Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 20. feb. 2021

1079/2017

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1339/2015, um innflutning og notkun leysa, leysibenda og IPL-tækja.

1. gr.

Á eftir orðinu "til" í 1. málsl. 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur: innflutnings og.

2. gr.

Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Eigandi ber ábyrgð á að þeir einir sem hafa til þess nægilega þekkingu og reynslu noti öflugan leysi eða leysibendi í hans eigu.

3. gr.

4. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

  1. 1. mgr. orðist svo: Innflutningur öflugra leysa og leysibenda, sem og IPL-tækja er tilkynningarskyldur.
  2. 3. mgr. orðist svo: Geislavörnum ríkisins er heimilt að leita upplýsinga hjá öðrum opinberum yfirvöldum, svo sem tollstjóra um innflutning á öflugum leysum og leysibendum sem og IPL-tækjum.

4. gr.

5. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

  1. 1. mgr. orðist svo: Læknisfræðileg notkun leysa og leysibenda í flokki 4, IPL-tækja og annarra tækja skal vera á ábyrgð læknis. Notkun sem beinist að augum skal vera á ábyrgð augnlæknis.
  2. 2. mgr. orðist svo: Læknisfræðileg notkun leysa og leysibenda í flokki 3B skal vera á ábyrgð læknis, hnykkis eða sjúkraþjálfara eftir því sem við á.
  3. 3. mgr. orðist svo: Læknisfræðileg notkun leysa, leysibenda eða IPL tækja í munnholi skal vera á ábyrgð læknis eða tannlæknis eftir því sem við á.
  4. 6. mgr. orðist svo: Þeir sem bera ábyrgð á notkun leysa eða leysibenda í flokki 3B og 4 sem og IPL-tækja skulu sjá til þess að þeir hafi fengið fullnægjandi þjálfun í notkun þeirra annaðhvort á grundvelli viðurkenndrar menntunar eða með einstaklingsmiðaðri fræðslu og þjálfun þannig að þeir þekki vel til notkunar geislatækjanna og þeirrar hættu sem notkun þeirra getur fylgt.

5. gr.

6. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

  1. Í stað "4. gr." í 1 mgr. kemur: 5. gr.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Aðilar sem hafa með höndum slíka starfsemi við gildistöku reglugerðar þessarar skulu tilkynna það Geislavörnum ríkisins og greina frá nafni, menntun og stöðu þess sem ábyrgð ber á notkuninni, sbr. 5. gr., innan þriggja mánaða frá gildistökunni.

6. gr.

7. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

  1. Á eftir orðinu "notkunar" í f-lið 3. mgr. reglugerðarinnar kemur: sbr. 8. gr.
  2. Við 4. mgr. reglugerðarinnar bætast eftirfarandi stafliðir:

    1. Öryggisreglur vegna notkunar, sbr. 8. gr., meðal annars lýsing á því með hvaða hætti tryggt verður að geislun á fólk sé undir MPE-öryggismörkum.
    2. Nafn og þekking fyrirhugaðs umsjónarmanns með búnaðinum, sbr. 8. gr.

7. gr.

8. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

  1. 1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Áður en veitt er leyfi til notkunar skv. 7. gr. skal umsækjandi leggja fram skriflegar öryggisreglur sem Geislavarnir ríkisins samþykkja.
  2. Orðin "og áhorfenda" í 2. mgr. falla út.
  3. Á eftir orðinu "leysa" í 1. málsl. 3. mgr. kemur: og leysibenda.

8. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 4. mgr. 7. gr., 3. mgr. 9. gr. og 21. gr. laga nr. 44/2002, um geislavarnir, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 23. nóvember 2017.

Óttarr Proppé
heilbrigðisráðherra.

Áslaug Einarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.