Prentað þann 5. des. 2024
1081/2022
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1025/2021 um Ask – mannvirkjarannsóknarsjóð.
1. gr.
Í stað orðanna "félags- og barnamálaráðherra" í 2. málsl. 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur: innviðaráðherra.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðanna "félagsmálaráðuneyti og atvinnuvega-" í 1. mgr. kemur: innviðaráðuneytinu og háskóla-, iðnaðar-.
- Í stað orðanna "félagsmálaráðuneytinu, atvinnuvega-" í 2. mgr. kemur: innviðaráðuneytinu, háskóla-, iðnaðar-.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:
Á eftir orðunum "í samstarfi við" í 1. málsl. 2. mgr. kemur: hagaðila og.
Í stað orðanna "félags- og barnamálaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra" í 2. mgr. kemur: innviðaráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
4. gr.
Í stað orðanna "félagsmálaráðuneytinu, atvinnuvega-" í 4. gr. reglugerðarinnar kemur: innviðaráðuneytinu og háskóla-, iðnaðar-.
5. gr.
Við 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi: með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar, s.s. grunnrannsóknir, hagnýtar rannsóknir, hönnun, skapandi lausnir, þróun á nýjum hugmyndum og efnum, bestun á verkferlum eða aðlögun á slíkum hugmyndum.
6. gr.
5. töluliður 3. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
7. gr.
Í stað 1.-4. töluliðar 2. mgr. 8. gr. kemur:
-
Nýnæmi hugmyndar, nýsköpun og rannsóknarþörf:
- Nýnæmi og frumleiki verkefnisins og/eða þörf fyrir rannsóknarumhverfið.
- Verkefnið er til þess fallið að auka þekkingu, skapa nýjar lausnir, auka gæði, bæta verklag og/eða stuðla að framþróun/virðissköpun á sviði mannvirkjagerðar.
-
Samfélagslegt gildi og ávinningur:
- Mikilvægi verkefnis fyrir samfélagslegar áskoranir.
- Umhverfis-, efnahags- og félagslegur ávinningur verkefnis, þ.m.t. að verkefnið hefur ávinning sem snýr að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
-
Samstarf:
- Stuðningur frá og/eða samstarf við háskóla, opinberar stofnanir, sveitarfélög, viðskiptalíf eða aðra aðila á innlendum eða alþjóðlegum vettvangi.
-
Faglegir þættir:
- Geta umsækjenda til að leysa verkefnið, þ.m.t. faglegur bakgrunnur umsækjenda og annarra þátttakenda.
- Gæði verkefnis m.t.t. verkefnalýsingar, verkáætlunar og fjárhagsáætlunar, þ.m.t. hvort markmið og skipulag verkefnis eru skýr og hvernig markmiðum verkefnis verði náð.
8. gr.
Við 2. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar bætast við þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Við endanlega niðurstöðu fagráðs er stefnt að því að velja verkefni úr öllum áhersluflokkum ef umsóknir allra flokka uppfylla skilyrði og standast mat. Einnig má horfa til þess við heildarúthlutun að verkefni séu fjölbreytt og sprottin úr misjöfnum jarðvegi. Við heildarmat er fagráði einnig heimilt að líta til þarfar umsækjenda fyrir fjármagn og þarfa á markaði.
9. gr.
Í stað orðanna "félagsmálaráðuneytinu og atvinnuvega-" í 11. gr. reglugerðarinnar kemur: innviðaráðuneytinu og háskóla-, iðnaðar-.
10. gr.
Í stað orðanna "félags- og barnamálaráðherra og ferðamála-, iðnaðar-" í 2. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar kemur: innviðaráðherra og háskóla-, iðnaðar-.
11. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 54. gr. a, sbr. 15. tölul. 60. gr., laga nr. 160/2010, um mannvirki, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 22. september 2022.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ingilín Kristmannsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.