Prentað þann 21. nóv. 2024
1065/2021
Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 1253/2019 um stuðning við sauðfjárrækt.
1. gr.
Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða er hljóðar svo:
Þrátt fyrir ákvæði 32. gr. verður umsóknarfrestur vegna aðlögunarsamninga árið 2021 til 31. desember 2021.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum og búnaðarlögum nr. 70/1998, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi og gildir til 31. desember 2021.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 22. september 2021.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.
Elísabet Anna Jónsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.