Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

1152/2014

Reglugerð um breytingar á reglugerðum er varða sérstök verkefni sýslumanna.

Birta efnisyfirlit

1. gr. Breyting á reglugerð nr. 961/2005, um fullnustu refsinga.

Í stað "lögreglustjóra" í 1. tölul. 1. gr. komi: sýslumanni.

2. gr. Breyting á reglugerð nr. 208/2006, um innheimtu sekta og sakarkostnaðar.

Í stað "á Blönduósi" í 1. gr. komi: á Norðurlandi vestra.

3. gr. Breyting á reglugerð nr. 664/2006, um norræna innheimtu sekta og sakarkostnaðar.

Í stað "á Blönduósi" á tveimur stöðum í 1. gr. komi: á Norðurlandi vestra.

4. gr. Breyting á reglugerð nr. 1125/2006, um framkvæmd laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

Ákvæði 1. gr. orðist svo:

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra skal frá og með 1. janúar 2015 annast framkvæmd laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

5. gr. Breyting á reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1121/2006, um útgáfu Lögbirtingablaðs nr. 623/2005.

Ákvæði 1. gr. orðist svo:

Sýslumaðurinn á Suðurlandi skal frá og með 1. janúar 2015 annast útgáfu Lögbirtingablaðs.

6. gr. Breyting á reglugerð nr. 1124/2006, um veitingu happdrættisleyfa.

Ákvæði 1. gr. orðist svo:

Sýslumaðurinn á Suðurlandi skal frá og með 1. janúar 2015 annast veitingu happdrættisleyfa.

7. gr. Breyting á reglugerð nr. 1127/2006, um veitingu leyfa til útfararþjónustu.

Ákvæði 1. gr. orðist svo:

Sýslumaðurinn á Suðurlandi skal frá og með 1. janúar 2015 annast veitingu leyfa til útfararþjónustu.

8. gr. Breyting á reglugerð nr. 786/2008, um opinberar fjársafnanir, sbr. reglugerð nr. 107/2014.

Í stað "á Hvolsvelli" í 2. mgr. 1. gr. komi: á Suðurlandi.

9. gr. Breyting á reglugerð nr. 90/2014, um meðferð mála skv. lögum um lögmenn.

Í stað "á Siglufirði" í 1. gr. komi: á Norðurlandi eystra.

10. gr. Breyting á reglugerð nr. 203/2003, um dreifingu ösku utan kirkjugarðs, sbr. reglugerð nr. 104/2014.

Í stað "á Siglufirði" í 1. gr. komi: á Norðurlandi eystra.

11. gr. Breyting á reglugerð nr. 105/2014, um leyfi til tilfærslu eða flutnings líka.

Í stað "á Siglufirði" í 1. gr. komi: á Norðurlandi eystra.

12. gr. Breyting á reglugerð nr. 108/2014, um ákvarðanir varðandi kvaðabindingu arfs og niðurfellingu kvaðar.

Í stað "á Siglufirði" í 1. gr. komi: á Norðurlandi eystra.

13. gr. Breyting á reglugerð nr. 106/2014, um skráningu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga.

Í stað "á Siglufirði" í 1. gr. komi: á Norðurlandi eystra.

14. gr. Breyting á reglum nr. 345/2011, um sanngirnisbætur.

Í stað "á Siglufirði" í 2. gr. og 4. gr. komi: á Norðurlandi eystra.

15. gr. Breyting á reglugerð nr. 1126/2006, um vistun allsherjarskrár um kaupmála.

Ákvæði 1. gr. orðist svo:

Sýslumaðurinn á Vesturlandi skal frá og með 1. janúar 2015 halda allsherjarskrá um kaupmála.

16. gr. Breyting á reglugerð nr. 405/2008, um þinglýsingar.

Í stað "í Reykjavík" í 3. mgr. 5. gr. komi: á höfuðborgarsvæðinu.

17. gr. Breytingar á reglugerð nr. 1264/2011, um veitingu leyfa til ættleiðingar.

a) Ákvæði 1. gr. orðist svo:

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu skal frá og með 1. janúar 2015 annast leyfisveitingar samkvæmt II. og VI. kafla laga um ættleiðingar, nr. 130 31. desember 1999, með síðari breytingum.

b) Í stað "í Reykjavík" í 2. gr. komi: á höfuðborgarsvæðinu.

18. gr. Breyting á reglugerð nr. 1122/2006, um löggildingu dómtúlka og skjalaþýðenda.

Ákvæði 1. gr. orðist svo:

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum skal frá og með 1. janúar 2015 annast löggildingu dómtúlka og skjalaþýðenda.

19. gr. Breyting á reglugerð nr. 8/2009, um skoðun ökutækja.

Í stað "í Bolungarvík" í 1. mgr. og 4. mgr. 38. gr. komi: á Vestfjörðum.

20. gr. Lagastoð.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 1. mgr. 70. og 80. gr. laga nr. 49/2005, 20. og 26. gr. laga nr. 69/1963, 1. mgr. 1. gr. og 7. gr. laga nr. 19/1988, 1. mgr. og 3. mgr. 6. gr. laga nr. 15/2005, 1. mgr. 2. gr. og 12. gr. laga nr. 38/2005, 5. mgr. 7. gr., 1. mgr. 21. gr., 2. mgr. 46. gr. og 1. mgr. 50. gr. laga nr. 36/1993, 4. gr. og 10. gr. laga nr. 5/1977, 5. mgr. 29. gr. laga nr. 77/1998, 4. mgr. 50. gr. laga nr. 8/1962, 2. mgr. 2. gr. og 10. gr. laga nr. 108/1999, 4. mgr. 12. gr. laga nr. 47/2010, 1. mgr. 86. gr. og 1. mgr. 133. gr. laga nr. 31/1993, 53. gr. laga nr. 39/1978, 1. og 41. gr. laga nr. 130/1999, 1. mgr. 4. gr. laga nr. 148/2000 og 67. gr. laga nr. 50/1987, með síðari breytingum.

21. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi öðlast gildi 1. janúar 2015.

Innanríkisráðuneytinu, 19. desember 2014.

Ólöf Nordal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.