Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

1154/2013

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 55/2009, um styrki til kaupa á næringarefnum og sérfæði.

1. gr.

Í stað orðanna "reglugerð um greiðslur almannatrygginga í lyfjakostnaði" í 2. málsl. 2. mgr. 1. gr. kemur: reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði.

2. gr.

3. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

  1. Í stað orðanna "vistheimili, heimili fyrir börn" í 2. málsl. 3. mgr. 3. gr. kemur: búsetuúrræði á vegum sveitarfélaga fyrir fatlað fólk og kostuð eru af sveitarfélögum.
  2. Í stað orðsins "vistmönnum" í 3. málsl. 3. mgr. 3. gr. kemur: hlutaðeigandi.
  3. Við 3. mgr. 3. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi:

Sjúkratryggingar Íslands greiða þó fyrir næringarefni og sérfæði fyrir einstaklinga með gildandi innkaupaheimild frá Sjúkratryggingum Íslands á meðan þeir dveljast á áðurnefndum stofnunum til skamms tíma (skammtímadvöl), þó að hámarki sex vikur, enda sé þörf fyrir vöruna ekki beinlínis vegna innlagnarinnar.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjalinu "Næringarefni og sérfæði frá Sjúkratryggingum Íslands" með reglugerðinni:

Flokkur 98 03 06 Næring um slöngu. Fyrir hvern mánaðarskammt greiða Sjúkratryggingar Íslands það sem umfram er:

Í stað "5.900 kr." kemur: 6.800 kr.

Í stað "11.800 kr." kemur: 13.600 kr.

Í stað "17.700 kr." kemur: 20.400 kr.

Í stað "23.600 kr." kemur: 27.200 kr.

Í stað "29.500 kr." kemur: 34.000 kr.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 27. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2014.

Velferðarráðuneytinu, 6. desember 2013.

Krístján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Hrönn Ottósdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.