Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 30. jan. 2026

Breytingareglugerð

1117/2024

Reglugerð um breytingu á ýmsum reglugerðum vegna útgáfu starfsleyfa heilbrigðisstétta.

I. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 1132/2012, um menntun, réttindi og skyldur lífeindafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi.

1. gr.

Við reglugerðina bætist ný grein, 4. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Starfsleyfi á grundvelli eldri menntunar.

Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt að veita starfsleyfi þeim sem uppfylltu skilyrði fyrir starfsleyfi lífeindafræðinga/meinatækna sem í gildi voru á þeim tíma þegar námi lauk og hafa viðhaldið kunnáttu sinni við fagið frá þeim tíma, enda mæli sjónarmið um öryggi sjúklinga ekki gegn því. Landlækni er heimilt að leita sambærilegrar umsagnar og skv. 4. gr. vegna umsókna skv. þessari grein.

2. gr.

Ákvæði til bráðabirgða fellur brott.

II. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 511/2013, um menntun, réttindi og skyldur sjúkraliða og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

3. gr.

Við reglugerðina bætist ný grein, 4. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Starfsleyfi á grundvelli eldri menntunar.

Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni heimilt að veita þeim starfsleyfi sem uppfylltu skilyrði fyrir starfsleyfi sjúkraliða sem í gildi voru á þeim tíma þegar námi lauk og hafa viðhaldið kunnáttu sinni við fagið frá þeim tíma, enda mæli sjónarmið um öryggi sjúklinga ekki gegn því. Landlækni er heimilt að leita sambærilegrar umsagnar og skv. 4. gr. vegna umsókna skv. þessari grein.

4. gr.

Ákvæði til bráðabirgða fellur brott.

III. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 1120/2012, um menntun, réttindi og skyldur þroskaþjálfa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.

5. gr.

Við reglugerðina bætist ný grein, 4. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Starfsleyfi á grundvelli eldri menntunar.

Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er landlækni einnig heimilt að veita þeim starfsleyfi sem uppfylltu skilyrði fyrir starfsleyfi þroskaþjálfa sem í gildi voru á þeim tíma þegar námi lauk og hafa viðhaldið kunnáttu sinni við fagið frá þeim tíma, enda mæli sjónarmið um öryggi sjúklinga ekki gegn því. Landlækni er heimilt að leita sambærilegrar umsagnar og skv. 4. gr. vegna umsókna skv. þessari grein.

6. gr.

Ákvæði til bráðabirgða falla brott.

IV. KAFLI Gildistaka.

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5., 30. og 31. gr. laga nr. 34/2012, um heilbrigðisstarfsmenn, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðisráðuneytinu, 19. september 2024.

Willum Þór Þórsson.

Ásthildur Knútsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.