Prentað þann 29. des. 2024
1121/2019
Reglugerð um fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2020.
1. gr.
Fjárhæðir bóta samkvæmt III. og VI. kafla laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, og greiðslur samkvæmt 63. gr. sömu laga, skulu vera sem hér segir fyrir árið 2020:
Lífeyristryggingar | kr. á mánuði | kr. á ári |
Ellilífeyrir, skv. 1. mgr. 23. gr. | 256.789 | 3.081.468 |
Hálfur ellilífeyrir, skv. 2. mgr. 23. gr. | 128.395 | 1.540.734 |
Örorkulífeyrir, skv. 4. mgr. 18. gr. | 48.108 | 577.296 |
Örorkustyrkur, skv. 1. mgr. 19. gr. | 35.565 | 426.780 |
Örorkustyrkur, skv. 2. mgr. 19. gr. | 48.108 | 577.296 |
Barnalífeyrir, skv. 6. mgr. 20. gr. | 35.565 | 426.780 |
Aldurstengd örorkuuppbót (100%), skv. 2. mgr. 21. gr. | 48.108 | 577.296 |
Tekjutrygging, skv. 3. mgr. 22. gr. | 154.058 | 1.848.696 |
Annað | kr. á dag | kr. á mánuði | kr. á ári |
Ráðstöfunarfé, skv. 8. mgr. 48. gr. | 77.084 | 925.008 | |
Dagpeningar utan stofnunar, skv. 9. mgr. 48. gr. | 3.744 | ||
Fyrirframgreiðsla meðlags, skv. 1. mgr. 63. gr. | 35.565 | 426.780 |
2. gr.
Fjárhæðir bóta samkvæmt lögum nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, skulu vera sem hér segir fyrir árið 2020:
kr. á mánuði | kr. á ári | |
Mæðra- og feðralaun með tveimur börnum, skv. 2. mgr. 2. gr. | 10.296 | 123.552 |
Mæðra- og feðralaun með þremur börnum | ||
eða fleiri, skv. 2. mgr. 2. gr. | 26.769 | 321.228 |
Barnalífeyrir, skv. 1. mgr. 3. gr. | 35.565 | 426.780 |
Umönnunargreiðslur (100%), skv. 1. mgr. 4. gr. | 192.433 | 2.309.196 |
Makabætur og umönnunarbætur (80%), skv. 5. gr. | 161.732 | 1.940.784 |
Dánarbætur, skv. 1. mgr. 6. gr. | 52.974 | 635.688 |
Dánarbætur, skv. 2. mgr. 6. gr. | 39.682 | 476.184 |
Endurhæfingarlífeyrir, skv. 1. mgr. 7. gr. | 48.108 | 577.296 |
Heimilisuppbót, skv. 2. mgr. 8. gr. | 64.889 | 778.668 |
Heimilisuppbót, skv. 3. mgr. 8. gr. | 52.073 | 624.876 |
Uppbót vegna reksturs bifreiðar, skv. 2. mgr. 10. gr. | 17.781 | 213.372 |
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 70. gr., sbr. 69. gr., laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, og 14. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2020. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1202/2018, um fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2019.
Félagsmálaráðuneytinu, 13. desember 2019.
Ásmundur Einar Daðason.
Gunnhildur Gunnarsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.