Fara beint í efnið

Prentað þann 17. nóv. 2024

Breytingareglugerð

1153/2023

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 992/2022 um tilkynningar um markaðssetningu, auk leyfisveitinga, og innihaldsefna nikotínvara, rafrettna og áfyllinga fyrir rafrettur sem innihalda nikótín.

1. gr.

Á eftir 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, svohljóðandi:

Einungis er heimilt að setja á markað rafrettur, þ.m.t. einnota rafrettur, eða hylki fyrir rafrettur, sem geta innihaldið að hámarki 2 ml af nikótínvökva. Einungis er heimilt að setja á markað áfyllingarílát fyrir rafrettur sem geta innihaldið að hámarki 10 ml af nikótínvökva.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 8. gr. laga um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur, nr. 87/2018, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. febrúar 2024.

Heilbrigðisráðuneytinu, 17. október 2023.

Willum Þór Þórsson.

Ásthildur Knútsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.