Fara beint í efnið

Prentað þann 21. des. 2024

Breytingareglugerð

1080/2022

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 550/2008 um flutning líflamba milli landsvæða.

1. gr.

Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Matvælastofnun getur þó í kynbótaskyni leyft sölu líflamba milli sóttvarnarsvæða ef um er að ræða lömb með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðu. Skilyrði er að sóttvarnarsvæðið sem selt er frá sé minna sýkt af riðu en svæðið sem selt er til eða svæðin hafi jafna sjúkdómastöðu með tilliti til riðu.

2. gr.

a-liður 5. gr. reglugerðarinnar breytist og orðast svo:

Býli sauðfjárbónda er á líflambasölusvæði, sbr. 3. gr., eða uppfylli skilyrði 2. mgr. 3. gr.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 25. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 16. september 2022.

Svandís Svavarsdóttir.

Emilía Madeleine Heenen.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.