Prentað þann 5. jan. 2025
1151/2014
Reglugerð um umdæmi sýslumanna.
1. gr.
Landinu er skipt í níu umdæmi sýslumanna. Eiga sveitarfélög undir hvert þeirra, sem hér segir:
- Umdæmi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu:
Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær, Kjósarhreppur, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær og Kópavogsbær.
Aðalskrifstofa: Höfuðborgarsvæðið.
Sýsluskrifstofur og önnur útibú: Samkvæmt ákvörðun ráðherra hverju sinni eftir tillögu sýslumanns. - Umdæmi sýslumannsins á Vesturlandi:
Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Borgarbyggð, Snæfellsbær, Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Sveitarfélagið Stykkishólmur og Dalabyggð.
Aðalskrifstofa: Stykkishólmur.
Sýsluskrifstofur: Akranes, Borgarnes.
Önnur útibú: Snæfellsbær, Búðardalur. - Umdæmi sýslumannsins á Vestfjörðum:
Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Strandabyggð.
Aðalskrifstofa: Patreksfjörður.
Sýsluskrifstofa: Ísafjörður.
Annað útibú: Hólmavík. - Umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi vestra:
Húnabyggð, Húnaþing vestra, Sveitarfélagið Skagaströnd og Skagafjörður.Aðalskrifstofa: Blönduós.
Sýsluskrifstofa: Sauðárkrókur. - Umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi eystra:
Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyrarkaupstaður, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Norðurþing, Tjörneshreppur, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð.
Aðalskrifstofa: Húsavík.
Sýsluskrifstofur: Akureyri, Siglufjörður.
Önnur útibú: Dalvík og Þórshöfn. - Umdæmi sýslumannsins á Austurlandi:
Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshreppur, Fljótsdalshérað, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Fjarðabyggð, Breiðdalshreppur og Djúpavogshreppur.
Aðalskrifstofa: Seyðisfjörður.
Sýsluskrifstofur: Egilsstaðir, Eskifjörður.
Annað útibú: Vopnafjörður. - Umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi:
Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hveragerðisbær og Sveitarfélagið Ölfus.
Aðalskrifstofa: Selfoss.
Sýsluskrifstofa: Höfn.
Önnur útibú: Hvolsvöllur, Vík. - Umdæmi sýslumannsins í Vestmannaeyjum:
Vestmannaeyjabær.
Aðalskrifstofa: Vestmannaeyjabær. - Umdæmi sýslumannsins á Suðurnesjum:
Grindavíkurbær, Suðurnesjabær, Reykjanesbær og Sveitarfélagið Vogar.
Aðalskrifstofa: Reykjanesbær.
Annað útibú: Grindavík.
2. gr.
Ef mörk milli umdæma sýslumanna eru óskýr, svo sem á hálendinu, ákveður ráðherra í hvaða umdæmi mál komi til úrlausnar.
Á sama hátt ákveður ráðherra í hvaða umdæmi mál komi til úrlausnar ef það getur af einhverjum ástæðum átt undir fleiri en einn sýslumann.
3. gr.
Á aðalskrifstofu sýslumanns og öðrum sýsluskrifstofum er veitt öll sú þjónusta sem sýslumönnum ber að veita samkvæmt lögum, reglugerðum og öðrum stjórnvaldsfyrirmælum.
Í útibúum er veitt þjónusta á tilteknum tímum eftir því sem sýslumaður ákveður. Sýslumaður getur átt samstarf við sveitarfélag um þjónustu útibús í sveitarfélaginu, enda felist ekki í því framsal á framkvæmd lögbundinna embættisverka sýslumanna.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. og 9. gr. laga nr. 50/2014 um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, öðlast gildi 1. janúar 2015. Fellur þá úr gildi reglugerð nr. 66/2007 um stjórnsýsluumdæmi sýslumanna og lögregluumdæmi lögreglustjóra, með áorðnum breytingum.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.