geymslurými í sameign, sameiginlegt þvottahús og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.

Einstaklingsíbúð innan stúdentagarða má vera eitt herbergi (alrými) sem er að lágmarki 28,0 m² að nettó flatarmáli. Hæfilegt geymslurými skal vera í sameign, sameiginlegt þvottahús og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Alrými gegnir hlutverki stofu, svefn-, eldunar- og vinnuaðstöðu. Ef gengið er inn í íbúð af svalagangi eða utan frá skal vera anddyri a.m.k. 1,5 m x 1,5 m að stærð.

39. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr. 6.11.1. gr.:

  1. b liður orðast svo: Hurðarblað allra hurða skal vera minnst 0,90 m breitt og minnst 2,10 m hátt.
  2. d liður orðast svo: Baðherbergi skal uppfylla kröfur um aðgengi fyrir hreyfihamlaða.

40. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6.11.5. gr.:

  1. 2. mgr. orðast svo: Gólf bílgeymslna skulu vera vatnsþétt með halla að niðurföllum sem staðsett eru með hæfilegu millibili þannig að vatn liggi ekki á gólffletinum. Veggir, gólf og loft skulu gerð úr efnum sem þola það raka- og brunaálag sem gera má ráð fyrir að verði í bílgeymslunni.
  2. 4. mgr. fellur brott.
  3. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.

41. gr.

Við 6.11. kafla bætist ný grein, 6.11.8. gr., sem ásamt fyrirsögn hjóðar svo:

6.11.8. gr.

Starfsmannabúðir.

Starfsmannabúðir, sem ætlað er að standa til bráðabrigða í 4 mánuði eða lengur, skulu hannaðar þannig að byggingarnar falli sem best að umhverfi sínu hvað varðar útlit, efnisval, litaval o.fl. nema skipulagsskilmálar kveði á um annað. Starfsmannabúðir skulu uppfylla kröfur Vinnueftirlits ríkisins og heilbrigðiseftirlits.

Um öflun vatns og rotþrær gilda ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um fráveitur. Hreinlætisaðstaða að öðru leyti skal vera í samræmi við fyrirhugaða notkun.

Meta skal þörf fyrir herbergi sem henta hreyfihömluðum í samræmi við fyrirhugaða notkun starfsmannabúðanna, stærð þeirra og hversu lengi þeim er ætlað að standa. Ef gert er ráð fyrir herbergi sem henta hreyfihömluðum skulu gangar hafa lágmarksbreidd 1,1 m enda sé tryggt að svæði framan við hurðir sé 1,5 m x 1,5 m. Í sameiginlegu rými starfsmannabúða skal eftir atvikum vera snyrting fyrir fatlaða með 0,90 m hliðarsvæði beggja vegna salernis.

Byggingar sem tilgreindar eru í 1. mgr. skulu uppfylla kröfur þessarar reglugerðar í samræmi við áformaða notkun. Þær byggingar þar sem seld er gisting og/eða þar sem veitingasala fer fram skulu uppfylla kröfur þessarar reglugerðar til veitingastaða, hótela og gististaða eftir því sem við á.

Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.

42. gr.

1. málsl. 2. mgr. 6.12.7. gr. orðast svo: Hurðarblað dyra að sorpgeymslu skal minnst vera 1,00 m að breidd og samsvarandi hæð minnst 2,10 m.

43. gr.

Í stað orðanna "neðstu hæð" í 1. málsl. 3. mgr. 6.13.1. gr. kemur: aðalinngangshæð.

44. gr.

Í stað orðsins "punktútsog" í 2. málsl. 4. mgr. 10.2.3. gr. kemur: staðbundið útsog.

45. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 10.2.4. gr.:

  1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Almennt skal neðri brún loftinntaks vélrænna loftræsikerfa í þéttbýli ekki vera nær jörðu en 4,0 m frá frágengnu jarðvegsyfirborði.
  2. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Opnun upp úr þaki í lyftum skal vera a.m.k. 1% af flatarmáli lyftuganga.

46. gr.

10.2.5. gr. orðast svo:

Íbúðarhús má loftræsa með náttúrulegri loftræsingu, vélrænni loftræsingu eða blöndu af hvoru tveggja.

