Prentað þann 24. nóv. 2024
1140/2022
Reglugerð um innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/589 frá 13. apríl 2016 um vinnumiðlunarnet Evrópu (EURES-netið), aðgang launafólks að þjónustu vegna hreyfanleika og frekari samþættingu vinnumarkaða, og breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 492/2011 og (ESB) nr. 1296/2013.
1. gr. Innleiðing á EES-gerð.
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/589 frá 13. apríl 2016 um vinnumiðlunarnet Evrópu (EURES-netið), aðgang launafólks að þjónustu vegna hreyfanleika og frekari samþættingu vinnumarkaða, og breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 492/2011 og (ESB) nr. 1296/2013, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 302/2019, frá 13. desember 2019 um breytingu á V. viðauka (Frelsi launþega til flutninga) og bókun 31 (um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins) við EES-samninginn. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 14 frá 5 mars 2020, bls. 52.
2. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 20. gr. laga nr. 55/2006 um vinnumarkaðsaðgerðir, og að fenginni umsögn stjórnar Vinnumálastofnunar öðlast þegar gildi.
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 3. október 2022.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Bjarnheiður Gautadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.