Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

1068/2019

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi.

1. gr.

3. málsl. 2. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Þá skal leyfisveitandi leggja álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar til grundvallar.

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/52/ESB frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipun 2011/92/ESB um mat á áhrifum sem tilteknar framkvæmdir á vegum hins opinbera eða einkaaðila kunna að hafa á umhverfið.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 27. nóvember 2019.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.