Prentað þann 22. des. 2024
1119/2022
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð fyrir Hitaveitu Mosfellsbæjar, nr. 202/2005.
1. gr.
4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Yfirstjórn hitaveitunnar er í höndum bæjarstjórnar en rekstrarstjórn hennar er falin framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Bæjarráð Mosfellsbæjar er fagnefnd veitunnar. Framkvæmdastjóri umhverfissviðs situr fundi bæjarráðs þegar málefni veitunnar eru til meðferðar og hefur þar málfrelsi og tillögurétt.
2. gr.
6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Fagstjóri veitna í Mosfellsbæ annast allan daglegan rekstur Hitaveitu Mosfellsbæjar í umboði framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skal í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum sem bæjarstjórn gefur.
3. gr.
Í stað "13. gr." í 3. málsl. 13. gr. reglugerðarinnar kemur: 11. gr.
4. gr.
Í stað "34. og 35. gr." í 2. málsl. 4. mgr. 30. gr. reglugerðarinnar kemur: 33. og 34. gr.
5. gr.
Reglugerð þessi, sem samþykkt er af bæjarstjórn Mosfellsbæjar, er sett á grundvelli heimildar í 82. gr. orkulaga, nr. 58/1967, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytinu, 20. september 2022.
F. h. r.
Stefán Guðmundsson.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.