Fara beint í efnið

Prentað þann 26. des. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 1. jan. 2021

1110/2020

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1106/2020, um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Sé ekki unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks skal það notast við andlitsgrímur.
  2. Á eftir 2. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður svohljóðandi: Starfsfólki ber ekki skylda til að nota andlitsgrímur í samskiptum við leikskólabörn.
  3. Á eftir lokamálslið 1. mgr. kemur nýr málsl. svohljóðandi: Ákvæði um blöndun hópa, grímuskyldu og nálægðartakmörkun gilda ekki á útisvæðum leikskóla.
  4. Á eftir orðinu "heimilt" í 6. mgr. kemur: , þó að hámarki 50 börn saman. Ekki þarf að halda sömu hópaskiptingu og er í leikskólastarfi.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir orðinu "starfsfólks" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: , milli starfsfólks og nemenda í 8.-10. bekk og milli nemenda í 8.-10. bekk.
  2. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Sé ekki unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun skv. 1. málsl. skulu kennarar og nemendur í 8.-10. bekk notast við andlitsgrímur.
  3. Á eftir 2. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður svohljóðandi: Starfsfólki ber ekki skylda til að nota andlitsgrímur í samskiptum við nemendur í 1.-7. bekk.
  4. Í stað orðanna "1.-4. bekk" í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 1.-7. bekk.
  5. Í stað orðanna "5.-10. bekk" í 1. málsl. 3. mgr. og í 1. og 2. málsl. 4. mgr. kemur: 8.-10. bekk.
  6. Á eftir 4. mgr. kemur nýr málsl. svohljóðandi: Á útisvæðum grunnskóla gilda ekki ákvæði um blöndun hópa, grímuskyldu eða nálægðartakmörkun milli nemenda.
  7. Á eftir orðinu "grunnskólastarfi" í 6. mgr. koma orðin: , í félagsmiðstöðvum.
  8. 8. mgr. verður svohljóðandi: Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna á grunnskólaaldri er heimilt, þ.e. að hámarki 50 börn í 1.-4. bekk og að hámarki 25 í 5.-10. bekk. Ekki þarf að halda sömu hópaskiptingu og er í grunnskólastarfi.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, tekur gildi 18. nóvember 2020 og gildir til og með 1. desember 2020.

Heilbrigðisráðuneytinu, 16. nóvember 2020.

F. h. r.

Ásta Valdimarsdóttir.

Ásthildur Knútsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.