Prentað þann 23. des. 2024
Breytingareglugerð
1091/2022
Reglugerð um breytingu á reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir, nr. 183/2020, með síðari breytingum.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað fjárhæðarinnar "310.000 kr." í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 340.000 kr.
- Í stað fjárhæðarinnar "7.100.000 kr." í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 7.700.000 kr.
- Í stað orðanna "í janúar ár hvert" í 2. mgr. kemur: fyrir hverja úthlutun stofnframlaga með hliðsjón af þróun vísitölu byggingarkostnaðar, þróun á gjaldeyrismarkaði, þróun hrávöruverðs og þróun launavísitölu.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 10. mgr. 11. gr. og 1. mgr. 27. gr. laga um almennar íbúðir, nr. 52/2016, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 14. september 2022.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.