Fara beint í efnið

Prentað þann 27. des. 2024

Breytingareglugerð

1132/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 821/2021 um viðurkenningu sameiginlegra umsýslustofnana samkvæmt höfundalögum.

1. gr.

Á eftir orðinu "notenda" í 1. málsl. 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar bætist við: verka á grundvelli.

2. gr.

Í stað orðanna "sérstakra samningskvaða" í annarri línu 3. tölul. 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar koma orðin: almennrar samningskvaðar.

3. gr.

Í stað orðsins "samtakanna" í 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur: umsýslustofnana.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 4. mgr. 26. gr. a höfundalaga nr. 73/1972 og öðlast þegar gildi.

Menningar- og viðskiptaráðuneytinu, 21. september 2022.

F. h. r.

Ingvi Már Pálsson.

Rán Tryggvadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.