Tryggja ber að eftirfarandi loftskipti í íbúðarhúsum séu möguleg að lágmarki, óháð gerð loftræsingar:

  1. Öll íverurými skulu loftræst þannig að magn fersklofts sem berst til rýmis sé minnst 0,3 l/s á m² gólfflatar á meðan rýmið er í notkun og minnst 0,2 l/s á m² gólfflatar meðan rýmið er ekki í notkun. Jafnframt skal tryggt að magn fersklofts sem berst til svefnherbergis sé aldrei minna en svo að það samsvari 7 l/s á hvern einstakling meðan herbergið er í notkun.
  2. Herbergi þar sem ekki er gert ráð fyrir stöðugri viðveru er þó heimilt að loftræsa þannig að magn fersklofts sé minnst 0,2 l/s á m² gólfflatar.
  3. Útsog úr eldhúsi íbúðar: 30 l/s.
  4. Útsog úr baðherbergi íbúðar: 15 l/s.
  5. Útsog úr minni snyrtingum: 10 l/s.
  6. Útsog úr stökum geymslu- eða kjallaraherbergjum þar sem ekki er stöðug viðvera: 0,2 l/s á m² gólfflatar.
  7. Útsog frá þvottaherbergi einnar íbúðar: 20 l/s.
  8. Sameiginlegt þvottaherbergi með samnýttum þvottavélum fyrir 2 íbúðir eða fleiri: 30 l/s á hverja þvottavél.
  9. Stigahús: 17 l/s.
  10. Sorpgeymslur: 0,6 l/s á m², þó að lágmarki 20 l/s.

Miða skal við að íbúðir aldraðra og sérhæfðar íbúðir fatlaðra séu í notkun allan sólarhringinn.

Aðstreymi lofts að eldhúsi, baðherbergi, salerni eða þvottahúsi skal koma um op sem er að flatarmáli minnst 100 sm² fyrir hvert rými. Þegar þessi rými liggja ekki að útvegg má loft til þeirra koma frá aðliggjandi rýmum með minna mengunar- eða rakaálagi. Þegar þau liggja að útvegg skal ferskloft koma að utan, um glugga eða sérstök loftræsiop.

47. gr.

10.2.6. gr. fellur brott og breytist töluröð annarra greina í kafla 10.2. sem því nemur.

48. gr.

10.2.7. gr., sem verður 10.2.6. gr., orðast svo ásamt fyrirsögn:

10.2.6. gr.

Loftræsing í skólum og sambærilegum byggingum.

Íveruherbergi í skólum, frístundaheimilum og sambærilegum byggingum skal loftræsa með loftræsibúnaði sem er bæði með innblástur og útsog og þar sem varmaorka útsogs er endurnýtt. Búnaðurinn skal tryggja gott og heilnæmt inniloft. Innblásið ferskloft og útsog skal vera minnst 5 l/s fyrir hvert barn og minnst 7 l/s fyrir einstaklinga 6 ára og eldri. Að lágmarki skal þó innblásið magn fersklofts vera 0,35 l/s á m² heildargólfflatar á meðan byggingin eða einstök rými eru í notkun. Þegar bygging er ekki í notkun skal magn fersklofts vera minnst 0,2 l/s á m² gólfflatar.

Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar. Í leiðbeiningunum skal m.a. skilgreina lágmarksgildi sem höfð skulu til viðmiðunar við hönnun loftræsingar í einstökum rýmum bygginga skv. þessari grein.

49. gr.

10.2.8. gr., sem verður 10.2.7. gr., orðast svo ásamt fyrirsögn:

10.2.7. gr.

Loftræsing atvinnuhúsnæðis.

Að jafnaði skal magn fersklofts í atvinnuhúsnæði og byggingum ætluðum almenningi að lágmarki vera 7,0 l/s á mann, þegar ekki er gert ráð fyrir mikilli áreynslu eða hreyfingu. Sé áreynsla eða hreyfing mikil innan rýmisins skal auka magn fersklofts þannig að loftgæði séu fullnægjandi.

Í rýmum bygginga skv. 1. mgr. þar sem lykt, mengun eða önnur óþægindi eru frá byggingarefnum eða búnaði innanhúss, skal magn fersklofts vera minnst 0,7 l/s á m² gólfflatar meðan byggingin eða rýmin eru í notkun. Þegar byggingin er ekki í notkun skal magn fersklofts vera minnst 0,2 l/s á m² gólfflatar.

Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar. Í leiðbeiningunum skal m.a. skilgreina lágmarksgildi sem höfð skulu til viðmiðunar við hönnun loftræsingar í einstökum rýmum bygginga skv. þessari grein.

50. gr.

2. og 3. málsl. 10.2.9. gr., sem verður 10.2.8. gr., falla brott.

51. gr.

10.3.2. gr. orðast svo: Um innivist í byggingum skal hafa hliðsjón af ÍST EN ISO 7730.

52. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 10.5.4. gr.:

  1. 2. mgr. orðast svo: Ef um aðra efnisnotkun er að ræða en tilgreind er í 1. mgr. skal leyfishafi afhenda leyfisveitanda prófun sem seljandi efnisins útvegar frá faggiltri rannsóknarstofu um fullnægjandi vatnsþéttleika efnisins við fyrirhugaðar aðstæður eða frá rannsóknarstofu sem Mannvirkjastofnun samþykkir.
  2. 4. mgr. orðast svo: Kröfur þessarar greinar eiga ekki við um einföld skýli, s.s. einfaldar óeinangraðar landbúnaðarbyggingar, opin bílskýli eða opnar bílgeymslur þar sem ekki er gerð krafa um fulla regnvörn þaks og ekki er hætta á skemmdum byggingarhluta vegna raka og leka.

53. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 10.5.5. gr.:

  1. 4. mgr. orðast svo: Þegar einangrun snýr að loftræstu bili skal tryggt að ekki verði uppsöfnun raka í einangrunarefninu. Jafnframt skal tryggt að lofthreyfing hafi ekki óæskileg áhrif á einangrunargildi byggingarhlutans.
  2. 9. mgr. orðast svo: Lífrænt byggingarefni, s.s. timbur og klæðningar úr viði, skal ávallt haft í loftræstu rými en ekki lokað inni á milli rakaþéttra laga, nema sýnt sé fram á aðra lausn sem tryggir að ekki verði rakaþétting né uppsöfnun raka.

54. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 13.2.2. gr.:

  1. Í stað tölunnar "15°C" í 2. mgr. kemur: 18°C.
  2. Í stað talnanna "5° til 15°C" í 3. mgr. kemur: 10° til 18°C.

55. gr.

Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 13.2.3. gr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Hönnunargögnum sem afhent eru leyfisveitanda skal ávallt fylgja útreikningur á heildarleiðnitapi.

56. gr.

Í stað töflu 13.01 í 13.3.2. gr. kemur ný tafla, svohljóðandi:

Tafla 13.01 Ný mannvirki og viðbyggingar - leyfilegt hámark
U-gilda einstakra byggingarhluta.

Byggingarhluti Leyft hámark U-gildis (W/m²K)
Ti ≥ 18°C 18°C >Ti ≥10°C
Þak 0,20 0,30
Útveggur 0,40 0,40
Léttur úveggur 0,30 0,40
Gluggar (karmar, gler vegið meðaltal, k-gler) 2,0 3,0
Hurðir 3,0 engin krafa
Ofanljós 2,0 3,0
Gólf á fyllingu 0,30 0,40
Gólf að óupphituðu rými 0,30 0,40
Gólf að útilofti 0,20 0,40
Útveggir, vegið meðaltal (veggfletir, gluggar og hurðir) 0,85 engin krafa

57. gr.

13.3.3. gr. orðast svo:

Við viðhald og endurbyggingu byggingarhluta skal leyfilegt hámark U-gilda einstakra byggingarhluta vera skv. töflu 13.02.

Tafla 13.02 Viðhald/endurbygging - leyfilegt hámark U-gilda einstakra byggingarhluta.

Byggingarhluti Leyft hámark U-gildis (W/m²K)
Ti ≥ 18°C 18°C >Ti ≥10°C
Þak 0,20 0,30
Útveggur 0,40 0,40
Léttur útveggur 0,30 0,40
Gluggar (karmar, gler vegið meðaltal, k-gler) 2,0 3,0
Hurðir 3,0 engin krafa
Ofanljós 2,0 3,0
Gólf á fyllingu 0,30 0,40
Gólf að óupphituðu rými 0,30 0,40
Gólf að útilofti 0,20 0,40
Útveggir, vegið meðaltal (veggfletir, gluggar og hurðir) engin krafa engin krafa

Á svæðum þar sem orkukostnaður vegna húshitunar er hár á íslenskan mælikvarða er mælt með að leiðnitap sé a.m.k. 10% lægra en fram kemur í töflu 13.02.

58. gr.

Í stað tölunnar "15°C" í 2. mgr. 13.5.1. gr. kemur: 18°C.

59. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 14.9.1. gr.:

  1. 2. mgr. orðast svo: Stýring loftræsibúnaðar skal vera þannig að hægt sé að draga tímabundið úr loftmagni þegar þörf á loftræsingu innan byggingar eða rýmis minnkar.
  2. 4. mgr. orðast svo: Loftræsikerfi bygginga skal þannig hannað, uppsett og frágengið að uppfyllt séu ákvæði staðalsins ÍST EN 13779 og kröfur til eldvarna skv. 9. hluta þessarar reglugerðar. Ákvæði staðalsins eiga einnig við um stærðir tæknirýma og lagnaleiða.

60. gr.

Í stað dagsetningarinnar "1. janúar 2013" í 1. málsl. 1. tölul. ákvæðis til bráðabirgða kemur: 15. apríl 2013.

61. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt 1. mgr. 60. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki og 4. mgr. 24. gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir, öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 17. desember 2012.

Svandís Svavarsdóttir.

Magnús Jóhannesson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.